Attenborough í Davos: Erfitt að ofmeta loftslagsvána Kjartan Kjartansson skrifar 22. janúar 2019 23:30 Attenborough, sem er á tíræðisaldri, ræddi við Vilhjálm Bretaprins um loftslagsmál í Davos í dag. Vísir/EPA Mannkynið á það á hættu að ganga af náttúrunni dauðri, að mati Davids Attenborough, breska náttúrufræðingsins og náttúrulífskvikmyndagerðarmannsins. Á efnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss sagði Attenborough að erfitt væri að ofmeta hættuna af loftslagsbreytingum af völdum manna. Meðalhiti jarðar hefur hækkað um eina gráðu frá því fyrir iðnbyltingu og vísindamenn telja að hlýnunin gæti náð þremur gráðum eða meira fyrir lok aldarinnar dragi menn ekki hratt úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. Hlýnuninni fylgi hækkun sjávarstöðu, verri þurrkar og auknar veðuröfgar svo eitthvað sé nefnt. Attenborough ræddi við Vilhjálm Bretaprins á sviði í Davos í dag og lagði þar mikla áherslu á loftslagsvandann. Þrátt fyrir að mannkynið kæmist nú víðar um jörðina og geiminn en nokkru sinni áður hefði það aldrei verið eins úr snertingu við náttúruna. „Við erum núna svo mörg, svo máttug, svo alltumlykjandi, tækin sem við höfum til eyðileggingar eru svo umfangsmikil og svo ógnvekjandi að við getum útrýmt heilu vistkerfunum án þess að taka eftir því,“ sagði hann við prinsinn.Ákvarðanir nú hafa áhrif þúsundir ára inn í framtíðina Í ávarpi fyrr um daginn varaði Attenborough, sem er 92 ára gamall, við því að „Eden væri á enda runnið“ og hvatti þjóðarleiðtoga og viðskiptaforkólfa til að grípa til aðgerða gegn loftslagsbreytingum. Sagði hann vera bókstaflega frá annarri öld. „Ég fæddist í nútímanum, tólf þúsund ára tímabili stöðugs loftslags sem gerði mönnum kleift að nema land, stunda landbúnað og skapa siðmenningu,“ sagði Attenborough og vísaði til jarðsögutímabilsins nútímans. „Nútíminn er á enda runninn. Edengarður er ekki lengur til staðar. Við höfum breytt heiminum svo mikið að vísindamenn segja að við séum á nýju jarðsögulegu tímabili: mannöldinni, öld mannsins,“ sagði Attenborough sem tók við Kristalsverðlaununum svonefndu á ráðstefnunni fyrir forystu sína í umhverfismálum. Menn þyrftu að grípa strax til aðgerða til að búa til heim með hreinna lofti og vatni, óþrjótandi orku og sjálfbærum fiskistofnum. Sameinuðu þjóðirnar yrðu að taka ákvarðanir um loftslagsaðgerðir, sjálfbæra þróun og nýjan sáttamála í þágu náttúrunnar. „Það sem við gerum núna, og á næstu árum, mun hafa djúpstæð áhrif á næstu nokkur þúsund árin,“ sagði hann. Ekki virðast allir ráðstefnugestir hafa tileinkað sér varnaðarorð Attenborough. Breska blaðið The Guardian hefur eftir sérfræðingum að líklega verði slegið met fyrir komur einkaþotna á ráðstefnuna í Davos í ár. Fleiri en 1.300 einkaflugferðir voru skráðar í kringum ráðstefnuna í fyrra og höfðu aldrei verið fleiri. Í ár er búist við því að fjöldinn verði nær 1.500. Bretland Loftslagsmál Sviss Tengdar fréttir Attenborough varar þjóðarleiðtoga við hruni siðmenningar manna Enski náttúrufræðingurinn var málsvari íbúa jarðar á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Póllandi. Sagði hann loftslagsbreytingar stærstu ógn mannkyns í árþúsundir. 3. desember 2018 13:54 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Mannkynið á það á hættu að ganga af náttúrunni dauðri, að mati Davids Attenborough, breska náttúrufræðingsins og náttúrulífskvikmyndagerðarmannsins. Á efnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss sagði Attenborough að erfitt væri að ofmeta hættuna af loftslagsbreytingum af völdum manna. Meðalhiti jarðar hefur hækkað um eina gráðu frá því fyrir iðnbyltingu og vísindamenn telja að hlýnunin gæti náð þremur gráðum eða meira fyrir lok aldarinnar dragi menn ekki hratt úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. Hlýnuninni fylgi hækkun sjávarstöðu, verri þurrkar og auknar veðuröfgar svo eitthvað sé nefnt. Attenborough ræddi við Vilhjálm Bretaprins á sviði í Davos í dag og lagði þar mikla áherslu á loftslagsvandann. Þrátt fyrir að mannkynið kæmist nú víðar um jörðina og geiminn en nokkru sinni áður hefði það aldrei verið eins úr snertingu við náttúruna. „Við erum núna svo mörg, svo máttug, svo alltumlykjandi, tækin sem við höfum til eyðileggingar eru svo umfangsmikil og svo ógnvekjandi að við getum útrýmt heilu vistkerfunum án þess að taka eftir því,“ sagði hann við prinsinn.Ákvarðanir nú hafa áhrif þúsundir ára inn í framtíðina Í ávarpi fyrr um daginn varaði Attenborough, sem er 92 ára gamall, við því að „Eden væri á enda runnið“ og hvatti þjóðarleiðtoga og viðskiptaforkólfa til að grípa til aðgerða gegn loftslagsbreytingum. Sagði hann vera bókstaflega frá annarri öld. „Ég fæddist í nútímanum, tólf þúsund ára tímabili stöðugs loftslags sem gerði mönnum kleift að nema land, stunda landbúnað og skapa siðmenningu,“ sagði Attenborough og vísaði til jarðsögutímabilsins nútímans. „Nútíminn er á enda runninn. Edengarður er ekki lengur til staðar. Við höfum breytt heiminum svo mikið að vísindamenn segja að við séum á nýju jarðsögulegu tímabili: mannöldinni, öld mannsins,“ sagði Attenborough sem tók við Kristalsverðlaununum svonefndu á ráðstefnunni fyrir forystu sína í umhverfismálum. Menn þyrftu að grípa strax til aðgerða til að búa til heim með hreinna lofti og vatni, óþrjótandi orku og sjálfbærum fiskistofnum. Sameinuðu þjóðirnar yrðu að taka ákvarðanir um loftslagsaðgerðir, sjálfbæra þróun og nýjan sáttamála í þágu náttúrunnar. „Það sem við gerum núna, og á næstu árum, mun hafa djúpstæð áhrif á næstu nokkur þúsund árin,“ sagði hann. Ekki virðast allir ráðstefnugestir hafa tileinkað sér varnaðarorð Attenborough. Breska blaðið The Guardian hefur eftir sérfræðingum að líklega verði slegið met fyrir komur einkaþotna á ráðstefnuna í Davos í ár. Fleiri en 1.300 einkaflugferðir voru skráðar í kringum ráðstefnuna í fyrra og höfðu aldrei verið fleiri. Í ár er búist við því að fjöldinn verði nær 1.500.
Bretland Loftslagsmál Sviss Tengdar fréttir Attenborough varar þjóðarleiðtoga við hruni siðmenningar manna Enski náttúrufræðingurinn var málsvari íbúa jarðar á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Póllandi. Sagði hann loftslagsbreytingar stærstu ógn mannkyns í árþúsundir. 3. desember 2018 13:54 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Attenborough varar þjóðarleiðtoga við hruni siðmenningar manna Enski náttúrufræðingurinn var málsvari íbúa jarðar á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Póllandi. Sagði hann loftslagsbreytingar stærstu ógn mannkyns í árþúsundir. 3. desember 2018 13:54