Benjamín gegn Benjamín Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. desember 2018 08:00 Benjamínarnir tveir, Gantz og Netanjahú. Nordicphotos/AFP Benjamín Gantz, fyrrverandi herforingi í Ísrael, stofnaði í gær nýjan stjórnmálaflokk sem mun bjóða fram í þingkosningum í apríl næstkomandi. Flokkurinn nefnist Ísraelski þrautseigjuflokkurinn en stefna hans hefur ekki verið opinberuð nema að takmörkuðu leyti. Ljóst er þó að flokkur Gantz mun leggja áherslu á þjóðaröryggi og efnahagsmál. Reuters greindi frá.Gantz mælist sterkur Gantz og flokkur hans mælast sterkustu andstæðingar Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra og Líkúd-flokksins. Í könnun Midgam sem birti var á jóladag, mældist Líkúd með 29 prósent og Gantz, er hafði ekki enn stofnað flokk sinn, með sextán prósent. Verði þetta raunin myndi það reyndar þýða að Líkúd bætti við sig fylgi. Flokkurinn fékk 23,4 prósent árið 2015. Ísraelska blaðið Haaretz birti greiningu á stöðunni í gær þar sem sagði að lögregla og ríkissaksóknaraembættið vildu ákæra manninn sem líklegast er að myndi stjórn eftir kosningar, Netanjahú, fyrir mútuþægni í að minnsta kosti tveimur ákæruliðum. Tekið var fram að líklega væru fá fordæmi fyrir þessu í hinum vestræna heimi. Lögregla mælti opinberlega með því í upphafi desembermánaðar að Netanjahú yrði ákærður fyrir mútuþægni. Málið snýst annars vegar um meintar gjafir frá milljarðamæringum sem sagðir eru vinir forsætisráðherrans og svo boð til fjölmiðils um innleiðingu hagstæðrar löggjafar gegn jákvæðri umfjöllun. Stjórnin liðaðist í sundur Netanjahú hefur sömuleiðis verið gagnrýndur vegna gerðar vopnahlés við Hamas. Sú ákvörðun leiddi til þess að einn samstarfsflokkanna sagði sig úr ríkisstjórnarsamstarfinu og minnkaði þingstyrk stjórnarinnar í 61 sæti af 120. Forsætisráðherrann ákvað svo að flýta kosningunum, sem upphaflega áttu að fara fram í nóvember, vegna þess að stjórn hans var að liðast í sundur vegna umdeilds frumvarps um að koma skyldi á herskyldu fyrir strangtrúuðustu gyðinga landsins. Haaretz fullyrti að auki að Netanjahú myndi reyna, ef hann nær kjöri, að þvinga væntanlega samstarfsflokka til þess að koma á löggjöf sem bannar að sitjandi forsætisráðherra sé ákærður. „Það hljómar vitfirrt en það er planið. Það er ekkert annað í stöðunni,“ sagði í umfjölluninni. Vefmiðillinn Times of Israel greindi svo möguleika Gantz og talaði um „baráttu Benjamínanna tveggja“. Þar sagði að miðað við kannanir virtist ólíklegt að hefðbundnir stjórnarandstöðuflokkar næðu að steypa Netanjahú af stóli. Ef Netanjahú nær að halda forsætisráðuneytinu fram í lok júlí verður hann þaulsetnasti leiðtogi Ísraels. Skýst þannig upp fyrir David Ben-Gurion. Birtist í Fréttablaðinu Ísrael Mið-Austurlönd Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Benjamín Gantz, fyrrverandi herforingi í Ísrael, stofnaði í gær nýjan stjórnmálaflokk sem mun bjóða fram í þingkosningum í apríl næstkomandi. Flokkurinn nefnist Ísraelski þrautseigjuflokkurinn en stefna hans hefur ekki verið opinberuð nema að takmörkuðu leyti. Ljóst er þó að flokkur Gantz mun leggja áherslu á þjóðaröryggi og efnahagsmál. Reuters greindi frá.Gantz mælist sterkur Gantz og flokkur hans mælast sterkustu andstæðingar Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra og Líkúd-flokksins. Í könnun Midgam sem birti var á jóladag, mældist Líkúd með 29 prósent og Gantz, er hafði ekki enn stofnað flokk sinn, með sextán prósent. Verði þetta raunin myndi það reyndar þýða að Líkúd bætti við sig fylgi. Flokkurinn fékk 23,4 prósent árið 2015. Ísraelska blaðið Haaretz birti greiningu á stöðunni í gær þar sem sagði að lögregla og ríkissaksóknaraembættið vildu ákæra manninn sem líklegast er að myndi stjórn eftir kosningar, Netanjahú, fyrir mútuþægni í að minnsta kosti tveimur ákæruliðum. Tekið var fram að líklega væru fá fordæmi fyrir þessu í hinum vestræna heimi. Lögregla mælti opinberlega með því í upphafi desembermánaðar að Netanjahú yrði ákærður fyrir mútuþægni. Málið snýst annars vegar um meintar gjafir frá milljarðamæringum sem sagðir eru vinir forsætisráðherrans og svo boð til fjölmiðils um innleiðingu hagstæðrar löggjafar gegn jákvæðri umfjöllun. Stjórnin liðaðist í sundur Netanjahú hefur sömuleiðis verið gagnrýndur vegna gerðar vopnahlés við Hamas. Sú ákvörðun leiddi til þess að einn samstarfsflokkanna sagði sig úr ríkisstjórnarsamstarfinu og minnkaði þingstyrk stjórnarinnar í 61 sæti af 120. Forsætisráðherrann ákvað svo að flýta kosningunum, sem upphaflega áttu að fara fram í nóvember, vegna þess að stjórn hans var að liðast í sundur vegna umdeilds frumvarps um að koma skyldi á herskyldu fyrir strangtrúuðustu gyðinga landsins. Haaretz fullyrti að auki að Netanjahú myndi reyna, ef hann nær kjöri, að þvinga væntanlega samstarfsflokka til þess að koma á löggjöf sem bannar að sitjandi forsætisráðherra sé ákærður. „Það hljómar vitfirrt en það er planið. Það er ekkert annað í stöðunni,“ sagði í umfjölluninni. Vefmiðillinn Times of Israel greindi svo möguleika Gantz og talaði um „baráttu Benjamínanna tveggja“. Þar sagði að miðað við kannanir virtist ólíklegt að hefðbundnir stjórnarandstöðuflokkar næðu að steypa Netanjahú af stóli. Ef Netanjahú nær að halda forsætisráðuneytinu fram í lok júlí verður hann þaulsetnasti leiðtogi Ísraels. Skýst þannig upp fyrir David Ben-Gurion.
Birtist í Fréttablaðinu Ísrael Mið-Austurlönd Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira