Fulltrúi mannkynsins kominn út fyrir áhrifasvæði sólarinnar í annað sinn Kjartan Kjartansson skrifar 11. desember 2018 08:55 Teikning af stöðu Voyager-geimfaranna rétt handan sólvindhvolfsins. NASA/JPL-Caltech Bandaríska geimfarið Voyager 2 er nú komið út fyrir sólvindshvolfið svonefnda og flýgur nú í geimnum á milli stjarnanna. Þetta er í annað skiptið sem manngerður hlutur kemst út fyrir áhrifasvæði sólarinnar en systurfarið Voyager 1 gerði það fyrst fyrir sex árum. Vísindamenn bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA telja að Voyager 2 hafi komist út fyrir sólvindshvolfið 5. nóvember. Geimfarið er nú í rúmlega átján milljarða kílómetra fjarlægð frá jörðinni en 41 ár er síðan því var skotið á loft. Í þessari fjarlægð tekur það gögn um sextán og hálfa klukkustund að berast á milli geimfarsins og jarðar á hraða ljóssins. Sólvindshvolfið er áhrifasvæði sólarinnar okkar sem nær langt út fyrir braut ystu reikistjarnanna. Í frétt á vef NASA kemur fram að skýrasta vísbendingin um að Voyager 2 sé kominn út fyrir það berist frá rafgasmælinum um borð. Mælirinn notar rafhleðslu gassins til þess að greina hraða, þéttleika, hitastig, þrýsting og flæði sólvindsins. Þar til nýlega einkenndist geimurinn í kringum geimfarið af rafgasinu sem við köllum sólvindinn. Frá því í byrjun nóvember hefur mælirinn sýnt að sólvindurinn hægir verulega á sér. Ekkert flæði hefur mælst síðan. Ólíkt Voyager 1 er mælitæki um borð í Voyager 2 sem getur gert fyrstu rannsóknir sinnar tegundar á geimnum fyrir utan sólvindshvolfið.Í spilaranum hér fyrir neðan er skýringarmyndband NASA um för Voyager 2 út fyrir sólvindshvolfið.Gæti tekið tugi þúsunda ára að komast út úr sólkerfinu Þrátt fyrir að systurförin séu komin út fyrir sólvindshvolfið eru þau enn innan sólkerfisins okkar. Ystu mörk þess eru talin handan Oort-skýsins svonefnda. Skýið er safn lítill fyrirbæra sem þyngdarkraftur sólarinnar hefur áhrif á. Talið er að það taki Voyager 2 um 300 ár að komast að innri mörkum Oort-skýsins. Það gæti tekið allt að 30.000 ár að komast út fyrir skýið. Voyager-leiðangrarnir eru einhver merkustu könnunarleiðangrar mannkynssögunnar. Geimförin heimsóttu gas- og ísrisana fjóra. Nær allar upplýsingar sem menn hafa um ystu reikistjörnurnar tvær, Úranus og Neptúnus koma frá heimsókn Voyager 2 þangað. Voyager 2 er jafnframt langlífasti geimleiðangur NASA. Geimfarinu var skotið á loft 20. ágúst árið 1977, sextán dögum á undan Voyager 1. Það fór lengri leið í gegnum sólkerfið til að geta heimsótt Úranus og Neptúnus. Því varð Voyager 1 fyrri til að komast út fyrir sólvindshvolfið árið 2012. Bandaríkin Geimurinn Neptúnus Tækni Úranus Vísindi Tengdar fréttir Deila um hvort Voyager-1 hafi yfirgefið sólkerfið eða ekki Deila er komin upp meðal stjarnfræðinga um hvort geimfarið Voyager-1 hafi í raun yfirgefið sólkerfi okkar eða ekki. 22. mars 2013 06:05 Þetta eru myndirnar 116 sem NASA sendi geimverunum Bandaríska geimfarið Voyager 1 hefur verið á flugi í 40 ár og er ekkert annað geimfar jafn langt frá jörðu 14. mars 2017 15:30 Ræstu hreyfla Voyager 1 eftir 37 ára hlé Hreyflarnir tóku við sér eins og ekkert hefði í skorist þrátt fyrir að þeir hafi ekki verið notaðir frá árinu 1980. 2. desember 2017 09:35 Voyager 1 kominn út fyrir sólvindshvolfið Þessu greindi bandaríska geimferðastofnunin frá í kvöld en kannanum var skotið á loft þann 5. september 1977. 12. september 2013 20:15 Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Bandaríska geimfarið Voyager 2 er nú komið út fyrir sólvindshvolfið svonefnda og flýgur nú í geimnum á milli stjarnanna. Þetta er í annað skiptið sem manngerður hlutur kemst út fyrir áhrifasvæði sólarinnar en systurfarið Voyager 1 gerði það fyrst fyrir sex árum. Vísindamenn bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA telja að Voyager 2 hafi komist út fyrir sólvindshvolfið 5. nóvember. Geimfarið er nú í rúmlega átján milljarða kílómetra fjarlægð frá jörðinni en 41 ár er síðan því var skotið á loft. Í þessari fjarlægð tekur það gögn um sextán og hálfa klukkustund að berast á milli geimfarsins og jarðar á hraða ljóssins. Sólvindshvolfið er áhrifasvæði sólarinnar okkar sem nær langt út fyrir braut ystu reikistjarnanna. Í frétt á vef NASA kemur fram að skýrasta vísbendingin um að Voyager 2 sé kominn út fyrir það berist frá rafgasmælinum um borð. Mælirinn notar rafhleðslu gassins til þess að greina hraða, þéttleika, hitastig, þrýsting og flæði sólvindsins. Þar til nýlega einkenndist geimurinn í kringum geimfarið af rafgasinu sem við köllum sólvindinn. Frá því í byrjun nóvember hefur mælirinn sýnt að sólvindurinn hægir verulega á sér. Ekkert flæði hefur mælst síðan. Ólíkt Voyager 1 er mælitæki um borð í Voyager 2 sem getur gert fyrstu rannsóknir sinnar tegundar á geimnum fyrir utan sólvindshvolfið.Í spilaranum hér fyrir neðan er skýringarmyndband NASA um för Voyager 2 út fyrir sólvindshvolfið.Gæti tekið tugi þúsunda ára að komast út úr sólkerfinu Þrátt fyrir að systurförin séu komin út fyrir sólvindshvolfið eru þau enn innan sólkerfisins okkar. Ystu mörk þess eru talin handan Oort-skýsins svonefnda. Skýið er safn lítill fyrirbæra sem þyngdarkraftur sólarinnar hefur áhrif á. Talið er að það taki Voyager 2 um 300 ár að komast að innri mörkum Oort-skýsins. Það gæti tekið allt að 30.000 ár að komast út fyrir skýið. Voyager-leiðangrarnir eru einhver merkustu könnunarleiðangrar mannkynssögunnar. Geimförin heimsóttu gas- og ísrisana fjóra. Nær allar upplýsingar sem menn hafa um ystu reikistjörnurnar tvær, Úranus og Neptúnus koma frá heimsókn Voyager 2 þangað. Voyager 2 er jafnframt langlífasti geimleiðangur NASA. Geimfarinu var skotið á loft 20. ágúst árið 1977, sextán dögum á undan Voyager 1. Það fór lengri leið í gegnum sólkerfið til að geta heimsótt Úranus og Neptúnus. Því varð Voyager 1 fyrri til að komast út fyrir sólvindshvolfið árið 2012.
Bandaríkin Geimurinn Neptúnus Tækni Úranus Vísindi Tengdar fréttir Deila um hvort Voyager-1 hafi yfirgefið sólkerfið eða ekki Deila er komin upp meðal stjarnfræðinga um hvort geimfarið Voyager-1 hafi í raun yfirgefið sólkerfi okkar eða ekki. 22. mars 2013 06:05 Þetta eru myndirnar 116 sem NASA sendi geimverunum Bandaríska geimfarið Voyager 1 hefur verið á flugi í 40 ár og er ekkert annað geimfar jafn langt frá jörðu 14. mars 2017 15:30 Ræstu hreyfla Voyager 1 eftir 37 ára hlé Hreyflarnir tóku við sér eins og ekkert hefði í skorist þrátt fyrir að þeir hafi ekki verið notaðir frá árinu 1980. 2. desember 2017 09:35 Voyager 1 kominn út fyrir sólvindshvolfið Þessu greindi bandaríska geimferðastofnunin frá í kvöld en kannanum var skotið á loft þann 5. september 1977. 12. september 2013 20:15 Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Deila um hvort Voyager-1 hafi yfirgefið sólkerfið eða ekki Deila er komin upp meðal stjarnfræðinga um hvort geimfarið Voyager-1 hafi í raun yfirgefið sólkerfi okkar eða ekki. 22. mars 2013 06:05
Þetta eru myndirnar 116 sem NASA sendi geimverunum Bandaríska geimfarið Voyager 1 hefur verið á flugi í 40 ár og er ekkert annað geimfar jafn langt frá jörðu 14. mars 2017 15:30
Ræstu hreyfla Voyager 1 eftir 37 ára hlé Hreyflarnir tóku við sér eins og ekkert hefði í skorist þrátt fyrir að þeir hafi ekki verið notaðir frá árinu 1980. 2. desember 2017 09:35
Voyager 1 kominn út fyrir sólvindshvolfið Þessu greindi bandaríska geimferðastofnunin frá í kvöld en kannanum var skotið á loft þann 5. september 1977. 12. september 2013 20:15