Manndrápsveður vestanhafs Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. janúar 2019 06:10 Það er kuldalegt um að litast í Chicago þessa dagana. Getty/Scott Olson Sannarlega má tala um að fimbulkuldi hafi verið í norðausturhluta Bandaríkjanna í gær. Víða var meira en 20 stiga frost. Í bænum International Falls í Minnesota mátti lesa -39 á mælunum. Bærinn er, ef til vill skiljanlega, oft kallaður ýmist „Ískassi þjóðarinnar“ eða „Kalfossar“. Stórborgir fengu einnig að finna vel fyrir því. Frostið í Chicago fór í 32 stig, tæp þrjátíu í Detroit og Des Moines og í fimmtán í St. Louis. Weather.com greindi frá því að miðað við vindkælingu hefði kuldinn verið líkt og 49 stiga frost við hina svokölluðu Kalfossa og líkt og 42 stiga frost í Chicago. Kuldamet féllu þó ekki á umræddum stöðum. Við Kalfossa hefur kaldast mælst 48 stiga frost, 33 í Chicago og 29,5 í Detroit. Svo því sé haldið til haga var kuldametið á meginlandi Bandaríkjanna sett í Montana í janúar 1954 og var þá 57 stiga frost. Kuldamet Bandaríkjanna í heild var sett í Alaska í janúar 1971, 62 stiga frost. Allnokkur andlát voru staðfest í gær. Samkvæmt BBC varð til dæmis maður fyrir snjómokstursbíl í Chicago, annar fraus í hel í bílskúr í Milwaukee og ungt par fórst í bílslysi vegna hálku í norðurhluta Indiana.Daglegt líf í Illinois, Iowa, Minnesota, Norður- og Suður-Dakóta, Wisconsin, Kansas, Missouri, Montana, Nebraska og víðar hefur raskast töluvert vegna heimskautalægðarinnar sem nú gengur yfir svæðið. Skólar og vinnustaðir skelltu í lás, pósturinn hætti að bera út og samgöngur voru víða í lamasessi svo fátt eitt sé nefnt. Þúsundum flugferða hefur til að mynda verið aflýst. „Þetta eru AFAR HÆTTULEGAR aðstæður. Ef maður er úti í jafnvel fimm mínútur gæti maður fengið kalsár. Það besta sem þið getið gert í stöðunni er að takmarka útivist,“ sagði í yfirlýsingu frá skrifstofu alríkisveðurstofunnar í Minnesota. Dave Hennen á veðurstofu CNN tók í sama streng. „Kaldasta veður þessarar kynslóðar leitar nú suður á bóginn,“ sagði hann á þriðjudagskvöld áður en mesta frostið skall á. „Manndrápsveður“ var fyrirsögnin framan á Chicago Sun Times. „Þetta er eins slæmt og það gerist í þessum heimshluta,“ sagði veðurfræðingurinn Mark Ratzer við blaðamann þar á bæ. Þetta mikla frost er til marks um að nú sé tekinn við tími mikilla öfga í veðri. Þessari skoðun lýsti Crystal A. Kolden, prófessor við Idaho-háskóla, í viðtali við The New York Times í gær. Hún benti á að undanfarin ár höfum við horft upp á öfgar í skógareldum, fellibyljum, hita og frosti. „Við þurfum að hugsa út fyrir þann ramma sem fortíðin sýnir okkur og undirbúa okkur undir að ástandið nú verði verra en við höfum áður séð,“ sagði prófessorinn. Og þótt forseti Bandaríkjanna hafi gantast með á þriðjudag að vegna heimskautalægðarinnar væri svo sannarlega þörf á loftslagsbreytingum, sem hann hefur ítrekað lýst efasemdum um að séu af mannavöldum, eru þessar sömu loftslagsbreytingar ástæðan fyrir veðuröfgum sem þessum að mati Friederike Otto, prófessors í loftslagsvísindum við Oxford. „Þótt ekki sé hægt að kenna loftslagsbreytingum alfarið um þessar öfgar er ljóst að þessar miklu breytingar hækka líkur á fjölda öfgafullra atburða. Vegna þess er mikilvægt að átta sig á hvaða ógn steðjar að samfélagi þínu. Sú ógn hefði jafnvel ekki verið til staðar ef ekki væri fyrir loftslagsbreytingar,“ sagði Otto við The New York Times. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Tengdar fréttir Búast við 29 stiga frosti í Chicago Mikið kuldakast gengur nú yfir miðvesturríki Bandaríkjanna og hefur þurft að loka skólum og vinnustöðum. 30. janúar 2019 07:56 Vetrarhörkur hverfa ekki þrátt fyrir hnattræna hlýnun Íslenskur loftslagsfræðingur segir fimbulkulda í Bandaríkjunum í janúar ekki þurfa að koma á óvart. Hnattræn hlýnun muni ekki eyða út árstíðarbundnum kulda. 29. janúar 2019 13:30 Metkuldi í vændum í miðvesturríkjum Bandaríkjanna Kuldinn gæti farið niður fyrir 50 gráður undir frostmarki. 28. janúar 2019 23:15 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Sannarlega má tala um að fimbulkuldi hafi verið í norðausturhluta Bandaríkjanna í gær. Víða var meira en 20 stiga frost. Í bænum International Falls í Minnesota mátti lesa -39 á mælunum. Bærinn er, ef til vill skiljanlega, oft kallaður ýmist „Ískassi þjóðarinnar“ eða „Kalfossar“. Stórborgir fengu einnig að finna vel fyrir því. Frostið í Chicago fór í 32 stig, tæp þrjátíu í Detroit og Des Moines og í fimmtán í St. Louis. Weather.com greindi frá því að miðað við vindkælingu hefði kuldinn verið líkt og 49 stiga frost við hina svokölluðu Kalfossa og líkt og 42 stiga frost í Chicago. Kuldamet féllu þó ekki á umræddum stöðum. Við Kalfossa hefur kaldast mælst 48 stiga frost, 33 í Chicago og 29,5 í Detroit. Svo því sé haldið til haga var kuldametið á meginlandi Bandaríkjanna sett í Montana í janúar 1954 og var þá 57 stiga frost. Kuldamet Bandaríkjanna í heild var sett í Alaska í janúar 1971, 62 stiga frost. Allnokkur andlát voru staðfest í gær. Samkvæmt BBC varð til dæmis maður fyrir snjómokstursbíl í Chicago, annar fraus í hel í bílskúr í Milwaukee og ungt par fórst í bílslysi vegna hálku í norðurhluta Indiana.Daglegt líf í Illinois, Iowa, Minnesota, Norður- og Suður-Dakóta, Wisconsin, Kansas, Missouri, Montana, Nebraska og víðar hefur raskast töluvert vegna heimskautalægðarinnar sem nú gengur yfir svæðið. Skólar og vinnustaðir skelltu í lás, pósturinn hætti að bera út og samgöngur voru víða í lamasessi svo fátt eitt sé nefnt. Þúsundum flugferða hefur til að mynda verið aflýst. „Þetta eru AFAR HÆTTULEGAR aðstæður. Ef maður er úti í jafnvel fimm mínútur gæti maður fengið kalsár. Það besta sem þið getið gert í stöðunni er að takmarka útivist,“ sagði í yfirlýsingu frá skrifstofu alríkisveðurstofunnar í Minnesota. Dave Hennen á veðurstofu CNN tók í sama streng. „Kaldasta veður þessarar kynslóðar leitar nú suður á bóginn,“ sagði hann á þriðjudagskvöld áður en mesta frostið skall á. „Manndrápsveður“ var fyrirsögnin framan á Chicago Sun Times. „Þetta er eins slæmt og það gerist í þessum heimshluta,“ sagði veðurfræðingurinn Mark Ratzer við blaðamann þar á bæ. Þetta mikla frost er til marks um að nú sé tekinn við tími mikilla öfga í veðri. Þessari skoðun lýsti Crystal A. Kolden, prófessor við Idaho-háskóla, í viðtali við The New York Times í gær. Hún benti á að undanfarin ár höfum við horft upp á öfgar í skógareldum, fellibyljum, hita og frosti. „Við þurfum að hugsa út fyrir þann ramma sem fortíðin sýnir okkur og undirbúa okkur undir að ástandið nú verði verra en við höfum áður séð,“ sagði prófessorinn. Og þótt forseti Bandaríkjanna hafi gantast með á þriðjudag að vegna heimskautalægðarinnar væri svo sannarlega þörf á loftslagsbreytingum, sem hann hefur ítrekað lýst efasemdum um að séu af mannavöldum, eru þessar sömu loftslagsbreytingar ástæðan fyrir veðuröfgum sem þessum að mati Friederike Otto, prófessors í loftslagsvísindum við Oxford. „Þótt ekki sé hægt að kenna loftslagsbreytingum alfarið um þessar öfgar er ljóst að þessar miklu breytingar hækka líkur á fjölda öfgafullra atburða. Vegna þess er mikilvægt að átta sig á hvaða ógn steðjar að samfélagi þínu. Sú ógn hefði jafnvel ekki verið til staðar ef ekki væri fyrir loftslagsbreytingar,“ sagði Otto við The New York Times.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Tengdar fréttir Búast við 29 stiga frosti í Chicago Mikið kuldakast gengur nú yfir miðvesturríki Bandaríkjanna og hefur þurft að loka skólum og vinnustöðum. 30. janúar 2019 07:56 Vetrarhörkur hverfa ekki þrátt fyrir hnattræna hlýnun Íslenskur loftslagsfræðingur segir fimbulkulda í Bandaríkjunum í janúar ekki þurfa að koma á óvart. Hnattræn hlýnun muni ekki eyða út árstíðarbundnum kulda. 29. janúar 2019 13:30 Metkuldi í vændum í miðvesturríkjum Bandaríkjanna Kuldinn gæti farið niður fyrir 50 gráður undir frostmarki. 28. janúar 2019 23:15 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Búast við 29 stiga frosti í Chicago Mikið kuldakast gengur nú yfir miðvesturríki Bandaríkjanna og hefur þurft að loka skólum og vinnustöðum. 30. janúar 2019 07:56
Vetrarhörkur hverfa ekki þrátt fyrir hnattræna hlýnun Íslenskur loftslagsfræðingur segir fimbulkulda í Bandaríkjunum í janúar ekki þurfa að koma á óvart. Hnattræn hlýnun muni ekki eyða út árstíðarbundnum kulda. 29. janúar 2019 13:30
Metkuldi í vændum í miðvesturríkjum Bandaríkjanna Kuldinn gæti farið niður fyrir 50 gráður undir frostmarki. 28. janúar 2019 23:15