Hertaka og Khashoggi ofarlega á blaði hjá G20 Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. desember 2018 08:00 Mohammed bin Salman og Vladímír Pútín eru líklegast tveir umdeildustu gestir G20-fundarins. Nordicphotos/AFP Leiðtogar G20-ríkjanna mættu til fundar í Buenos Aires, höfuðborgar Argentínu, í gær. Til umræðu var til að mynda tollastríð Bandaríkjanna og Kína, útganga Bretlands úr Evrópusambandinu, hertaka þriggja úkraínskra herskipa á Asovshafi og morðið á sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi, sem Mohammed bin Salman krónprins er sagður bera höfuðábyrgð á. Fundinum lýkur í dag. Gærdagurinn hófst af krafti þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti, Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, og Enrique Pena Nieto, sem lætur af embætti Mexíkóforseta í dag, undirrituðu nýjan fríverslunarsamning sem hugsaður er sem arftaki NAFTA-samningsins. Málið var eitt af helstu loforðum Trumps í kosningabaráttunni. „Þetta hefur verið langt og ansi erfitt ferli. Við höfum þurft að taka á okkur ýmis högg á leiðinni en þetta er öllum ríkjunum til hagsbóta,“ sagði Trump. Samningurinn fer nú fyrir þing ríkjanna þriggja og það gæti reynst Trump erfitt enda fengu Demókratar meirihluta í fulltrúadeildinni í kosningum í nóvember. Trump átti bókaðan fund með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á G20-fundinum en aflýsti vegna fyrrnefndrar hertöku Rússa á úkraínsku herskipunum. María Sakarova, upplýsingafulltrúi rússneska utanríkisráðuneytisins, véfengdi í gær þessa útskýringu Trumps. Sagði líklegra að svarið lægi í bandarískum innanríkismálum. Þar vitnaði hún til rannsóknar sérstaks saksóknara á meintu samráði forsetaframboðs Trumps við Rússa, sem bæði Trump og Rússar neita að hafi átt sér stað. Þegar Trump mætti til fundar í gær sagði fréttaveita AP að hann hefði heilsað leiðtogum Kanada, Japans og Frakklands og rætt við þá. Hann hafi hins vegar gengið beinustu leið fram hjá, ekki einu sinni heilsað, Pútín og Mohammed krónprins. AP sagði sömuleiðis frá því að óeining á meðal G20-ríkjanna virtist ætla að valda því að ekki næðist nokkur samstaða um sameiginlega yfirlýsingu um stefnu í loftslagsmálum og fríverslun. Eins og frægt er orðið dró Trump ríki sitt út úr Parísarsamkomulaginu og þá á hann sömuleiðis í tollastríði við Evrópu, Kanada og Kína. Xi Jinping, forseti Kína, fundaði með Trump í gær vegna tollastríðsins. Það lá þó ekki fyrir þegar Fréttablaðið fór í prentun hver afrakstur fundarins var. Sömuleiðis fundaði Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, með Mohammed krónprins en sömu sögu er að segja af þeim fundi. May hafði áður sagst ætla að ræða sérstaklega um mál Khashoggis. Argentína Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Kanada Morðið á Khashoggi Rússland Suður-Ameríka Úkraína Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Sjá meira
Leiðtogar G20-ríkjanna mættu til fundar í Buenos Aires, höfuðborgar Argentínu, í gær. Til umræðu var til að mynda tollastríð Bandaríkjanna og Kína, útganga Bretlands úr Evrópusambandinu, hertaka þriggja úkraínskra herskipa á Asovshafi og morðið á sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi, sem Mohammed bin Salman krónprins er sagður bera höfuðábyrgð á. Fundinum lýkur í dag. Gærdagurinn hófst af krafti þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti, Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, og Enrique Pena Nieto, sem lætur af embætti Mexíkóforseta í dag, undirrituðu nýjan fríverslunarsamning sem hugsaður er sem arftaki NAFTA-samningsins. Málið var eitt af helstu loforðum Trumps í kosningabaráttunni. „Þetta hefur verið langt og ansi erfitt ferli. Við höfum þurft að taka á okkur ýmis högg á leiðinni en þetta er öllum ríkjunum til hagsbóta,“ sagði Trump. Samningurinn fer nú fyrir þing ríkjanna þriggja og það gæti reynst Trump erfitt enda fengu Demókratar meirihluta í fulltrúadeildinni í kosningum í nóvember. Trump átti bókaðan fund með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á G20-fundinum en aflýsti vegna fyrrnefndrar hertöku Rússa á úkraínsku herskipunum. María Sakarova, upplýsingafulltrúi rússneska utanríkisráðuneytisins, véfengdi í gær þessa útskýringu Trumps. Sagði líklegra að svarið lægi í bandarískum innanríkismálum. Þar vitnaði hún til rannsóknar sérstaks saksóknara á meintu samráði forsetaframboðs Trumps við Rússa, sem bæði Trump og Rússar neita að hafi átt sér stað. Þegar Trump mætti til fundar í gær sagði fréttaveita AP að hann hefði heilsað leiðtogum Kanada, Japans og Frakklands og rætt við þá. Hann hafi hins vegar gengið beinustu leið fram hjá, ekki einu sinni heilsað, Pútín og Mohammed krónprins. AP sagði sömuleiðis frá því að óeining á meðal G20-ríkjanna virtist ætla að valda því að ekki næðist nokkur samstaða um sameiginlega yfirlýsingu um stefnu í loftslagsmálum og fríverslun. Eins og frægt er orðið dró Trump ríki sitt út úr Parísarsamkomulaginu og þá á hann sömuleiðis í tollastríði við Evrópu, Kanada og Kína. Xi Jinping, forseti Kína, fundaði með Trump í gær vegna tollastríðsins. Það lá þó ekki fyrir þegar Fréttablaðið fór í prentun hver afrakstur fundarins var. Sömuleiðis fundaði Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, með Mohammed krónprins en sömu sögu er að segja af þeim fundi. May hafði áður sagst ætla að ræða sérstaklega um mál Khashoggis.
Argentína Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Kanada Morðið á Khashoggi Rússland Suður-Ameríka Úkraína Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Sjá meira