Giuliani kennir Twitter um eigin mistök og hrekk Samúel Karl Ólason skrifar 5. desember 2018 14:49 Netöryggisráðgjafi forseta Bandaríkjanna, Rudy Giuliani. EPA/MICHAEL REYNOLDS Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York, og einn af æðstu lögmönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, er sannfærður um að starfsmenn Twitter hati Donald Trump. Til sönnunar þess segir Giuliani að Twitter hafi bætt hatursskilaboðum um Trump í tíst sem hann skrifaði þann 30. nóvember. Það er óhætt að segja að borgarstjórinn fyrrverandi hafi rangt fyrir sér. Í það minnsta hefur hann rangt fyrir sér að starfsmenn Twitter hafi bætt við tíst hans. Það má vel vera að starfsmenn samfélagsmiðlafyrirtækisins hati Donald Trump. Í umræddu tísti var Giuliani að skammast út í Rússarannsóknina svokölluðu, sem er starf hans, og sagði Robert Mueller, sérstakan rannsakanda Dómsmálaráðuneytisins, vera stjórnlausan. Hann gleymdi þó að gera bil á milli setninga og setti óvart inn vefslóðina G-20.In. Þegar slíkt er gert á Twitter, tengir forritið slóðina við umrætt vefsvæði. Vefsvæði þetta var þó ekki í notkun. Þar til maður að nafni Jason Velazques tók eftir mistökunum og keypti vefsvæðið fyrir nokkur hundruð krónur. Þar setti hann inn einföld skilaboð. „Donald Trump er föðurlandssvikari.“Skilaboðin á vefslóðinni G-20.In.Í samtali við New York Times segir Velazquez að þetta hafi tekið hann um fimmtán mínútur.Tiltölulega fáir tóku eftir hrekknum, þó einhverjir miðlar hefðu fjallað um hann, og hann hefði vafalaust horfið eins og dögg fyrir sólu, ef Giuliani sjálfur hefði ekki vakið athygli á honum í nótt. Velazquez segist gáttaður á því að Giuliani hafi ekki einfaldlega eytt tístinu.Twitter allowed someone to invade my text with a disgusting anti-President message. The same thing-period no space-occurred later and it didn’t happen. Don’t tell me they are not committed cardcarrying anti-Trumpers. Time Magazine also may fit that description. FAIRNESS PLEASE — Rudy Giuliani (@RudyGiuliani) December 5, 2018Giuliani hélt því fram á Twitter í nótt að Twitter hefði gert einhverjum kleift að brjótast inn í tíst hans og koma þar fyrir andstyggilegum skilaboðum um Trump. Til sönnunar þess að ekki hefði verið um slys að ræða benti giuliani á að hann hefði gleymt bili seinna í tístinu og þar hefði Twitter ekki sett tengil. Twitter hefði sum sé ekki sett tengil á hina meintu vefslóð: Helsinki.Either. Það er ekki virkt vefsvæði. Þetta sagði Giuliani, sem meðal annars er titlaður sem ráðgjafi Trump varðandi netöryggi, vera til sönnunar um hatur Twitter gagnvart Trump. Talsmaður Twitter sagði New York Times að ásakanir Giuliani væru algerlega rangar. Fyrirtækið gæti ekki breytt tístum notenda. Íhaldsmenn í Bandaríkjunum og víðar hafa lengi sakað samfélagsmiðla og tæknifyrirtæki um að vinna gegn sér, án þess þó að hafa mikið fyrir sér í þeim málum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York, og einn af æðstu lögmönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, er sannfærður um að starfsmenn Twitter hati Donald Trump. Til sönnunar þess segir Giuliani að Twitter hafi bætt hatursskilaboðum um Trump í tíst sem hann skrifaði þann 30. nóvember. Það er óhætt að segja að borgarstjórinn fyrrverandi hafi rangt fyrir sér. Í það minnsta hefur hann rangt fyrir sér að starfsmenn Twitter hafi bætt við tíst hans. Það má vel vera að starfsmenn samfélagsmiðlafyrirtækisins hati Donald Trump. Í umræddu tísti var Giuliani að skammast út í Rússarannsóknina svokölluðu, sem er starf hans, og sagði Robert Mueller, sérstakan rannsakanda Dómsmálaráðuneytisins, vera stjórnlausan. Hann gleymdi þó að gera bil á milli setninga og setti óvart inn vefslóðina G-20.In. Þegar slíkt er gert á Twitter, tengir forritið slóðina við umrætt vefsvæði. Vefsvæði þetta var þó ekki í notkun. Þar til maður að nafni Jason Velazques tók eftir mistökunum og keypti vefsvæðið fyrir nokkur hundruð krónur. Þar setti hann inn einföld skilaboð. „Donald Trump er föðurlandssvikari.“Skilaboðin á vefslóðinni G-20.In.Í samtali við New York Times segir Velazquez að þetta hafi tekið hann um fimmtán mínútur.Tiltölulega fáir tóku eftir hrekknum, þó einhverjir miðlar hefðu fjallað um hann, og hann hefði vafalaust horfið eins og dögg fyrir sólu, ef Giuliani sjálfur hefði ekki vakið athygli á honum í nótt. Velazquez segist gáttaður á því að Giuliani hafi ekki einfaldlega eytt tístinu.Twitter allowed someone to invade my text with a disgusting anti-President message. The same thing-period no space-occurred later and it didn’t happen. Don’t tell me they are not committed cardcarrying anti-Trumpers. Time Magazine also may fit that description. FAIRNESS PLEASE — Rudy Giuliani (@RudyGiuliani) December 5, 2018Giuliani hélt því fram á Twitter í nótt að Twitter hefði gert einhverjum kleift að brjótast inn í tíst hans og koma þar fyrir andstyggilegum skilaboðum um Trump. Til sönnunar þess að ekki hefði verið um slys að ræða benti giuliani á að hann hefði gleymt bili seinna í tístinu og þar hefði Twitter ekki sett tengil. Twitter hefði sum sé ekki sett tengil á hina meintu vefslóð: Helsinki.Either. Það er ekki virkt vefsvæði. Þetta sagði Giuliani, sem meðal annars er titlaður sem ráðgjafi Trump varðandi netöryggi, vera til sönnunar um hatur Twitter gagnvart Trump. Talsmaður Twitter sagði New York Times að ásakanir Giuliani væru algerlega rangar. Fyrirtækið gæti ekki breytt tístum notenda. Íhaldsmenn í Bandaríkjunum og víðar hafa lengi sakað samfélagsmiðla og tæknifyrirtæki um að vinna gegn sér, án þess þó að hafa mikið fyrir sér í þeim málum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira