Sök bítur sekan Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 1. desember 2018 09:00 Annálað samtal tíu prósenta þingheims á Klaustri fór um myrkan huga þeirra sem þar sátu, en fæst sem þessum kjörnu fulltrúum fór á milli þolir dagsljósið. Umræðurnar voru þess eðlis að varla hefur verið þægilegt fyrir þingmennina að mæta til vinnu daginn eftir að þær voru birtar, hvað þá í árlegan gleðskap Alþingis á Bessastöðum. Auðvitað er óheimilt að taka upp samtöl að fólki forspurðu. Um það er ekki deilt. Það breytir ekki því að það sem var sagt, var sagt. Umræðurnar sýna þá sem hæst höfðu í skelfilegu ljósi. Ekkert virðist hafa verið heilagt eða undanskilið, og raunar sætir furðu að þingmönnunum hafi tekist að snerta á svo mörgum subbumálum á ekki lengri tíma. Óskandi væri að störf Alþingis með jákvæðari formerkjum væru jafn skilvirk. Eins og oft áður er gagnlegt að reyna að setja sig í spor þeirra sem við borðið sátu. Fólk talar oft á hispurslausan hátt í góðra vina hópi. Flestir hafa vafalaust látið orð falla í hálfkæringi eða án þess að hugur fylgi máli við slíkar kringumstæður. En þrátt fyrir samhengislaus gífuryrðin, hálfkæringinn og háðsglósurnar er rauður þráður í talsmátanum. Groddaleg viðhorf skína í gegn. Háðsglósum í garð fatlaðra og samkynhneigðra er fleygt eins og í framhjáhlaupi og bæta gráu ofan á svart. Kvenfyrirlitning er meginstefið. Þingmennirnir skilgreina samstarfskonur sínar eftir útliti, gera þeim upp óeðlilegar hvatir og kalla þær öllum illum nöfnum. Oftast með kynferðislegri skírskotun. Þessi talsmáti er algerlega á skjön við orðsporið sem þingmennirnir rembast við að skapa sér, allsgáðir, í viðurvist fjölmiðla. Af samtalinu að dæma sýna þeir þá hlið einungis þegar kveikt er á upptökuvélunum. Fyrir tvo reynslumestu þingmennina í hópnum er remban sérlega vandræðaleg, annar fékk verðlaun fyrir framlag til jafnréttismála þegar hann sat í forsætisráðuneytinu og hinn fór sem utanríkisráðherra mikinn á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í sama málaflokki. Eftir að upptakan varð opinber hafa verið kallaðir til alls kyns sérfræðingar. Margir þeirra tala um virðingu Alþingis og álitshnekki sem þingið hefur beðið. En málið þarf enga stjórnmálafræðinga til að skýra frá. Þingmennirnir bera sjálfir ábyrgð á orðum sínum en kollegar þeirra ekki. Þá sjálfa setur niður og enga aðra. Að varpa þessu yfir á allt þingið drepur málinu á dreif. Sökin á að bíta þann seka. Á almennum vinnumarkaði væri hátterni sexmenninganna sennilega brottrekstrarsök. Þingmönnum getur hins vegar enginn sagt upp nema kjósendur á fjögurra ára fresti. Þótt tveir hafi verið reknir úr flokki sínum og aðrir tveir sendir í leyfi hefur enginn sagt af sér þingmennsku. Þeir virðast ótrauðir ætla að mæta örlögum sínum í næstu kosningum. Það ætti að verða þungur róður. Orð eiga að hafa afleiðingar. En við erum ýmsu vön. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Annálað samtal tíu prósenta þingheims á Klaustri fór um myrkan huga þeirra sem þar sátu, en fæst sem þessum kjörnu fulltrúum fór á milli þolir dagsljósið. Umræðurnar voru þess eðlis að varla hefur verið þægilegt fyrir þingmennina að mæta til vinnu daginn eftir að þær voru birtar, hvað þá í árlegan gleðskap Alþingis á Bessastöðum. Auðvitað er óheimilt að taka upp samtöl að fólki forspurðu. Um það er ekki deilt. Það breytir ekki því að það sem var sagt, var sagt. Umræðurnar sýna þá sem hæst höfðu í skelfilegu ljósi. Ekkert virðist hafa verið heilagt eða undanskilið, og raunar sætir furðu að þingmönnunum hafi tekist að snerta á svo mörgum subbumálum á ekki lengri tíma. Óskandi væri að störf Alþingis með jákvæðari formerkjum væru jafn skilvirk. Eins og oft áður er gagnlegt að reyna að setja sig í spor þeirra sem við borðið sátu. Fólk talar oft á hispurslausan hátt í góðra vina hópi. Flestir hafa vafalaust látið orð falla í hálfkæringi eða án þess að hugur fylgi máli við slíkar kringumstæður. En þrátt fyrir samhengislaus gífuryrðin, hálfkæringinn og háðsglósurnar er rauður þráður í talsmátanum. Groddaleg viðhorf skína í gegn. Háðsglósum í garð fatlaðra og samkynhneigðra er fleygt eins og í framhjáhlaupi og bæta gráu ofan á svart. Kvenfyrirlitning er meginstefið. Þingmennirnir skilgreina samstarfskonur sínar eftir útliti, gera þeim upp óeðlilegar hvatir og kalla þær öllum illum nöfnum. Oftast með kynferðislegri skírskotun. Þessi talsmáti er algerlega á skjön við orðsporið sem þingmennirnir rembast við að skapa sér, allsgáðir, í viðurvist fjölmiðla. Af samtalinu að dæma sýna þeir þá hlið einungis þegar kveikt er á upptökuvélunum. Fyrir tvo reynslumestu þingmennina í hópnum er remban sérlega vandræðaleg, annar fékk verðlaun fyrir framlag til jafnréttismála þegar hann sat í forsætisráðuneytinu og hinn fór sem utanríkisráðherra mikinn á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í sama málaflokki. Eftir að upptakan varð opinber hafa verið kallaðir til alls kyns sérfræðingar. Margir þeirra tala um virðingu Alþingis og álitshnekki sem þingið hefur beðið. En málið þarf enga stjórnmálafræðinga til að skýra frá. Þingmennirnir bera sjálfir ábyrgð á orðum sínum en kollegar þeirra ekki. Þá sjálfa setur niður og enga aðra. Að varpa þessu yfir á allt þingið drepur málinu á dreif. Sökin á að bíta þann seka. Á almennum vinnumarkaði væri hátterni sexmenninganna sennilega brottrekstrarsök. Þingmönnum getur hins vegar enginn sagt upp nema kjósendur á fjögurra ára fresti. Þótt tveir hafi verið reknir úr flokki sínum og aðrir tveir sendir í leyfi hefur enginn sagt af sér þingmennsku. Þeir virðast ótrauðir ætla að mæta örlögum sínum í næstu kosningum. Það ætti að verða þungur róður. Orð eiga að hafa afleiðingar. En við erum ýmsu vön.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun