Fórnarlamb vikunnar Óttar Guðmundsson skrifar 8. desember 2018 09:00 Sá einstaklingur sem sætir mestum ofsóknum í fjölmiðlaumræðu samtímans er stundum útnefndur „fórnarlamb vikunnar“. Sigmundur Davíð vinnur titilinn að þessu sinni með yfirburðum, enda er saga hans sérlega raunaleg. Hann hitti nokkra vini sína á bar í miðjum vinnutíma. Umræðuefnið á Alþingi var óvenju leiðinlegt (fjárlögin) svo að hann lét tilleiðast að fá sér í glas (þótt hann langaði ekki til þess). Menn skiptust á skoðunum og létu vaða á súðum. Sigmundur er manna orðvarastur og kunni ekki að meta svona sóðatal. Pólitískir andstæðingar, öryrkjar og samkynhneigðir fá það óþvegið. Menn vega og meta kynþokka alþingiskvenna og stæra sig af pólitískum hrossakaupum. Sigmundur er á móti svona sleggjudómum og kemur vanþóknun sinni skýrt á framfæri þótt hann virðist hlæja og samsinna félögum sínum. Samtalið var tekið upp og sent fjölmiðlum. Samfélagið fór á hliðina Sigmundi til mikillar undrunar. Fólk misskildi og rangtúlkaði allt sem sagt var og lagði út á versta veg. Engu skipti þótt hann segði að aðrir flokksforingjar og alþingismenn væru ekki hótinu skárri. Hann var meira að segja kallaður ofbeldismaður af fyrrum vinkonu sinni. Sigmundi er vorkunn enda lendir hann eins og áður í hringiðu atburðanna án þess að hafa neitt til saka unnið. Hann veit eins og allur almenningur að það er úti um Ísland ef hann verður flæmdur af þingi. Nú er að bera höfuðið hátt, bretta upp ermarnar og stofna nýjan flokk með nýju fólki. Kannski væri þó betra að hafa einhverja bindindismenn með í för þegar farið verður á barinn til að fagna unnum sigrum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Sá einstaklingur sem sætir mestum ofsóknum í fjölmiðlaumræðu samtímans er stundum útnefndur „fórnarlamb vikunnar“. Sigmundur Davíð vinnur titilinn að þessu sinni með yfirburðum, enda er saga hans sérlega raunaleg. Hann hitti nokkra vini sína á bar í miðjum vinnutíma. Umræðuefnið á Alþingi var óvenju leiðinlegt (fjárlögin) svo að hann lét tilleiðast að fá sér í glas (þótt hann langaði ekki til þess). Menn skiptust á skoðunum og létu vaða á súðum. Sigmundur er manna orðvarastur og kunni ekki að meta svona sóðatal. Pólitískir andstæðingar, öryrkjar og samkynhneigðir fá það óþvegið. Menn vega og meta kynþokka alþingiskvenna og stæra sig af pólitískum hrossakaupum. Sigmundur er á móti svona sleggjudómum og kemur vanþóknun sinni skýrt á framfæri þótt hann virðist hlæja og samsinna félögum sínum. Samtalið var tekið upp og sent fjölmiðlum. Samfélagið fór á hliðina Sigmundi til mikillar undrunar. Fólk misskildi og rangtúlkaði allt sem sagt var og lagði út á versta veg. Engu skipti þótt hann segði að aðrir flokksforingjar og alþingismenn væru ekki hótinu skárri. Hann var meira að segja kallaður ofbeldismaður af fyrrum vinkonu sinni. Sigmundi er vorkunn enda lendir hann eins og áður í hringiðu atburðanna án þess að hafa neitt til saka unnið. Hann veit eins og allur almenningur að það er úti um Ísland ef hann verður flæmdur af þingi. Nú er að bera höfuðið hátt, bretta upp ermarnar og stofna nýjan flokk með nýju fólki. Kannski væri þó betra að hafa einhverja bindindismenn með í för þegar farið verður á barinn til að fagna unnum sigrum.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun