Erlent

Loftslagsreglubók vegna Parísarsamkomulagsins samþykkt

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Fulltrúar tæplega 200 þjóða hafa loksins komið sér saman um reglugerð til að framfylgja Parísarsamkomulaginu frá árinu 2015 eftir stífar tveggja vikna viðræður á loftslagsráðstefnunni í Katowice í Póllandi.
Fulltrúar tæplega 200 þjóða hafa loksins komið sér saman um reglugerð til að framfylgja Parísarsamkomulaginu frá árinu 2015 eftir stífar tveggja vikna viðræður á loftslagsráðstefnunni í Katowice í Póllandi. Vísir/ap
Fulltrúar tæplega 200 þjóða hafa loksins komið sér saman um reglugerð til að framfylgja Parísarsamkomulaginu frá árinu 2015 eftir stífar tveggja vikna viðræður á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Katowice í Póllandi.

Parísarsamkomulagið er lagalega bindandi samkomulag sem felur í sér að þær 195 þjóðir sem skrifuðu undir tryggi það að halda hlýnun lofthjúpsins vel innan við 2° en jafnframt verði reynt að halda hlýnuninni við 1,5°.

Vísindamenn segja að útblástur gróðurhúsalofttegunda eins og koldíoxíðs verði að minnka hratt fyrir árið 2030 til að koma í veg fyrir stórkostlegar hamfarir af völdum loftslagsbreytinga.

Viðræðurnar hafa dregist verulega á langinn vegna deilna um viðskipti með útblástursheimildir.

Pólskir unglingar létu í sér heyra á ráðstefnunni og hvöttu fulltrúa landanna til að ná saman um leiðir til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins.

„Það felst mikil ábyrgð í því að setja saman Parísarsamkomulagið. Þetta hefur tekið sinn tíma og við gerðum okkar besta að skilja engan út undan,“ sagði Michai Kurtyka stjórnandi COP23 loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna.

Vísir/ap

Tengdar fréttir

Bréfið til Frans páfa komið í póst

Snemma í morgun sendi Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra útprentað bréf til Fans páfa. Hann póstlagði bréfið á Keflavíkurflugvelli rétt áður hann steig um borð í flugvél til Póllands til að vera viðstaddur loftslagsfund Sameinuðu þjóðanna.

Alvarlegt mál að ríki afneiti loftslagsvísindum

Umhverfisráðherra Íslands segir mikilvægt að þjóðir heims sýni samstöðu og festu þrátt fyrir að olíuframleiðsluríki eins og Bandaríkin og Sádar setji strik í reikninginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×