Streita og kulnun Teitur Guðmundsson skrifar 13. desember 2018 07:00 Umræðan um streitu er ekki ný af nálinni, við höfum vitað um nokkuð langt skeið að hún hefur ýmis áhrif á heilsu okkar og ekki síst ef hún verður of mikil. Mikilvægt er að muna að hófleg streita er okkur í raun nauðsynleg. Þannig höfum við drifkraft til að ganga í verkefni og klára þau, til dæmis við verkefnaskil, próf eða jafnvel við líkamlega áreynslu líkt og í keppnisíþróttum. Þeir sem þekkja til vita að ekki er hægt að mæla hana beinlínis líkt og við getum mælt gildi nýrnastarfssemi eða viðlíka þátta í líkamanum. Það eru til ýmis konar spurningalistar og svo auðvitað í viðtali, skoðun og mati einstaklings koma í ljós atriði sem leiða til þess að fólk greinist með allt að því sjúklega streitu og jafnvel kulnun. Það er mjög erfitt að skilgreina út frá sjálfum sér hvaða álag er öðrum hóflegt, líklega er það stærsti einstaki þátturinn í því að það upplifun verður ekki svo auðveldlega yfirfærð á aðra. Hver kannast ekki við það að vinnufélagi, liðsfélagi, yfirmaður eða jafnvel foreldri skilji ekki að þessar eða hinar aðstæðurnar valdi spennu hjá öðrum, álagi og auðvitað streitu. Þetta er einstaklingsbundið mál og því verður öll nálgun eðlilega aðeins óljósari en þegar við meðhöndlum til dæmis streptokokka í hálsi. Annað hvort ertu með þá eða ekki og við getum með nokkuð einföldum hætti greint þarna á milli með rannsókn sem annað hvort staðfestir eða hrekur greininguna.Hvernig lýsir streitan sér ? Hún getur birst á ótal vegu og í tengslum við fjölmarga þætti. Streitan er í sjálfu sér eðlilegt fyrirbæri sem lagast þegar einstaklingurinn nær að hvílast og sortera það áreiti sem hann er að upplifa að valdi streitunni hjá honum hverju sinni. Samverandi þættir í vinnu, persónulegir og félagslegir, samkeppni, aukin harka í samskiptum og hraði samfélagsins hafa áhrif á streitu og þá þann möguleika að þróa sjúklega streitu. Kulnun eða örmögnun er í raun framhald af langvarandi streituástandi sem ekki fæst lausn á og getur valdið alvarlegum og jafnvel langvarandi veikindum. Læknar og fagfólk í heilbrigðisþjónustu sjá töluvert af fólki sem er komið á þennan stað en mörkin á milli þessara þátta geta verið óljós. Í umræðunni undanfarið hefur átt sér stað vakning og er streita ofarlega í huga margra. Mikill umræða hefur átt sér stað einnig um mótstöðuafl einstaklinga og það hversu reiðubúnir þeir eru að takast á við álagstíma sem koma alltaf í lífinu. Það er kynslóðamunur og einnig ákveðin við skulum segja lenska að þykja það lítt merkilegt að vera í þessu ástandi, sérlega hjá þeim sem upplifa slíkt síður eða eiga erfitt með að setja sig í spor annarra. Því þarf að breyta. Hvað er til ráða ? Það er augljóslega mjög einstaklingsbundið hvað veldur streitu hjá hverjum og einum. Líklega eru fræðsla og upplýsingagjöf til almennings besta leiðin. Þá að hver og einn líti í eigin barm og velti fyrir sér hvort lífið og tilveran með öllu því sem fylgir sé mögulega að valda ástandi sem manni líður ekki vel með. Þá er gott að velta því fyrir sér hvaða þættir sérstaklega geti verið verri en aðrir, samanber samskipti, vinnu, maka, börn, fjárhag og þannig mætti lengi telja. Sækja sér aðstoð ef viðkomandi er ekki viss hvar á að leita skýringa á breyttri líðan. Reyna að átta sig á því hverju er hægt að breyta og beina athyglinni að því að laga eitt í einu. Muna að hvíla sig og leyfa sér það, þeir sem eru komnir það langt að verða veikir þurfa annars konar inngrip. Þá þurfum við öll að muna að upplifun og líðan er persónulegt mál og að við erum mismunandi og að álagsþol okkar einnig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Teitur Guðmundsson Mest lesið Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Sjá meira
Umræðan um streitu er ekki ný af nálinni, við höfum vitað um nokkuð langt skeið að hún hefur ýmis áhrif á heilsu okkar og ekki síst ef hún verður of mikil. Mikilvægt er að muna að hófleg streita er okkur í raun nauðsynleg. Þannig höfum við drifkraft til að ganga í verkefni og klára þau, til dæmis við verkefnaskil, próf eða jafnvel við líkamlega áreynslu líkt og í keppnisíþróttum. Þeir sem þekkja til vita að ekki er hægt að mæla hana beinlínis líkt og við getum mælt gildi nýrnastarfssemi eða viðlíka þátta í líkamanum. Það eru til ýmis konar spurningalistar og svo auðvitað í viðtali, skoðun og mati einstaklings koma í ljós atriði sem leiða til þess að fólk greinist með allt að því sjúklega streitu og jafnvel kulnun. Það er mjög erfitt að skilgreina út frá sjálfum sér hvaða álag er öðrum hóflegt, líklega er það stærsti einstaki þátturinn í því að það upplifun verður ekki svo auðveldlega yfirfærð á aðra. Hver kannast ekki við það að vinnufélagi, liðsfélagi, yfirmaður eða jafnvel foreldri skilji ekki að þessar eða hinar aðstæðurnar valdi spennu hjá öðrum, álagi og auðvitað streitu. Þetta er einstaklingsbundið mál og því verður öll nálgun eðlilega aðeins óljósari en þegar við meðhöndlum til dæmis streptokokka í hálsi. Annað hvort ertu með þá eða ekki og við getum með nokkuð einföldum hætti greint þarna á milli með rannsókn sem annað hvort staðfestir eða hrekur greininguna.Hvernig lýsir streitan sér ? Hún getur birst á ótal vegu og í tengslum við fjölmarga þætti. Streitan er í sjálfu sér eðlilegt fyrirbæri sem lagast þegar einstaklingurinn nær að hvílast og sortera það áreiti sem hann er að upplifa að valdi streitunni hjá honum hverju sinni. Samverandi þættir í vinnu, persónulegir og félagslegir, samkeppni, aukin harka í samskiptum og hraði samfélagsins hafa áhrif á streitu og þá þann möguleika að þróa sjúklega streitu. Kulnun eða örmögnun er í raun framhald af langvarandi streituástandi sem ekki fæst lausn á og getur valdið alvarlegum og jafnvel langvarandi veikindum. Læknar og fagfólk í heilbrigðisþjónustu sjá töluvert af fólki sem er komið á þennan stað en mörkin á milli þessara þátta geta verið óljós. Í umræðunni undanfarið hefur átt sér stað vakning og er streita ofarlega í huga margra. Mikill umræða hefur átt sér stað einnig um mótstöðuafl einstaklinga og það hversu reiðubúnir þeir eru að takast á við álagstíma sem koma alltaf í lífinu. Það er kynslóðamunur og einnig ákveðin við skulum segja lenska að þykja það lítt merkilegt að vera í þessu ástandi, sérlega hjá þeim sem upplifa slíkt síður eða eiga erfitt með að setja sig í spor annarra. Því þarf að breyta. Hvað er til ráða ? Það er augljóslega mjög einstaklingsbundið hvað veldur streitu hjá hverjum og einum. Líklega eru fræðsla og upplýsingagjöf til almennings besta leiðin. Þá að hver og einn líti í eigin barm og velti fyrir sér hvort lífið og tilveran með öllu því sem fylgir sé mögulega að valda ástandi sem manni líður ekki vel með. Þá er gott að velta því fyrir sér hvaða þættir sérstaklega geti verið verri en aðrir, samanber samskipti, vinnu, maka, börn, fjárhag og þannig mætti lengi telja. Sækja sér aðstoð ef viðkomandi er ekki viss hvar á að leita skýringa á breyttri líðan. Reyna að átta sig á því hverju er hægt að breyta og beina athyglinni að því að laga eitt í einu. Muna að hvíla sig og leyfa sér það, þeir sem eru komnir það langt að verða veikir þurfa annars konar inngrip. Þá þurfum við öll að muna að upplifun og líðan er persónulegt mál og að við erum mismunandi og að álagsþol okkar einnig.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun