Að halda út Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 5. janúar 2019 07:00 Eflaust ætla margir að breyta til betri vegar á nýju ári, temja sér hollari matarvenjur og hreyfa sig reglulega. Þau sem hafa tekið helst til hraustlega til matar síns, borðað salt og reykt kjöt og sælgæti ætla sér bót og betrun – hollari mat. Sum ætla kannski að forðast kjöt með öllu í janúar. Þau metnaðarfyllstu taka þátt í veganúar og borða einungis grænfæði fyrsta mánuð ársins. Aðrir hafa ef til vill drukkið ótæpilega í desember, og einsetja sér að setja tappann í flöskuna, að minnsta kosti um sinn. Jafnvel hafa einhverjir lofað sjálfum sér þurrum janúar, eða enn lengri tíma án víns. Vafalaust eru líka margir sem hafa eytt jólafríinu við sjónvarpið í sófanum og látið alla hreyfingu lönd og leið. Mörg úr þeim hópi hafa einsett sér að taka hraustlega á því í ræktinni á nýju ári. Ætla á skíði, út að ganga, hlaupa eða hjóla. Auðvitað er það mannskepnunni eðlislægt að vilja taka til í eigin ranni, laga það sem úrskeiðis fer. Enginn er fullkominn og því ljóst að allir eiga eitthvað inni, geta lifað heilsusamlegra lífi. Allt það sem að ofan er nefnt er líka jákvætt ef út í það er farið. Fjölbreytt og heilbrigt mataræði er ekki bara gott fyrir einstaklinga, heldur getur rétt mataræði haft mikil áhrif á umhverfið – dregið úr sóun og mengun. Nú síðast í gær sagði náttúrufræðingurinn rómaði Sir David Attenborough að stærsta mögulega framlag hvers einstaklings til umhverfismála væri að hætta að borða kjöt. Ekki þarf heldur að fjölyrða um þau áhrif sem óhófleg sykurneysla hefur á einstaklinga og samfélagið í heild. Sama gildir um áfengið sem er böl margra einstaklinga og fjölskyldna þegar þess er neytt í óhófi. Óregla er líklega stærsta undirrót félagslegrar ógæfu á Vesturlöndum. Óþarft er að fjölyrða um hreyfinguna sem eflir heilsu og kætir lund. Því er meira að segja haldið fram að hreyfing sé öflugasti vímugjafinn – vímugjafi sem getur fengist ókeypis. Fyrirheit um bót og betrun er því bara af hinu góða. Gallinn er sá að margir ætla sér of mikið á of stuttum tíma. Enginn verður að þrautþjálfuðum langhlaupara á einum mánuði. Þetta er ef til vill ástæða þess að varla er hægt að fá pláss á hlaupabretti í líkamsræktarstöðvunum á þessum tíma árs. Það verður svo auðveldara eftir því sem vikunum á nýju ári líður fram. Margir ætla sér einfaldlega um of. Springa á limminu – kaupa kort og nota örfáa tíma. Kannski er líka óraunhæft að ætla að umturna hreyfingu og matar- og drykkjarvenjum sínum á örfáum vikum. Og kannski er einfaldlega ekkert að því að sleppa fram af sér beislinu í mat og drykk annað slagið og leyfa líkamanum að jafna sig eftir hreyfingu þess á milli. Sennilega er þó allt best í hófi þegar öllu er á botninn hvolft. Eitt skref í einu og lífsstílsbreytingar verða líklegri til að skila varanlegum árangri en skyndiátak til að friða vonda samvisku eftir hátíðarnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Eflaust ætla margir að breyta til betri vegar á nýju ári, temja sér hollari matarvenjur og hreyfa sig reglulega. Þau sem hafa tekið helst til hraustlega til matar síns, borðað salt og reykt kjöt og sælgæti ætla sér bót og betrun – hollari mat. Sum ætla kannski að forðast kjöt með öllu í janúar. Þau metnaðarfyllstu taka þátt í veganúar og borða einungis grænfæði fyrsta mánuð ársins. Aðrir hafa ef til vill drukkið ótæpilega í desember, og einsetja sér að setja tappann í flöskuna, að minnsta kosti um sinn. Jafnvel hafa einhverjir lofað sjálfum sér þurrum janúar, eða enn lengri tíma án víns. Vafalaust eru líka margir sem hafa eytt jólafríinu við sjónvarpið í sófanum og látið alla hreyfingu lönd og leið. Mörg úr þeim hópi hafa einsett sér að taka hraustlega á því í ræktinni á nýju ári. Ætla á skíði, út að ganga, hlaupa eða hjóla. Auðvitað er það mannskepnunni eðlislægt að vilja taka til í eigin ranni, laga það sem úrskeiðis fer. Enginn er fullkominn og því ljóst að allir eiga eitthvað inni, geta lifað heilsusamlegra lífi. Allt það sem að ofan er nefnt er líka jákvætt ef út í það er farið. Fjölbreytt og heilbrigt mataræði er ekki bara gott fyrir einstaklinga, heldur getur rétt mataræði haft mikil áhrif á umhverfið – dregið úr sóun og mengun. Nú síðast í gær sagði náttúrufræðingurinn rómaði Sir David Attenborough að stærsta mögulega framlag hvers einstaklings til umhverfismála væri að hætta að borða kjöt. Ekki þarf heldur að fjölyrða um þau áhrif sem óhófleg sykurneysla hefur á einstaklinga og samfélagið í heild. Sama gildir um áfengið sem er böl margra einstaklinga og fjölskyldna þegar þess er neytt í óhófi. Óregla er líklega stærsta undirrót félagslegrar ógæfu á Vesturlöndum. Óþarft er að fjölyrða um hreyfinguna sem eflir heilsu og kætir lund. Því er meira að segja haldið fram að hreyfing sé öflugasti vímugjafinn – vímugjafi sem getur fengist ókeypis. Fyrirheit um bót og betrun er því bara af hinu góða. Gallinn er sá að margir ætla sér of mikið á of stuttum tíma. Enginn verður að þrautþjálfuðum langhlaupara á einum mánuði. Þetta er ef til vill ástæða þess að varla er hægt að fá pláss á hlaupabretti í líkamsræktarstöðvunum á þessum tíma árs. Það verður svo auðveldara eftir því sem vikunum á nýju ári líður fram. Margir ætla sér einfaldlega um of. Springa á limminu – kaupa kort og nota örfáa tíma. Kannski er líka óraunhæft að ætla að umturna hreyfingu og matar- og drykkjarvenjum sínum á örfáum vikum. Og kannski er einfaldlega ekkert að því að sleppa fram af sér beislinu í mat og drykk annað slagið og leyfa líkamanum að jafna sig eftir hreyfingu þess á milli. Sennilega er þó allt best í hófi þegar öllu er á botninn hvolft. Eitt skref í einu og lífsstílsbreytingar verða líklegri til að skila varanlegum árangri en skyndiátak til að friða vonda samvisku eftir hátíðarnar.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun