Refsing fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump ákveðin í dag Kjartan Kjartansson skrifar 18. desember 2018 10:41 Michael Flynn laug að FBI að hann hefði ekki rætt refsiaðgerðir Bandaríkjanna gegn Rússlandi við Kislyak sendiherra. Vísir/AFP Dómari í Washington-borg ákvarðar refsingu Michaels Flynn, fyrsta þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta í dag. Saksóknarar sem rannsaka meint samráð framboðs Trump við Rússa hafa mælt með því að Flynn verði ekki dæmdur í fangelsi vegna aðstoðar hans við rannsóknina. Flynn játaði sig sekan um að hafa logið að fulltrúum alríkislögreglunnar FBI um samskipti sín við Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússa í Washington, í desember í fyrra. Hóf hann í kjölfarið samstarf við saksóknara sem er sögð hafa verið „veruleg“. Allt að fimm ára fangelsi liggur við því að ljúga að alríkislögreglunni. Með sátt sem Flynn gerði við saksóknarana gæti hann vænst innan við hálfs árs fangelsisdóms, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Dómurinn verður kveðinn upp klukkan fjögur síðdegis að íslenskum tíma. Trump réði Flynn sem fyrsta þjóðaröryggisráðgjafa sinn. Flynn entist hins vegar aðeins innan við mánuð í starfi. Þá var hann rekinn fyrir að hafa logið að Mike Pence, varaforseta, um samskiptin við Kislyak, að sögn Hvíta hússins. Tveir viðskiptafélagar Flynn hafa verið ákærðir fyrir að hafa starfað með leynd fyrir tyrknesk stjórnvöld. Reyndu þeir að þrýsta á bandaríska þingmenn um að framselja helsta pólitíska andstæðing Receps Erdogan forseta. Bandaríkin Donald Trump Rússland Tyrkland Tengdar fréttir Krefjast ekki fangelsisdóms yfir Flynn Robert Mueller, sérstaki saksóknarinn sem kannað hefur íhlutun Rússa í forsetakosningunum vestanhafs árið 2016, mun ekki fara fram á fangelsisdóm yfir Michael Flynn. 5. desember 2018 06:52 Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00 Nornirnar fuðra upp á báli Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki sáttur við að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður forsetans, hafi játað að hafa logið að þingmönnum um umsvif hans í Rússlandi. 30. nóvember 2018 12:00 Viðskiptafélagar fyrrum þjóðaröryggisráðgjafa Trump ákærðir Þeir eru taldir hafa verið á launum hjá forseta Tyrklands til að reyna að sannfæra bandarísk stjórnvöld um að framselja einn helsta pólitíska andstæðing hans. 17. desember 2018 16:08 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Hæðist að og gagnrýnir fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Sjá meira
Dómari í Washington-borg ákvarðar refsingu Michaels Flynn, fyrsta þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta í dag. Saksóknarar sem rannsaka meint samráð framboðs Trump við Rússa hafa mælt með því að Flynn verði ekki dæmdur í fangelsi vegna aðstoðar hans við rannsóknina. Flynn játaði sig sekan um að hafa logið að fulltrúum alríkislögreglunnar FBI um samskipti sín við Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússa í Washington, í desember í fyrra. Hóf hann í kjölfarið samstarf við saksóknara sem er sögð hafa verið „veruleg“. Allt að fimm ára fangelsi liggur við því að ljúga að alríkislögreglunni. Með sátt sem Flynn gerði við saksóknarana gæti hann vænst innan við hálfs árs fangelsisdóms, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Dómurinn verður kveðinn upp klukkan fjögur síðdegis að íslenskum tíma. Trump réði Flynn sem fyrsta þjóðaröryggisráðgjafa sinn. Flynn entist hins vegar aðeins innan við mánuð í starfi. Þá var hann rekinn fyrir að hafa logið að Mike Pence, varaforseta, um samskiptin við Kislyak, að sögn Hvíta hússins. Tveir viðskiptafélagar Flynn hafa verið ákærðir fyrir að hafa starfað með leynd fyrir tyrknesk stjórnvöld. Reyndu þeir að þrýsta á bandaríska þingmenn um að framselja helsta pólitíska andstæðing Receps Erdogan forseta.
Bandaríkin Donald Trump Rússland Tyrkland Tengdar fréttir Krefjast ekki fangelsisdóms yfir Flynn Robert Mueller, sérstaki saksóknarinn sem kannað hefur íhlutun Rússa í forsetakosningunum vestanhafs árið 2016, mun ekki fara fram á fangelsisdóm yfir Michael Flynn. 5. desember 2018 06:52 Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00 Nornirnar fuðra upp á báli Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki sáttur við að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður forsetans, hafi játað að hafa logið að þingmönnum um umsvif hans í Rússlandi. 30. nóvember 2018 12:00 Viðskiptafélagar fyrrum þjóðaröryggisráðgjafa Trump ákærðir Þeir eru taldir hafa verið á launum hjá forseta Tyrklands til að reyna að sannfæra bandarísk stjórnvöld um að framselja einn helsta pólitíska andstæðing hans. 17. desember 2018 16:08 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Hæðist að og gagnrýnir fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Sjá meira
Krefjast ekki fangelsisdóms yfir Flynn Robert Mueller, sérstaki saksóknarinn sem kannað hefur íhlutun Rússa í forsetakosningunum vestanhafs árið 2016, mun ekki fara fram á fangelsisdóm yfir Michael Flynn. 5. desember 2018 06:52
Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00
Nornirnar fuðra upp á báli Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki sáttur við að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður forsetans, hafi játað að hafa logið að þingmönnum um umsvif hans í Rússlandi. 30. nóvember 2018 12:00
Viðskiptafélagar fyrrum þjóðaröryggisráðgjafa Trump ákærðir Þeir eru taldir hafa verið á launum hjá forseta Tyrklands til að reyna að sannfæra bandarísk stjórnvöld um að framselja einn helsta pólitíska andstæðing hans. 17. desember 2018 16:08