Heldur sig á Twitter og aðstoðarmenn telja það jákvætt Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2018 09:36 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, heldur sig við Twitter þessa dagana í stað þess að ræða við Demókrata. AP/Evan Vucci Ekkert útlit er fyrir að lausn náist í fjárlagadeilu í Bandaríkjunum sem leitt hefur til þess að hluta ríkisstofnana hefur verið lokað og hundruð þúsunda opinberra starfsmanna séu án launa. Deilan snýst um múr sem Donald Trump, forseti, vill byggja á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Hann krefst þess að fá fimm milljarða dala til verksins en Demókratar standa í vegi þess og heita því að veita ekki opinberu fé til byggingu múrsins. Forsetinn hætti við að fara í frí í einkaklúbb sinn í Flórída um hátíðirnar og er þess í stað í Hvíta húsinu. Trump hefur þó ekki rætt við leiðtoga Demókrataflokksins frá því hann hitti þau Nancy Pelosi og Chuck Schumer á fundi í Hvíta húsinu þann ellefta desember. Sá fundur þótti ekki góður fyrir forsetann þar sem hann sagðist fagna því að loka hluta alríkisstofnanna Bandaríkjanna og sagðist ætla að taka sökina fyrir slíkt. Nú hefur hann þó skipt um skoðun og í tístum kennir hann Demókrötum ítrekað um deiluna. Hann sagði í gær að Demókratar hefðu meiri áhuga á því að rannsaka sig en að leysa deiluna. Aðstoðarmenn Trump telja það þó jákvætt að hann sé einungis að tjá sig um deiluna á Twitter. Það stafi minni hætta af því en blaðamannafundum og annars konar yfirlýsingum. Í millitíðinni hafa einhverjir starfsmenn Trump rætt við Demókrata.Fyrir rúmri viku sögðu Demókratar að Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hefði lagt til að 2,5 milljörðum yrði varið til byggingar múrsins en því var hafnað. Chuck Schumer sagði það óásættanlegt og að á sama tíma væri alfarið óljóst að Trump sjálfur myndi samþykkja það.Undir þrýstingi frá stuðningsmönnum Trump er undir miklum þrýstingi frá sínum dyggustu stuðningsmönnum um að standa við kosningaloforð sitt og reisa múrinn, þó hann hafi upprunalega heitið því að Mexíkó myndi borga fyrir múrinn. Repúblikanar og Demókratar höfðu fyrir jól komist að samkomulagi um fjárlög til 8. febrúar og voru þau samþykkt í öldungadeildinni. Trump skipti þó um skoðun eftir að hann ræddi við stuðningsmenn sína á fulltrúadeildinni og neitaði að skrifa undir fjárlögin.Þar var engu fé veitt til byggingu múrsins og var markmiðið einungis að koma í veg fyrir lokun ríkisstofnana. Undanfarin tvö ár hafa Repúblikanar þó stjórnað báðum deildum Bandaríkjaþings en án þess þó að vera með nægjanlegan meirihluta á öldungadeildinni til að koma fjárlögum þar í gegn einhliða. Nú eru einungis nokkrir dagar í að Demókratar taki við stjórn á fulltrúadeildinni og því mun Trump vera í mun verri stöðu en áður varðandi byggingu múrsins og fjárveitingar til þessa. Talsmaður Nancy Pelosi segir Demókrata sameinaða gegn byggingu múrsins og að þau muni ekki svo mikið sem íhuga tilboð frá Repúblikönum, án þess að Trump lýsi opinberlega yfir stuðningi við það. Hann hafi svo oft skipt um skoðun.Sjálf hefur Pelosi heitið því að leggja fram frumvarp um leið og hún tekur við stjórn fulltrúadeildarinnar í næstu viku og því verði ætlað að tryggja opnun alríkisstofnanna sem hefur verið lokað. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Lokun bandarískra alríkisstofnana varir fram á nýtt ár Ekki er útlit fyrir að Bandaríkjaþing reyni að samþykkja nýtt útgjaldafrumvarp þar til nýtt þing kemur saman í næstu viku. 27. desember 2018 23:42 Ríkisstofnanir lokaðar þar til Trump fær múrinn sinn Óljóst er hvenær ríkisstofnanirnar verða opnaðar á ný en í gær sagði hann að starfsemi þeirra myndu ekki hefjast fyrr en hann hefur fengið fimm milljarða Bandaríkjadala fyrir byggingu múrsins. 26. desember 2018 11:02 Lokun alríkisstofnana truflar ekki tímamótaheimsókn NASA Aðrir vísindamenn alríkisstjórnarinnar mega hins vegar ekki gera athuganir eða huga að tilraunum á meðan lokunin dregst á langinn. 28. desember 2018 23:00 Buðu innflytjanda að búa hjá sér eftir að Trump notaði morð dóttur þeirra í pólitískum tilgangi Fjölskylda hinnar tvítugu Mollie Tibbetts buðu innflytjanda að búa hjá sér eftir að dóttir þeirra var stungin til bana af ólöglegum innflytjanda. 29. desember 2018 18:00 Segir dauðsföll barna við landamærin vera Demókrötum að kenna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það vera Demókrötum að kenna að börn skuli deyja við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Þetta fullyrti forsetinn í Twitter-færslu fyrr í kvöld. 29. desember 2018 21:51 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Ekkert útlit er fyrir að lausn náist í fjárlagadeilu í Bandaríkjunum sem leitt hefur til þess að hluta ríkisstofnana hefur verið lokað og hundruð þúsunda opinberra starfsmanna séu án launa. Deilan snýst um múr sem Donald Trump, forseti, vill byggja á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Hann krefst þess að fá fimm milljarða dala til verksins en Demókratar standa í vegi þess og heita því að veita ekki opinberu fé til byggingu múrsins. Forsetinn hætti við að fara í frí í einkaklúbb sinn í Flórída um hátíðirnar og er þess í stað í Hvíta húsinu. Trump hefur þó ekki rætt við leiðtoga Demókrataflokksins frá því hann hitti þau Nancy Pelosi og Chuck Schumer á fundi í Hvíta húsinu þann ellefta desember. Sá fundur þótti ekki góður fyrir forsetann þar sem hann sagðist fagna því að loka hluta alríkisstofnanna Bandaríkjanna og sagðist ætla að taka sökina fyrir slíkt. Nú hefur hann þó skipt um skoðun og í tístum kennir hann Demókrötum ítrekað um deiluna. Hann sagði í gær að Demókratar hefðu meiri áhuga á því að rannsaka sig en að leysa deiluna. Aðstoðarmenn Trump telja það þó jákvætt að hann sé einungis að tjá sig um deiluna á Twitter. Það stafi minni hætta af því en blaðamannafundum og annars konar yfirlýsingum. Í millitíðinni hafa einhverjir starfsmenn Trump rætt við Demókrata.Fyrir rúmri viku sögðu Demókratar að Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hefði lagt til að 2,5 milljörðum yrði varið til byggingar múrsins en því var hafnað. Chuck Schumer sagði það óásættanlegt og að á sama tíma væri alfarið óljóst að Trump sjálfur myndi samþykkja það.Undir þrýstingi frá stuðningsmönnum Trump er undir miklum þrýstingi frá sínum dyggustu stuðningsmönnum um að standa við kosningaloforð sitt og reisa múrinn, þó hann hafi upprunalega heitið því að Mexíkó myndi borga fyrir múrinn. Repúblikanar og Demókratar höfðu fyrir jól komist að samkomulagi um fjárlög til 8. febrúar og voru þau samþykkt í öldungadeildinni. Trump skipti þó um skoðun eftir að hann ræddi við stuðningsmenn sína á fulltrúadeildinni og neitaði að skrifa undir fjárlögin.