Endalaust raus Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 12. janúar 2019 10:30 Samfélagsumræðan væri frjórri ef sum nettröllin og einstaka stjórnmálamenn temdu sér meiri auðmýkt og segðu oftar: Ég bara veit það ekki. Fólk sem dag hvern tjáir einarða afstöðu og þykist hafa allt á hreinu, er sjaldan trúverðugt. Enda fellur það æ ofan í æ á prófinu ef rýnt er í málflutninginn. Karl Th. Birgisson, blaðamaður og rithöfundur, fjallaði nýlega um einstaklinga sem fylla þennan flokk. Hann segir á Facebook: „Kominn heim að loknum löngum degi og skrolla yfir facebook. Að vanda skammta Gunnar Smári og Hannes Hólmsteinn okkur hæfilegt skrum og staðreyndavillur, annar æstari en hinn, sem hefur áratugalanga þjálfun í orðskrúði á kostnað skattgreiðenda. Svartsýni púkinn á hægri öxlinni segir: „Svaraðu þeim með meitlaðri grein.“ Jákvæði púkinn á vinstri öxlinni segir: „Þetta líður hjá. Eins og Trump. Og flensan.“ – Reynslan segir að hyggilegast sé að sofa á þessu, en Smári og Hannes eru samt eins og fjölónæmar bakteríur. Þeir hætta aldrei að valda okkur óumbeðinni vitsmunalegri kvefpest.” Oft tekst afkastamiklum oflátungum að eigna sér prýðisgóðan málstað, gerast sjálfskipuð brjóstvörn hans og vinna honum tjón frekar en gagn. Stundum eina hugsjón í dag og aðra á morgun. Ekki ber að lasta fólk fyrir að skipta um skoðun. En þá þarf að kannast við fyrri skoðanir. Ekki síst þegar sjálfsagðar gjörðir fyrra lífs verða ljótar misgjörðir eftir skoðanaskiptin. Furðu sætir að fjöldahreyfingar, sem lúta reglum lýðræðis og kjósa sér forystu, hirða lítið um að hrista af sér slíka talsmenn. Einstaklingar eru misvel í stakk búnir til að messa yfir fólki. Fortíðin skiptir máli. Ef marga snögga bletti er að finna á viðkomandi miðað við það sem hann boðar getur verið betra, málstaðarins vegna, að hafa hægt um sig. Frjálshyggjumaður sem gerir út á kerfið í skjóli ráðamanna, sem útdeila skattfé, er skotmark. Með líku lagi liggur stóryrtur sósíalistaforingi, sem altalað er að hafi stundum snuðað starfsfólk sitt í fyrra lífi – lífi atvinnurekandans, vel við höggi. Þeir eru á báti með þingmanninum sem ekur hring eftir hring á okkar kostnað án þess að takast að sannfæra nokkurn mann um lögmætt erindi bíltúrsins. Hann varð sjálfkrafa skotspónn sem drepur heilbrigðri stjórnmálaumræðu á dreif. Sexmenningarnir á barnum Klaustri eru sama marki brenndir. Þetta snýst um réttmætar tilfinningar fólks. Í nálægum löndum er virðing borin fyrir slíku. Fólk í trúnaðarstörfum dregur sig í hlé þegar það verður of umdeilt fyrir annað en málefnin sem tekist er á um. Sé starfsfriði ógnað af þeirra völdum finnur það á eigin skinni að það þjóni málstaðnum best að hverfa á braut í von um að endalaust rausið fjari út. Þau skynja að þau sjálf eru tilefnið. Með slíku raunsæi má endurvinna traust. Regla hópíþróttanna – enginn einstaklingur er stærri en liðið – er góð viðmiðun. Svo má leitast við að gera hreint fyrir sínum dyrum og stíga inn á völlinn á ný. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Samfélagsumræðan væri frjórri ef sum nettröllin og einstaka stjórnmálamenn temdu sér meiri auðmýkt og segðu oftar: Ég bara veit það ekki. Fólk sem dag hvern tjáir einarða afstöðu og þykist hafa allt á hreinu, er sjaldan trúverðugt. Enda fellur það æ ofan í æ á prófinu ef rýnt er í málflutninginn. Karl Th. Birgisson, blaðamaður og rithöfundur, fjallaði nýlega um einstaklinga sem fylla þennan flokk. Hann segir á Facebook: „Kominn heim að loknum löngum degi og skrolla yfir facebook. Að vanda skammta Gunnar Smári og Hannes Hólmsteinn okkur hæfilegt skrum og staðreyndavillur, annar æstari en hinn, sem hefur áratugalanga þjálfun í orðskrúði á kostnað skattgreiðenda. Svartsýni púkinn á hægri öxlinni segir: „Svaraðu þeim með meitlaðri grein.“ Jákvæði púkinn á vinstri öxlinni segir: „Þetta líður hjá. Eins og Trump. Og flensan.“ – Reynslan segir að hyggilegast sé að sofa á þessu, en Smári og Hannes eru samt eins og fjölónæmar bakteríur. Þeir hætta aldrei að valda okkur óumbeðinni vitsmunalegri kvefpest.” Oft tekst afkastamiklum oflátungum að eigna sér prýðisgóðan málstað, gerast sjálfskipuð brjóstvörn hans og vinna honum tjón frekar en gagn. Stundum eina hugsjón í dag og aðra á morgun. Ekki ber að lasta fólk fyrir að skipta um skoðun. En þá þarf að kannast við fyrri skoðanir. Ekki síst þegar sjálfsagðar gjörðir fyrra lífs verða ljótar misgjörðir eftir skoðanaskiptin. Furðu sætir að fjöldahreyfingar, sem lúta reglum lýðræðis og kjósa sér forystu, hirða lítið um að hrista af sér slíka talsmenn. Einstaklingar eru misvel í stakk búnir til að messa yfir fólki. Fortíðin skiptir máli. Ef marga snögga bletti er að finna á viðkomandi miðað við það sem hann boðar getur verið betra, málstaðarins vegna, að hafa hægt um sig. Frjálshyggjumaður sem gerir út á kerfið í skjóli ráðamanna, sem útdeila skattfé, er skotmark. Með líku lagi liggur stóryrtur sósíalistaforingi, sem altalað er að hafi stundum snuðað starfsfólk sitt í fyrra lífi – lífi atvinnurekandans, vel við höggi. Þeir eru á báti með þingmanninum sem ekur hring eftir hring á okkar kostnað án þess að takast að sannfæra nokkurn mann um lögmætt erindi bíltúrsins. Hann varð sjálfkrafa skotspónn sem drepur heilbrigðri stjórnmálaumræðu á dreif. Sexmenningarnir á barnum Klaustri eru sama marki brenndir. Þetta snýst um réttmætar tilfinningar fólks. Í nálægum löndum er virðing borin fyrir slíku. Fólk í trúnaðarstörfum dregur sig í hlé þegar það verður of umdeilt fyrir annað en málefnin sem tekist er á um. Sé starfsfriði ógnað af þeirra völdum finnur það á eigin skinni að það þjóni málstaðnum best að hverfa á braut í von um að endalaust rausið fjari út. Þau skynja að þau sjálf eru tilefnið. Með slíku raunsæi má endurvinna traust. Regla hópíþróttanna – enginn einstaklingur er stærri en liðið – er góð viðmiðun. Svo má leitast við að gera hreint fyrir sínum dyrum og stíga inn á völlinn á ný.
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun