Veiðum þar sem besti aflinn er Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 30. janúar 2019 07:00 Það er ekki einfalt verkefni að greina stöðu og horfur í íslenskri ferðaþjónustu þessa dagana. Töluverðar sviptingar hafa orðið í greininni undanfarin misseri og satt að segja eru horfurnar óvenju óljósar núna. Reyndar er eitt alveg á hreinu. Vegna ferðaþjónustu fyrst og fremst hafa lífskjör á landinu aldrei verið eins góð og um þessar mundir. Það er rétt að halda því til haga. Ferðaþjónusta er mjög útsett fyrir þáttum í ytra umhverfi sínu og þeir eru nú margir í töluverðri óvissu. Á síðasta ári mátti greinilega merkja að hægst hefur verulega á. Hinu gríðarlega vaxtarskeiði, sem einkenndi eftirhrunsárin, er að öllum líkindum lokið. Hár innlendur kostnaður og sterkt gengi krónu hafa dregið hratt úr samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar og valdið því að samsetning ferðamannahópsins og ferða- og kauphegðun hefur breyst töluvert. Með nokkurri einföldun er hægt að segja að aukningin sem varð síðastliðin ár hafi verið borin uppi af gestum frá Norður-Ameríku á meðan markaðir í Mið-Evrópu drógust saman. Samdráttur varð hjá fjölmörgum ferðaþjónustufyrirtækjum í öllum geirum greinarinnar – en alvarlegast er þó að fyrirtæki á landsbyggðinni fundu harkalegar en aðrir fyrir þessum breytingum. Enn er of snemmt að segja til um hvernig árið 2019 kemur til með að þróast. ISAVIA hefur þegar spáð lítils háttar fækkun ferðamanna til landsins í fyrsta skipti og við stöndum frammi fyrir erfiðri stöðu í kjaramálum. Ef allt fer á versta veg er ekki ólíklegt að ferðaþjónusta verði skotspónn skæruverkfalla, sem geta haft mjög alvarlegar og langvarandi afleiðingar fyrir greinina og þjóðfélagið allt. Þar eru ekki bara yfirstandandi viðskipti í hættu, heldur einnig orðspor og ímynd áfangastaðarins. Verði samið um launahækkanir, sem verðmætasköpun greinarinnar stendur ekki undir – og við vitum að svigrúmið er allt frá engu upp í mjög lítið – er alveg ljóst að samkeppnishæfni Íslands á alþjóðamörkuðum mun skerðast enn frekar. Gengi krónu hefur verið of sterkt fyrir ferðaþjónustu allt frá árinu 2016 og þrátt fyrir að hún hafi veikst í lok síðasta árs, er enn engan stöðugleika að sjá og inngrip Seðlabanka Íslands til að stöðva frekari veikingu hennar orðin ansi tíð. Flugsamgöngur við landið eru undirstaða ferðaþjónustu á Íslandi, en ástandið á þeim vígstöðvum hefur verið með fjörugra móti undanfarna mánuði. Óvissu tengdri flugmálum er enn ekki lokið, en þó er komið í ljós að líklega mun draga verulega úr framboði flugs á milli Bandaríkjanna og Íslands, sem mun líklega draga úr fjölda gesta frá helsta vaxtarsvæði síðustu ára. Góðu fréttirnar eru þær að horfur í ferðaþjónustu til langs tíma eru mjög góðar. Ferðaþjónusta er sú atvinnugrein sem er í hvað örustum vexti í heiminum og engin ástæða til að ætla annað en að við með okkar frábæru möguleika í höndunum, verðum framarlega á þeim vettvangi. Auðvitað gerist þó ekkert af sjálfu sér og enn eru fjölmörg verkefni ókláruð, ef tryggja á ferðaþjónustu í sessi sem burðaratvinnugrein og stærstu útflutningsgrein þjóðarinnar. Stórefla þarf rannsóknir í þágu ferðaþjónustunnar og klára heildarstefnumótun fyrir greinina. Binda þarf enda á hina eilífu gjaldtökuumræðu og koma skikki og samræmingu á þá gjaldtöku sem fyrir er. Uppræta þarf ólöglega starfsemi, sem skekkir samkeppnisstöðu ferðaþjónustunnar. Eins þarf að finna praktískar leiðir til þess að efla ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Áratugum saman hefur verið talað um að stuðla að betra flæði ferðamanna um landið – nú er kominn tími til alvöru aðgerða. Síðast en ekki síst er mikilvægt að skerpa fókusinn í markaðsaðgerðum okkar á erlendum mörkuðum. Ekki má láta tilviljanir eða skyndihugdettur ráða því hvar borið er niður – heldur þarf að skilgreina þá markaði sem við viljum einbeita okkur að til þess að það litla fjármagn og mannauður sem til ráðstöfunar er skili okkur sem mestu. Svo gripið sé til vinsæls líkingamáls úr sjávarútvegi – sem allir Íslendingar skilja – þá eigum við að veiða á þeim svæðum þar sem besta aflann fyrir land og þjóð er að finna.Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarnheiður Hallsdóttir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki einfalt verkefni að greina stöðu og horfur í íslenskri ferðaþjónustu þessa dagana. Töluverðar sviptingar hafa orðið í greininni undanfarin misseri og satt að segja eru horfurnar óvenju óljósar núna. Reyndar er eitt alveg á hreinu. Vegna ferðaþjónustu fyrst og fremst hafa lífskjör á landinu aldrei verið eins góð og um þessar mundir. Það er rétt að halda því til haga. Ferðaþjónusta er mjög útsett fyrir þáttum í ytra umhverfi sínu og þeir eru nú margir í töluverðri óvissu. Á síðasta ári mátti greinilega merkja að hægst hefur verulega á. Hinu gríðarlega vaxtarskeiði, sem einkenndi eftirhrunsárin, er að öllum líkindum lokið. Hár innlendur kostnaður og sterkt gengi krónu hafa dregið hratt úr samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar og valdið því að samsetning ferðamannahópsins og ferða- og kauphegðun hefur breyst töluvert. Með nokkurri einföldun er hægt að segja að aukningin sem varð síðastliðin ár hafi verið borin uppi af gestum frá Norður-Ameríku á meðan markaðir í Mið-Evrópu drógust saman. Samdráttur varð hjá fjölmörgum ferðaþjónustufyrirtækjum í öllum geirum greinarinnar – en alvarlegast er þó að fyrirtæki á landsbyggðinni fundu harkalegar en aðrir fyrir þessum breytingum. Enn er of snemmt að segja til um hvernig árið 2019 kemur til með að þróast. ISAVIA hefur þegar spáð lítils háttar fækkun ferðamanna til landsins í fyrsta skipti og við stöndum frammi fyrir erfiðri stöðu í kjaramálum. Ef allt fer á versta veg er ekki ólíklegt að ferðaþjónusta verði skotspónn skæruverkfalla, sem geta haft mjög alvarlegar og langvarandi afleiðingar fyrir greinina og þjóðfélagið allt. Þar eru ekki bara yfirstandandi viðskipti í hættu, heldur einnig orðspor og ímynd áfangastaðarins. Verði samið um launahækkanir, sem verðmætasköpun greinarinnar stendur ekki undir – og við vitum að svigrúmið er allt frá engu upp í mjög lítið – er alveg ljóst að samkeppnishæfni Íslands á alþjóðamörkuðum mun skerðast enn frekar. Gengi krónu hefur verið of sterkt fyrir ferðaþjónustu allt frá árinu 2016 og þrátt fyrir að hún hafi veikst í lok síðasta árs, er enn engan stöðugleika að sjá og inngrip Seðlabanka Íslands til að stöðva frekari veikingu hennar orðin ansi tíð. Flugsamgöngur við landið eru undirstaða ferðaþjónustu á Íslandi, en ástandið á þeim vígstöðvum hefur verið með fjörugra móti undanfarna mánuði. Óvissu tengdri flugmálum er enn ekki lokið, en þó er komið í ljós að líklega mun draga verulega úr framboði flugs á milli Bandaríkjanna og Íslands, sem mun líklega draga úr fjölda gesta frá helsta vaxtarsvæði síðustu ára. Góðu fréttirnar eru þær að horfur í ferðaþjónustu til langs tíma eru mjög góðar. Ferðaþjónusta er sú atvinnugrein sem er í hvað örustum vexti í heiminum og engin ástæða til að ætla annað en að við með okkar frábæru möguleika í höndunum, verðum framarlega á þeim vettvangi. Auðvitað gerist þó ekkert af sjálfu sér og enn eru fjölmörg verkefni ókláruð, ef tryggja á ferðaþjónustu í sessi sem burðaratvinnugrein og stærstu útflutningsgrein þjóðarinnar. Stórefla þarf rannsóknir í þágu ferðaþjónustunnar og klára heildarstefnumótun fyrir greinina. Binda þarf enda á hina eilífu gjaldtökuumræðu og koma skikki og samræmingu á þá gjaldtöku sem fyrir er. Uppræta þarf ólöglega starfsemi, sem skekkir samkeppnisstöðu ferðaþjónustunnar. Eins þarf að finna praktískar leiðir til þess að efla ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Áratugum saman hefur verið talað um að stuðla að betra flæði ferðamanna um landið – nú er kominn tími til alvöru aðgerða. Síðast en ekki síst er mikilvægt að skerpa fókusinn í markaðsaðgerðum okkar á erlendum mörkuðum. Ekki má láta tilviljanir eða skyndihugdettur ráða því hvar borið er niður – heldur þarf að skilgreina þá markaði sem við viljum einbeita okkur að til þess að það litla fjármagn og mannauður sem til ráðstöfunar er skili okkur sem mestu. Svo gripið sé til vinsæls líkingamáls úr sjávarútvegi – sem allir Íslendingar skilja – þá eigum við að veiða á þeim svæðum þar sem besta aflann fyrir land og þjóð er að finna.Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun