Frá Brexit til Íslands Þorvaldur Gylfason skrifar 17. janúar 2019 07:00 Reykjavík – Evrópusambandið var stofnað til að standa vörð um nýfenginn frið í álfunni eftir heimsstyrjöldina síðari. Sambandinu var ætlað að girða fyrir árekstra og efla sætti meðal ólíkra þjóða sem búa þröngt á tiltölulega litlu landsvæði og höfðu öldum saman eldað grátt silfur með miklu mannfalli. Fyrsta skrefið var að setja auðlindir Frakklands og Þýzkalands undir einn hatt með stofnun Kola- og stálbandalags Evrópu 1952. Þetta er gamla sagan um að standa saman frekar en að falla. Reynslan sýnir að náttúruauðlindir geta leitt af sér ófrið sé þeim illa stjórnað og sé afrakstrinum misskipt. Ástandið í Austurlöndum nær og víðar vitnar um vandann.Samstjórn, sérstjórn Kola- og stálbandalagið þótti gefast vel. Samstarfið var smám saman víkkað út. Friðarbandalagið varð einnig að efnahagsbandalagi. Landamæri voru lögð niður: Viðskipti með vörur, þjónustu, vinnuafl og fjármagn milli landa urðu jafnfrjáls 1992 og slík viðskipti eru innan hvers lands fyrir sig. Landamæri innan ESB urðu í reyndinni eins og hreppamörk. Vandinn var að finna og feta meðalveginn milli samstjórnar sumra mála á sameiginlegum vettvangi og sérstjórnar annarra mála í hverju landi fyrir sig. Þetta var svipuð þraut og Bandaríkjamenn höfðu glímt við eftir byltinguna gegn Bretum 1775-1783. Hvar átti að draga mörkin milli valdsviðs alríkisstjórnarinnar og einstakra fylkisstjórna? Stjórnarskráin telst ekki leyfa einstökum fylkjum að segja sig úr lögum við Bandaríkin. Tilraun ellefu fylkja til úrsagnar 1861 leiddi til borgarastyrjaldar. Evrópulöndin hafa vitandi vits gengið skemmra í sameiningarátt en Bandaríkin. ESB er enn sem komið er frekar laustengt ríkjasamband, en Bandaríkin eru fastskorðað sambandsríki. Aðildarlöndum ESB er heimilt að yfirgefa sambandið. Engin þjóð hefur þó hingað til sagt sig úr ESB nema Grænlendingar. Þeir ákváðu með 53% atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu 1982 að segja sig úr ESB í kjölfar fiskveiðideilu. Úrsögnin gekk í gildi 1985. Sem þegnar dönsku krúnunnar eru Grænlendingar þó ESB-borgarar eftir sem áður. Grænland er þar að auki evruland í reynd þar eð Grænlendingar nota dönsku krónuna líkt og Færeyingar og hún er rígbundin við evruna skv. ákvörðun Seðlabanka Danmerkur.Fjölgun úr sex í 28 Aðildarríkjum ESB fjölgaði með tímanum úr sex í 28 enda hefur ESB vegnað vel. Kaupmáttur þjóðartekna á mann í ESB-löndum hefur frá 1990 vaxið úr 63% í 68% af kaupmætti þjóðartekna á mann í Bandaríkjunum þótt mörg ný aðildarlönd hafi dregið niður meðaltalið innan ESB. Meðalævi íbúa ESB-landanna er nú tveim árum lengri en í Bandaríkjunum en hún var hálfu ári skemmri 1960. Þrátt fyrir vandræði síðustu ára er stuðningur almennings við aðild að ESB nú meiri en hann hefur verið um langt skeið. Tveir af hverjum þrem íbúum ESB-landanna á heildina litið telja land sitt hafa notið góðs af aðild skv. Hagstofu ESB. Ítalía er eina landið þar sem innan við helmingur aðspurðra (44%) telur landið hafa notið góðs af aðild. Þessi hópur er þó ívið stærri en hópur þeirra Ítala sem telja landið ekki hafa notið góðs af aðild (41%). Í öllum hinum aðildarlöndunum 27 telur meiri hlutinn land sitt hafa notið góðs af. Hlutfallið nær frá 53% í Bretlandi upp í 94% á Möltu.Hvað um Bretland? Takið eftir þessu: 53% Breta telja land sitt hafa notið góðs af ESB-aðild meðan 28% Breta telja landið ekki hafa gert það. Hlutfallið er næstum tveir gegn einum. Könnunin var gerð 2018, tveim árum eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna 2016 þar sem 52% kjósenda greiddu atkvæði með úrsögn úr ESB. Þótt meiri hluti þingsins í London sé andvígur úrsögn dettur fáum þar í hug að þingið geti leyft sér að taka ráðin af kjósendum. Brezkir þingmenn bera flestir virðingu fyrir lýðræði. Þingið hefur þó haldið illa á málinu. Fyrr í vikunni hafnaði þingið úrsagnarsamningi Theresu May forsætisráðherra við ESB með yfirgnæfandi meiri hluta. Við blasir því að Bretar yfirgefi sambandið án samnings í lok marz. Slík endalok myndu valda glundroða og miklu fjártjóni. Þess vegna hlýtur þingið að reyna að finna aðra leið, annaðhvort frestun útgöngunnar eða frekari undanslætti sem óvíst er að ESB geti fallizt á eða þá nýja atkvæðagreiðslu eftir þeirri hugsun að enginn getur haggað úrslitum þjóðaratkvæðis nema þjóðin sjálf. Þetta væri þó þrautalending þar eð niðurstöðu þjóðaratkvæðis ber að virða hvernig sem allt veltur. Réttast væri að Bretar gengju út, tækju skellinn og skoðuðu hug sinn upp á nýtt að nokkrum árum liðnum.Tvíþætt valdarán Mjög hallar á Alþingi í samanburði við brezka þingið. Alþingi hefur nú í bráðum sjö ár hunzað niðurstöðu þjóðaratkvæðis um nýja stjórnarskrá 2012. Alþingi treystir sér ekki til að halda nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um málið því þingmenn vita að stjórnarskrá eins og þeir vilja margir hafa hana, án jafns vægis atkvæða og án virks ákvæðis um auðlindir í þjóðareigu, myndi aldrei hljóta samþykki kjósenda. Valdarán Alþingis er tvíþætt. Þingið hunzar þjóðaratkvæðagreiðslu sem þegar hefur farið fram án þess að geta haldið aðra líkt og brezka þingið gæti gert. Fólkið í landinu á því ekki annarra kosta völ en að leysa frá störfum við fyrsta tækifæri alla þá menn og flokka sem hafa brugðizt í stjórnarskrármálinu, brýnasta hagsmunamáli þjóðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Sjá meira
Reykjavík – Evrópusambandið var stofnað til að standa vörð um nýfenginn frið í álfunni eftir heimsstyrjöldina síðari. Sambandinu var ætlað að girða fyrir árekstra og efla sætti meðal ólíkra þjóða sem búa þröngt á tiltölulega litlu landsvæði og höfðu öldum saman eldað grátt silfur með miklu mannfalli. Fyrsta skrefið var að setja auðlindir Frakklands og Þýzkalands undir einn hatt með stofnun Kola- og stálbandalags Evrópu 1952. Þetta er gamla sagan um að standa saman frekar en að falla. Reynslan sýnir að náttúruauðlindir geta leitt af sér ófrið sé þeim illa stjórnað og sé afrakstrinum misskipt. Ástandið í Austurlöndum nær og víðar vitnar um vandann.Samstjórn, sérstjórn Kola- og stálbandalagið þótti gefast vel. Samstarfið var smám saman víkkað út. Friðarbandalagið varð einnig að efnahagsbandalagi. Landamæri voru lögð niður: Viðskipti með vörur, þjónustu, vinnuafl og fjármagn milli landa urðu jafnfrjáls 1992 og slík viðskipti eru innan hvers lands fyrir sig. Landamæri innan ESB urðu í reyndinni eins og hreppamörk. Vandinn var að finna og feta meðalveginn milli samstjórnar sumra mála á sameiginlegum vettvangi og sérstjórnar annarra mála í hverju landi fyrir sig. Þetta var svipuð þraut og Bandaríkjamenn höfðu glímt við eftir byltinguna gegn Bretum 1775-1783. Hvar átti að draga mörkin milli valdsviðs alríkisstjórnarinnar og einstakra fylkisstjórna? Stjórnarskráin telst ekki leyfa einstökum fylkjum að segja sig úr lögum við Bandaríkin. Tilraun ellefu fylkja til úrsagnar 1861 leiddi til borgarastyrjaldar. Evrópulöndin hafa vitandi vits gengið skemmra í sameiningarátt en Bandaríkin. ESB er enn sem komið er frekar laustengt ríkjasamband, en Bandaríkin eru fastskorðað sambandsríki. Aðildarlöndum ESB er heimilt að yfirgefa sambandið. Engin þjóð hefur þó hingað til sagt sig úr ESB nema Grænlendingar. Þeir ákváðu með 53% atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu 1982 að segja sig úr ESB í kjölfar fiskveiðideilu. Úrsögnin gekk í gildi 1985. Sem þegnar dönsku krúnunnar eru Grænlendingar þó ESB-borgarar eftir sem áður. Grænland er þar að auki evruland í reynd þar eð Grænlendingar nota dönsku krónuna líkt og Færeyingar og hún er rígbundin við evruna skv. ákvörðun Seðlabanka Danmerkur.Fjölgun úr sex í 28 Aðildarríkjum ESB fjölgaði með tímanum úr sex í 28 enda hefur ESB vegnað vel. Kaupmáttur þjóðartekna á mann í ESB-löndum hefur frá 1990 vaxið úr 63% í 68% af kaupmætti þjóðartekna á mann í Bandaríkjunum þótt mörg ný aðildarlönd hafi dregið niður meðaltalið innan ESB. Meðalævi íbúa ESB-landanna er nú tveim árum lengri en í Bandaríkjunum en hún var hálfu ári skemmri 1960. Þrátt fyrir vandræði síðustu ára er stuðningur almennings við aðild að ESB nú meiri en hann hefur verið um langt skeið. Tveir af hverjum þrem íbúum ESB-landanna á heildina litið telja land sitt hafa notið góðs af aðild skv. Hagstofu ESB. Ítalía er eina landið þar sem innan við helmingur aðspurðra (44%) telur landið hafa notið góðs af aðild. Þessi hópur er þó ívið stærri en hópur þeirra Ítala sem telja landið ekki hafa notið góðs af aðild (41%). Í öllum hinum aðildarlöndunum 27 telur meiri hlutinn land sitt hafa notið góðs af. Hlutfallið nær frá 53% í Bretlandi upp í 94% á Möltu.Hvað um Bretland? Takið eftir þessu: 53% Breta telja land sitt hafa notið góðs af ESB-aðild meðan 28% Breta telja landið ekki hafa gert það. Hlutfallið er næstum tveir gegn einum. Könnunin var gerð 2018, tveim árum eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna 2016 þar sem 52% kjósenda greiddu atkvæði með úrsögn úr ESB. Þótt meiri hluti þingsins í London sé andvígur úrsögn dettur fáum þar í hug að þingið geti leyft sér að taka ráðin af kjósendum. Brezkir þingmenn bera flestir virðingu fyrir lýðræði. Þingið hefur þó haldið illa á málinu. Fyrr í vikunni hafnaði þingið úrsagnarsamningi Theresu May forsætisráðherra við ESB með yfirgnæfandi meiri hluta. Við blasir því að Bretar yfirgefi sambandið án samnings í lok marz. Slík endalok myndu valda glundroða og miklu fjártjóni. Þess vegna hlýtur þingið að reyna að finna aðra leið, annaðhvort frestun útgöngunnar eða frekari undanslætti sem óvíst er að ESB geti fallizt á eða þá nýja atkvæðagreiðslu eftir þeirri hugsun að enginn getur haggað úrslitum þjóðaratkvæðis nema þjóðin sjálf. Þetta væri þó þrautalending þar eð niðurstöðu þjóðaratkvæðis ber að virða hvernig sem allt veltur. Réttast væri að Bretar gengju út, tækju skellinn og skoðuðu hug sinn upp á nýtt að nokkrum árum liðnum.Tvíþætt valdarán Mjög hallar á Alþingi í samanburði við brezka þingið. Alþingi hefur nú í bráðum sjö ár hunzað niðurstöðu þjóðaratkvæðis um nýja stjórnarskrá 2012. Alþingi treystir sér ekki til að halda nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um málið því þingmenn vita að stjórnarskrá eins og þeir vilja margir hafa hana, án jafns vægis atkvæða og án virks ákvæðis um auðlindir í þjóðareigu, myndi aldrei hljóta samþykki kjósenda. Valdarán Alþingis er tvíþætt. Þingið hunzar þjóðaratkvæðagreiðslu sem þegar hefur farið fram án þess að geta haldið aðra líkt og brezka þingið gæti gert. Fólkið í landinu á því ekki annarra kosta völ en að leysa frá störfum við fyrsta tækifæri alla þá menn og flokka sem hafa brugðizt í stjórnarskrármálinu, brýnasta hagsmunamáli þjóðarinnar.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun