Klám Guðmundur Brynjólfsson skrifar 21. janúar 2019 07:00 Við getum ekki unað við þá firru að nekt sé í lagi. Því hver er ber? Auðvitað er ég stundum ber – en, ég er nóg, bæði að ummáli og ómynd. Svo er ég bara sjálfum mér ber. Einn. Aldrei í Seðlabankanum. Hinn alræmdi klámhundur Gunnlaugur Blöndal hefur nú verið settur í dýflissu. Eða öllu heldur málverk eftir hann. Í því svartholi er nóg pláss, verkið er geymt þar sem gullforði Íslendinga ætti að vera. Hugguleg manneskja gekk um ganga Seðlabanka Íslands og sá málverk eftir Gunnlaug Blöndal (örugglega bróður Audda Blöndal) og hún hugsaði, „ég er nóg – og mér er nóg boðið“ og hún fór fram á það að málverk af berum kvenmanni yrði fjarlægt úr musteri mammons. Er í því framhaldi rétt að minna á hið gamla spakmæli: „Þú skalt ekki aðra guði hafa.“ Gunnlaugur Blöndal málaði reyndar líka konur í fötum, en var þá ekki bara til þess að koma af stað saurugum hugsunum hjá okkar sem á horfðum, um það hvernig þær væru fatalausar? Svo voru konurnar gjarna að verka allsbera síld á þeim myndum – ellegar vaska kviknakinn flattan þorsk. Ég sá berstrípuð hross úti í haga í gær, þau misbuðu blygðunarkennd minni, þau voru nefnilega að ríða – sjálf altso. Mannlaus. Ég mun í framhaldinu hafa samband við sláturleyfishafa um land allt, en græt um leið að ekkert af komandi hrossakjöti getur farið í bjúgu – næg er nú tittlingadýrkunin. Seðlabanki Íslands hefur löngum verið hof kláms og hamslausrar frygðar. Eða hver kannast ekki við mánaðarlegar orgíur peningastefnunefndar og bersöglar frásagnir hennar af stýrivöxtum með stöðuga standpínu? En nú er Gunnlaugur Blöndal á braut. Það veit á gott. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Brynjólfsson Skoðun Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Við getum ekki unað við þá firru að nekt sé í lagi. Því hver er ber? Auðvitað er ég stundum ber – en, ég er nóg, bæði að ummáli og ómynd. Svo er ég bara sjálfum mér ber. Einn. Aldrei í Seðlabankanum. Hinn alræmdi klámhundur Gunnlaugur Blöndal hefur nú verið settur í dýflissu. Eða öllu heldur málverk eftir hann. Í því svartholi er nóg pláss, verkið er geymt þar sem gullforði Íslendinga ætti að vera. Hugguleg manneskja gekk um ganga Seðlabanka Íslands og sá málverk eftir Gunnlaug Blöndal (örugglega bróður Audda Blöndal) og hún hugsaði, „ég er nóg – og mér er nóg boðið“ og hún fór fram á það að málverk af berum kvenmanni yrði fjarlægt úr musteri mammons. Er í því framhaldi rétt að minna á hið gamla spakmæli: „Þú skalt ekki aðra guði hafa.“ Gunnlaugur Blöndal málaði reyndar líka konur í fötum, en var þá ekki bara til þess að koma af stað saurugum hugsunum hjá okkar sem á horfðum, um það hvernig þær væru fatalausar? Svo voru konurnar gjarna að verka allsbera síld á þeim myndum – ellegar vaska kviknakinn flattan þorsk. Ég sá berstrípuð hross úti í haga í gær, þau misbuðu blygðunarkennd minni, þau voru nefnilega að ríða – sjálf altso. Mannlaus. Ég mun í framhaldinu hafa samband við sláturleyfishafa um land allt, en græt um leið að ekkert af komandi hrossakjöti getur farið í bjúgu – næg er nú tittlingadýrkunin. Seðlabanki Íslands hefur löngum verið hof kláms og hamslausrar frygðar. Eða hver kannast ekki við mánaðarlegar orgíur peningastefnunefndar og bersöglar frásagnir hennar af stýrivöxtum með stöðuga standpínu? En nú er Gunnlaugur Blöndal á braut. Það veit á gott.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun