Attenborough í Davos: Erfitt að ofmeta loftslagsvána Kjartan Kjartansson skrifar 22. janúar 2019 23:30 Attenborough, sem er á tíræðisaldri, ræddi við Vilhjálm Bretaprins um loftslagsmál í Davos í dag. Vísir/EPA Mannkynið á það á hættu að ganga af náttúrunni dauðri, að mati Davids Attenborough, breska náttúrufræðingsins og náttúrulífskvikmyndagerðarmannsins. Á efnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss sagði Attenborough að erfitt væri að ofmeta hættuna af loftslagsbreytingum af völdum manna. Meðalhiti jarðar hefur hækkað um eina gráðu frá því fyrir iðnbyltingu og vísindamenn telja að hlýnunin gæti náð þremur gráðum eða meira fyrir lok aldarinnar dragi menn ekki hratt úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. Hlýnuninni fylgi hækkun sjávarstöðu, verri þurrkar og auknar veðuröfgar svo eitthvað sé nefnt. Attenborough ræddi við Vilhjálm Bretaprins á sviði í Davos í dag og lagði þar mikla áherslu á loftslagsvandann. Þrátt fyrir að mannkynið kæmist nú víðar um jörðina og geiminn en nokkru sinni áður hefði það aldrei verið eins úr snertingu við náttúruna. „Við erum núna svo mörg, svo máttug, svo alltumlykjandi, tækin sem við höfum til eyðileggingar eru svo umfangsmikil og svo ógnvekjandi að við getum útrýmt heilu vistkerfunum án þess að taka eftir því,“ sagði hann við prinsinn.Ákvarðanir nú hafa áhrif þúsundir ára inn í framtíðina Í ávarpi fyrr um daginn varaði Attenborough, sem er 92 ára gamall, við því að „Eden væri á enda runnið“ og hvatti þjóðarleiðtoga og viðskiptaforkólfa til að grípa til aðgerða gegn loftslagsbreytingum. Sagði hann vera bókstaflega frá annarri öld. „Ég fæddist í nútímanum, tólf þúsund ára tímabili stöðugs loftslags sem gerði mönnum kleift að nema land, stunda landbúnað og skapa siðmenningu,“ sagði Attenborough og vísaði til jarðsögutímabilsins nútímans. „Nútíminn er á enda runninn. Edengarður er ekki lengur til staðar. Við höfum breytt heiminum svo mikið að vísindamenn segja að við séum á nýju jarðsögulegu tímabili: mannöldinni, öld mannsins,“ sagði Attenborough sem tók við Kristalsverðlaununum svonefndu á ráðstefnunni fyrir forystu sína í umhverfismálum. Menn þyrftu að grípa strax til aðgerða til að búa til heim með hreinna lofti og vatni, óþrjótandi orku og sjálfbærum fiskistofnum. Sameinuðu þjóðirnar yrðu að taka ákvarðanir um loftslagsaðgerðir, sjálfbæra þróun og nýjan sáttamála í þágu náttúrunnar. „Það sem við gerum núna, og á næstu árum, mun hafa djúpstæð áhrif á næstu nokkur þúsund árin,“ sagði hann. Ekki virðast allir ráðstefnugestir hafa tileinkað sér varnaðarorð Attenborough. Breska blaðið The Guardian hefur eftir sérfræðingum að líklega verði slegið met fyrir komur einkaþotna á ráðstefnuna í Davos í ár. Fleiri en 1.300 einkaflugferðir voru skráðar í kringum ráðstefnuna í fyrra og höfðu aldrei verið fleiri. Í ár er búist við því að fjöldinn verði nær 1.500. Bretland Loftslagsmál Sviss Tengdar fréttir Attenborough varar þjóðarleiðtoga við hruni siðmenningar manna Enski náttúrufræðingurinn var málsvari íbúa jarðar á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Póllandi. Sagði hann loftslagsbreytingar stærstu ógn mannkyns í árþúsundir. 3. desember 2018 13:54 Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Innlent Fleiri fréttir Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Sjá meira
Mannkynið á það á hættu að ganga af náttúrunni dauðri, að mati Davids Attenborough, breska náttúrufræðingsins og náttúrulífskvikmyndagerðarmannsins. Á efnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss sagði Attenborough að erfitt væri að ofmeta hættuna af loftslagsbreytingum af völdum manna. Meðalhiti jarðar hefur hækkað um eina gráðu frá því fyrir iðnbyltingu og vísindamenn telja að hlýnunin gæti náð þremur gráðum eða meira fyrir lok aldarinnar dragi menn ekki hratt úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. Hlýnuninni fylgi hækkun sjávarstöðu, verri þurrkar og auknar veðuröfgar svo eitthvað sé nefnt. Attenborough ræddi við Vilhjálm Bretaprins á sviði í Davos í dag og lagði þar mikla áherslu á loftslagsvandann. Þrátt fyrir að mannkynið kæmist nú víðar um jörðina og geiminn en nokkru sinni áður hefði það aldrei verið eins úr snertingu við náttúruna. „Við erum núna svo mörg, svo máttug, svo alltumlykjandi, tækin sem við höfum til eyðileggingar eru svo umfangsmikil og svo ógnvekjandi að við getum útrýmt heilu vistkerfunum án þess að taka eftir því,“ sagði hann við prinsinn.Ákvarðanir nú hafa áhrif þúsundir ára inn í framtíðina Í ávarpi fyrr um daginn varaði Attenborough, sem er 92 ára gamall, við því að „Eden væri á enda runnið“ og hvatti þjóðarleiðtoga og viðskiptaforkólfa til að grípa til aðgerða gegn loftslagsbreytingum. Sagði hann vera bókstaflega frá annarri öld. „Ég fæddist í nútímanum, tólf þúsund ára tímabili stöðugs loftslags sem gerði mönnum kleift að nema land, stunda landbúnað og skapa siðmenningu,“ sagði Attenborough og vísaði til jarðsögutímabilsins nútímans. „Nútíminn er á enda runninn. Edengarður er ekki lengur til staðar. Við höfum breytt heiminum svo mikið að vísindamenn segja að við séum á nýju jarðsögulegu tímabili: mannöldinni, öld mannsins,“ sagði Attenborough sem tók við Kristalsverðlaununum svonefndu á ráðstefnunni fyrir forystu sína í umhverfismálum. Menn þyrftu að grípa strax til aðgerða til að búa til heim með hreinna lofti og vatni, óþrjótandi orku og sjálfbærum fiskistofnum. Sameinuðu þjóðirnar yrðu að taka ákvarðanir um loftslagsaðgerðir, sjálfbæra þróun og nýjan sáttamála í þágu náttúrunnar. „Það sem við gerum núna, og á næstu árum, mun hafa djúpstæð áhrif á næstu nokkur þúsund árin,“ sagði hann. Ekki virðast allir ráðstefnugestir hafa tileinkað sér varnaðarorð Attenborough. Breska blaðið The Guardian hefur eftir sérfræðingum að líklega verði slegið met fyrir komur einkaþotna á ráðstefnuna í Davos í ár. Fleiri en 1.300 einkaflugferðir voru skráðar í kringum ráðstefnuna í fyrra og höfðu aldrei verið fleiri. Í ár er búist við því að fjöldinn verði nær 1.500.
Bretland Loftslagsmál Sviss Tengdar fréttir Attenborough varar þjóðarleiðtoga við hruni siðmenningar manna Enski náttúrufræðingurinn var málsvari íbúa jarðar á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Póllandi. Sagði hann loftslagsbreytingar stærstu ógn mannkyns í árþúsundir. 3. desember 2018 13:54 Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Innlent Fleiri fréttir Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Sjá meira
Attenborough varar þjóðarleiðtoga við hruni siðmenningar manna Enski náttúrufræðingurinn var málsvari íbúa jarðar á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Póllandi. Sagði hann loftslagsbreytingar stærstu ógn mannkyns í árþúsundir. 3. desember 2018 13:54