
Mið-Austurlönd

Trump segir Írani hafa gert stór mistök með því að skjóta niður drónann
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að yfirvöld í Íran hafi gert stór mistök þegar eftirlitsdróni á vegum Bandaríkjahers var skotinn niður af íranska hernum á meðan hann var á flugi yfir Hormuz-sundi við Íran.

Herinn varar við stríði á Gaza verði ekki gerðar breytingar
Á blaðamannafundi í dag sögðu forsvarsmenn hersins að ríkisstjórn Ísrael ætti að vinna að vopnahléi til langs tíma.

Myndband Baghdadi gæti leitt til árása
Leiðtogi Íslamska ríkisins reyndi að stappa stálinu í fylgjendur sína og sagði baráttu þeirra ekki lokið.

Vilja alþjóðlegan dómstól til að rétta yfir ISIS-liðum
Sýrlenskir Kúrdar hafa ekki burði til að halda vígamönnum föngum né rétta yfir þeim.

Baráttunni gegn ISIS „alls ekki lokið“
Paul LaCamera, æðsti hershöfðingi bandalagsins gegn Íslamska ríkinu, segir það sögulegan áfanga að hafa sigrað kalífadæmi ISIS.

Hvíta húsið segir kalífadæmi ISIS heyra sögunni til
Enn standa þó yfir stakir bardagar á milli ISIS-liða og sýrlenskra Kúrda og bandamanna þeirra í austurhluta Sýrlands.

Kanadískur ISIS-liði telur sig hafa verið yfirgefinn
Hann vill komast aftur til Kanada eftir að hafa verið í haldi í níu mánuði ásamt eiginkonu sinni, sem einnig er frá Kanada, og tveimur börnum.

ISIS-liðar ekki af baki dottnir
Vígamenn hryðjuverkasamtakanna eru í felum í Sýrlandi og Írak og bíða þess að Bandaríkin fari á brott.

Hætta fjárstuðningi við öryggissveitir Palestínu
Bandaríkin hætta í dag að veita fé til öryggissveita Palestínu og er það gert að beiðni yfirvalda Palestínu.

Bað Erdogan um að koma vel fram við Kúrda
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, um að ráðast ekki á sýrlenska Kúrda eftir að bandarískir hermenn fara frá Sýrlandi.

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun funda með sádiarabíska krónprinsinum
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun á morgun halda til Sádí-Arabíu þar sem hann mun funda með krónprinsi landsins. Sá er grunaður um að vera aðili að morðinu á blaðamanninum Khashoggi.


Pompeo gagnrýndi Obama harðlega
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði Obama hafa skaðað orðspor og hlutverk Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum, hafa skaðað bandamenn Bandaríkjanna á svæðinu og ekki staðið nægjanlega í hárinu á Íran.

Ætla sér að ráðast á Kúrda hvort sem bandarískir hermenn eru fyrir eða ekki
Utanríkisráðherra Tyrklands sagði Tyrki staðráðna í að ráðast gegn YPG, vopnuðum sveitum sýrlenskra Kúrda, og þeir myndu ekki biðja nokkurn aðila um leyfi.

Sameinuðu þjóðirnar biðla til Ástralíu
Biðja yfirvöld Ástralíu um að íhuga að veita ungri konu frá Sádi-Arabíu hæli.

Erdogan neitaði að hitta Bolton
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, neitaði að hitta John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjanna, í dag.

Refsiaðgerðir gegn Íran vegna áforma um launmorð í Evrópu
Dönsk og frönsk stjórnvöld hafa sakað Írani um að skipuleggja launmorð þar.

Verður ekki send nauðug úr landi
Mál Mohammed al-Qunun hefur vakið heimsathygli.

„Hann vill drepa hana“
Rahaf Mohammed al-Qunun, átján ára sádiarabísk kona, hefur læst sig inni á hótelherbergi á alþjóðaflugvellinum í Bangkok í Tælandi.

Staðfestir dauða al Qaeda liðans al-Badawi
Bandaríkjaforseti, Donald Trump, greindi í dag frá dauða jemenska hryðjuverkamannsins Jamal al-Badawi. Al-Badawi var einn skipuleggjanda árásarinnar á bandaríska herskipið USS Cole í október ársins 2000

Konur í Sádí-Arabíu fá SMS um skilnað
Ný reglugerð í Sádí-Arabíu mun koma í veg fyrir að konur þar í landi viti ekki af því ef eiginmenn þeirra sækja um skilnað.

Þrír sakfelldir fyrir að myrða blaðamann BBC
Þrír afganskir menn hafa verið sakfelldir fyrir að myrða Ahmad Shah, blaðamann BBC.

Meintir morðingjar Khashoggi dregnir fyrir dóm í Sádi-Arabíu
Saksóknarar krefjast dauðarefsingar yfir fimm af ellefu manns sem þeir saka um aðild að morðinu á blaðamanninum.

Netflix fjarlægir gamanþátt eftir kvörtun Sáda
Gamanþáttur bandaríska grínarans Hasans Minhaj fór fyrir brjóstið á leiðtogum Sádi-Arabíu. Sádar geta ekki lengur séð þáttinn á Netflix.

Segir Trump hafa seinkað brottflutningi hermanna frá Sýrlandi
Graham, sem hefur lengi stutt Trump, fundaði með forsetanum í gær en hann hefur gagnrýnt ákvörðun Trump að kalla um tvö þúsund hermenn frá Sýrlandi.

Heiðruðu minningu litla drengsins sem lést
Mál Abdullah rataði í fjölmiðla vegna langrar og strangrar baráttu móður hans við bandarísk stjórnvöld um inngöngu í landið.

Ástralar svipta ISIS-liða ríkisfangi
Yfirvöld Ástralíu hafa ákveðið að svipta mann sem talinn er hafa verið hátt settur innan Íslamska ríkisins ríkisfangi.

Benjamín gegn Benjamín
Benjamín Gantz stofnaði nýjan flokk í Ísrael sem mælist næstvinsælastur á eftir flokki forsætisráðherrans, Benjamíns Netanjahú. Kosningar fara fram í apríl, var flýtt þar sem samsteypustjórn undir forsæti Netanjahús liðaðist í sundur.

Uppstokkun í ríkisstjórn Sádi-Arabíu
Salman konungur skipaði til dæmis nýjan utanríkisráðherra.

Trump-hjónin brugðu sér óvænt til Írak
Donald Trump Bandaríkjaforseti og eiginkona hans, Melania Trump, eru nú stödd í Írak meðal bandarískra hermanna sem varið hafa jólahátíðinni þar í landi.