Þar var engu fé veitt til byggingu múrsins og var markmiðið einungis að koma í veg fyrir lokun ríkisstofnana. Undanfarin tvö ár hafa Repúblikanar þó stjórnað báðum deildum Bandaríkjaþings en án þess þó að vera með nægjanlegan meirihluta á öldungadeildinni til að koma fjárlögum þar í gegn einhliða. Nú eru einungis nokkrir dagar í að Demókratar taki við stjórn á fulltrúadeildinni og því mun Trump vera í mun verri stöðu en áður varðandi byggingu múrsins og fjárveitingar til þessa. Talsmaður Nancy Pelosi segir Demókrata sameinaða gegn byggingu múrsins og að þau muni ekki svo mikið sem íhuga tilboð frá Repúblikönum, án þess að Trump lýsi opinberlega yfir stuðningi við það. Hann hafi svo oft skipt um skoðun.Sjálf hefur Pelosi heitið því að leggja fram frumvarp um leið og hún tekur við stjórn fulltrúadeildarinnar í næstu viku og því verði ætlað að tryggja opnun alríkisstofnanna sem hefur verið lokað.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Lokun bandarískra alríkisstofnana varir fram á nýtt ár Ekki er útlit fyrir að Bandaríkjaþing reyni að samþykkja nýtt útgjaldafrumvarp þar til nýtt þing kemur saman í næstu viku. 27. desember 2018 23:42 Ríkisstofnanir lokaðar þar til Trump fær múrinn sinn Óljóst er hvenær ríkisstofnanirnar verða opnaðar á ný en í gær sagði hann að starfsemi þeirra myndu ekki hefjast fyrr en hann hefur fengið fimm milljarða Bandaríkjadala fyrir byggingu múrsins. 26. desember 2018 11:02 Lokun alríkisstofnana truflar ekki tímamótaheimsókn NASA Aðrir vísindamenn alríkisstjórnarinnar mega hins vegar ekki gera athuganir eða huga að tilraunum á meðan lokunin dregst á langinn. 28. desember 2018 23:00 Buðu innflytjanda að búa hjá sér eftir að Trump notaði morð dóttur þeirra í pólitískum tilgangi Fjölskylda hinnar tvítugu Mollie Tibbetts buðu innflytjanda að búa hjá sér eftir að dóttir þeirra var stungin til bana af ólöglegum innflytjanda. 29. desember 2018 18:00 Segir dauðsföll barna við landamærin vera Demókrötum að kenna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það vera Demókrötum að kenna að börn skuli deyja við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Þetta fullyrti forsetinn í Twitter-færslu fyrr í kvöld. 29. desember 2018 21:51 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Lokun bandarískra alríkisstofnana varir fram á nýtt ár Ekki er útlit fyrir að Bandaríkjaþing reyni að samþykkja nýtt útgjaldafrumvarp þar til nýtt þing kemur saman í næstu viku. 27. desember 2018 23:42
Ríkisstofnanir lokaðar þar til Trump fær múrinn sinn Óljóst er hvenær ríkisstofnanirnar verða opnaðar á ný en í gær sagði hann að starfsemi þeirra myndu ekki hefjast fyrr en hann hefur fengið fimm milljarða Bandaríkjadala fyrir byggingu múrsins. 26. desember 2018 11:02
Lokun alríkisstofnana truflar ekki tímamótaheimsókn NASA Aðrir vísindamenn alríkisstjórnarinnar mega hins vegar ekki gera athuganir eða huga að tilraunum á meðan lokunin dregst á langinn. 28. desember 2018 23:00
Buðu innflytjanda að búa hjá sér eftir að Trump notaði morð dóttur þeirra í pólitískum tilgangi Fjölskylda hinnar tvítugu Mollie Tibbetts buðu innflytjanda að búa hjá sér eftir að dóttir þeirra var stungin til bana af ólöglegum innflytjanda. 29. desember 2018 18:00
Segir dauðsföll barna við landamærin vera Demókrötum að kenna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það vera Demókrötum að kenna að börn skuli deyja við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Þetta fullyrti forsetinn í Twitter-færslu fyrr í kvöld. 29. desember 2018 21:51