„Ekkert óeðlilegt að það verði smá tveggja prósenta niðursveifla af ferðamönnum til landsins“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 29. janúar 2019 20:15 Farþegum sem fara um Keflavíkurflugvöll mun fækka um tæp tíu prósent á þessu ári samanborið við síðasta ár gangi farþegaspá Isavia eftir sem kynnt var í dag. Framkvæmdastjóri Íslandsstofu segir fækkun erlendra ferðamanna hingað til lands ekki áhyggjuefni fyrir ferðaþjónustuna. Farþegaspáin fyrir árið 2019 sýnir í fyrsta skipti í áratug fækkun farþega á milli ára en vaxtarskeið flugvallarins hófst 2009. Samdrátturinn nú er rakinn til minna framboðs á flugi en undanfarin ár. Fækkunin milli áranna 2018 og 2019 nemur 8,7 prósentum og á við um alla þá sem fara um Keflavíkurflugvöll en þeir voru 9,8 milljón farþega í fyrra. Í ár er gert ráð fyrir að þeir verði 8,95 milljónir eða tæplega milljón færri.Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia kynnti farþegaspá Keflavíkurflugvallar, fyrir arið 2019 í morgunVísir/Vilhelm„Markaðurinn er erfiður og við höfum séð það síðastliðið ár. það hafa mörg flugfélög kvatt okkur, nú síðast Primera,“ segir Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia. Engu að síður var árið 2018 þar stærsta í sögu flugvallarins með tilliti til þeirra sem um völlinn fóru. „Ég held að við séum að fara inn ákveðið tímabil þar sem að menn eru að jafna sig, minnka kostnað og styrkja sig fyrir næstu árin,“ segir Björn Óli. Í farþegaspánni er gert ráð fyrir að mesta fækkunin verði skiptifarþegum eða um 18,7 prósent á meðan fækkun komufarþega verði 2,1% og brottfararfarþega 2,2%. Þá er því spáð að fækkun verði í komu erlendra ferðamanna til landsins sem nemi 2,4 prósentum. Fer úr tæplega tveimur milljónum þrjú hundruð og sextán þúsund farþegum niður í tvær milljónir tvö hundruð sextíu og eitt þúsund farþega. Forstjóri Isavia segir þetta eðlilega sveiflu. „Keflavíkurflugvöllur er sá flugvöllur í Evrópu sem hefur stækkað mest síðustu tíu árin og ekkert óeðlilegt að það verði smá tveggja prósenta niðursveifla af ferðamönnum til landsins,“ segir Björn Óli.Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri ÍslandsstofuVísir/VilhelmFramkvæmdastjóri Íslandsstofu segir fækkun erlendra ferðamanna til Íslands á þessu ári ekki vera áhyggjuefni. „Ég held að það sé ekki sérstakt áhyggjuefni fyrir ferðaþjónustuna að ferðamönnum fækki þetta lítið í raun og veru. Ég held hins vegar að það séu ýmsar blikur á lofti í íslenskri ferðaþjónustu, kostnaður hefur auðvitað hækkað mjög mikið og við erum að sjá aðeins breytingu á dreifingu ferðamanna um landið og yfir árið og ég held að það séu frekar ástæður til þess að hafa áhyggjur af því,“ sagði Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Bein útsending: Farþegaspá Keflavíkurflugvallar 2019 Isavia boðar til morgunfundar á Hilton Reykjavík Nordica í dag klukkan 8:30. 29. janúar 2019 08:00 Spá því að milljón færri farþegar fari um Keflavíkurflugvöll í ár heldur en í fyrra Í fyrra fóru alls 9,8 milljónir farþega um Keflavíkurflugvöll en farþegaspáin í ár gerir ráð fyrir að farþegarnir verði um 8,9 milljónir. 29. janúar 2019 09:08 Fækkun farþega um Keflavíkurflugvöll eðlileg niðursveifla Fjöldi farþega sem fór um Keflavíkurflugvöll árið 2018 aldrei verið meiri 29. janúar 2019 11:54 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent Fleiri fréttir Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Sjá meira
Farþegum sem fara um Keflavíkurflugvöll mun fækka um tæp tíu prósent á þessu ári samanborið við síðasta ár gangi farþegaspá Isavia eftir sem kynnt var í dag. Framkvæmdastjóri Íslandsstofu segir fækkun erlendra ferðamanna hingað til lands ekki áhyggjuefni fyrir ferðaþjónustuna. Farþegaspáin fyrir árið 2019 sýnir í fyrsta skipti í áratug fækkun farþega á milli ára en vaxtarskeið flugvallarins hófst 2009. Samdrátturinn nú er rakinn til minna framboðs á flugi en undanfarin ár. Fækkunin milli áranna 2018 og 2019 nemur 8,7 prósentum og á við um alla þá sem fara um Keflavíkurflugvöll en þeir voru 9,8 milljón farþega í fyrra. Í ár er gert ráð fyrir að þeir verði 8,95 milljónir eða tæplega milljón færri.Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia kynnti farþegaspá Keflavíkurflugvallar, fyrir arið 2019 í morgunVísir/Vilhelm„Markaðurinn er erfiður og við höfum séð það síðastliðið ár. það hafa mörg flugfélög kvatt okkur, nú síðast Primera,“ segir Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia. Engu að síður var árið 2018 þar stærsta í sögu flugvallarins með tilliti til þeirra sem um völlinn fóru. „Ég held að við séum að fara inn ákveðið tímabil þar sem að menn eru að jafna sig, minnka kostnað og styrkja sig fyrir næstu árin,“ segir Björn Óli. Í farþegaspánni er gert ráð fyrir að mesta fækkunin verði skiptifarþegum eða um 18,7 prósent á meðan fækkun komufarþega verði 2,1% og brottfararfarþega 2,2%. Þá er því spáð að fækkun verði í komu erlendra ferðamanna til landsins sem nemi 2,4 prósentum. Fer úr tæplega tveimur milljónum þrjú hundruð og sextán þúsund farþegum niður í tvær milljónir tvö hundruð sextíu og eitt þúsund farþega. Forstjóri Isavia segir þetta eðlilega sveiflu. „Keflavíkurflugvöllur er sá flugvöllur í Evrópu sem hefur stækkað mest síðustu tíu árin og ekkert óeðlilegt að það verði smá tveggja prósenta niðursveifla af ferðamönnum til landsins,“ segir Björn Óli.Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri ÍslandsstofuVísir/VilhelmFramkvæmdastjóri Íslandsstofu segir fækkun erlendra ferðamanna til Íslands á þessu ári ekki vera áhyggjuefni. „Ég held að það sé ekki sérstakt áhyggjuefni fyrir ferðaþjónustuna að ferðamönnum fækki þetta lítið í raun og veru. Ég held hins vegar að það séu ýmsar blikur á lofti í íslenskri ferðaþjónustu, kostnaður hefur auðvitað hækkað mjög mikið og við erum að sjá aðeins breytingu á dreifingu ferðamanna um landið og yfir árið og ég held að það séu frekar ástæður til þess að hafa áhyggjur af því,“ sagði Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Bein útsending: Farþegaspá Keflavíkurflugvallar 2019 Isavia boðar til morgunfundar á Hilton Reykjavík Nordica í dag klukkan 8:30. 29. janúar 2019 08:00 Spá því að milljón færri farþegar fari um Keflavíkurflugvöll í ár heldur en í fyrra Í fyrra fóru alls 9,8 milljónir farþega um Keflavíkurflugvöll en farþegaspáin í ár gerir ráð fyrir að farþegarnir verði um 8,9 milljónir. 29. janúar 2019 09:08 Fækkun farþega um Keflavíkurflugvöll eðlileg niðursveifla Fjöldi farþega sem fór um Keflavíkurflugvöll árið 2018 aldrei verið meiri 29. janúar 2019 11:54 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent Fleiri fréttir Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Sjá meira
Bein útsending: Farþegaspá Keflavíkurflugvallar 2019 Isavia boðar til morgunfundar á Hilton Reykjavík Nordica í dag klukkan 8:30. 29. janúar 2019 08:00
Spá því að milljón færri farþegar fari um Keflavíkurflugvöll í ár heldur en í fyrra Í fyrra fóru alls 9,8 milljónir farþega um Keflavíkurflugvöll en farþegaspáin í ár gerir ráð fyrir að farþegarnir verði um 8,9 milljónir. 29. janúar 2019 09:08
Fækkun farþega um Keflavíkurflugvöll eðlileg niðursveifla Fjöldi farþega sem fór um Keflavíkurflugvöll árið 2018 aldrei verið meiri 29. janúar 2019 11:54