Sókrates á barnum María Bjarnadóttir skrifar 30. nóvember 2018 07:00 Sókrates notaði samræðuna til þess að draga fram sjónarmið um flókin og einföld mál. Hann gekk um Aþenu og spurði samferðafólk sitt spurninga eins og „hvað er vinátta?“ og „hvað er hugrekki?“ og það var allt svo merkilegt að Plató vinur hans skrifaði niður samtölin til að varðveita þau og viskuna sem í þeim fólst. Plató var auðvitað ekki að skrásetja þessi samtöl í rauntíma. Til þess hefði hann þurft að hafa aðgang að tækni sem varð ekki til fyrr en frekar nýlega, svona í sögulegu samhengi. Þá hefði Plató bara getað haldið sig nálægt Sókratesi, til dæmis á þarnæsta borði við hann á barnum, og tekið upp samtöl meistarans á símann sinn. Hann gæti sent fjölmiðlum upptökuna ef hann nennti ekki að slá þetta inn í tölvuna sjálfur. Það væri auðvitað mjög ljótt að gera og jafnvel ólöglegt. En kannski áhugavert. Hugsanlega hefðu samræður Sókratesar á barnum litast af kvenfyrirlitningu eins og hjá sumum okkar kjörnu fulltrúum í nútímanum. Honum til varnar bjó hann í samfélagi þar sem konur þóttu ekki hafa neitt efnislegt fram að færa, þrælahald var útbreitt og kynferðisleg misnotkun barna þótti í lagi. Sumir okkar kjörnu fulltrúa hins vegar hafa verið andlit alþjóðlegrar herferðar til þess að berjast gegn kvenfyrirlitningu, verið hampað á heimsvísu sem leiðtogum í baráttunni fyrir kynjajafnrétti og kynnt jafnrétti kynjanna sem eina af útflutningsafurðum Íslands. Sömu menn og segja hjá Sameinuðu þjóðunum að karlar þurfi að taka þátt í að berjast gegn kynjamismunun sitja á barnum með vinum sínum og frussa út úr sér kvenfyrirlitningu. Merkilegt hvernig boðskapurinn breytist þegar hann færist úr ræðu í samræðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Sókrates notaði samræðuna til þess að draga fram sjónarmið um flókin og einföld mál. Hann gekk um Aþenu og spurði samferðafólk sitt spurninga eins og „hvað er vinátta?“ og „hvað er hugrekki?“ og það var allt svo merkilegt að Plató vinur hans skrifaði niður samtölin til að varðveita þau og viskuna sem í þeim fólst. Plató var auðvitað ekki að skrásetja þessi samtöl í rauntíma. Til þess hefði hann þurft að hafa aðgang að tækni sem varð ekki til fyrr en frekar nýlega, svona í sögulegu samhengi. Þá hefði Plató bara getað haldið sig nálægt Sókratesi, til dæmis á þarnæsta borði við hann á barnum, og tekið upp samtöl meistarans á símann sinn. Hann gæti sent fjölmiðlum upptökuna ef hann nennti ekki að slá þetta inn í tölvuna sjálfur. Það væri auðvitað mjög ljótt að gera og jafnvel ólöglegt. En kannski áhugavert. Hugsanlega hefðu samræður Sókratesar á barnum litast af kvenfyrirlitningu eins og hjá sumum okkar kjörnu fulltrúum í nútímanum. Honum til varnar bjó hann í samfélagi þar sem konur þóttu ekki hafa neitt efnislegt fram að færa, þrælahald var útbreitt og kynferðisleg misnotkun barna þótti í lagi. Sumir okkar kjörnu fulltrúa hins vegar hafa verið andlit alþjóðlegrar herferðar til þess að berjast gegn kvenfyrirlitningu, verið hampað á heimsvísu sem leiðtogum í baráttunni fyrir kynjajafnrétti og kynnt jafnrétti kynjanna sem eina af útflutningsafurðum Íslands. Sömu menn og segja hjá Sameinuðu þjóðunum að karlar þurfi að taka þátt í að berjast gegn kynjamismunun sitja á barnum með vinum sínum og frussa út úr sér kvenfyrirlitningu. Merkilegt hvernig boðskapurinn breytist þegar hann færist úr ræðu í samræðu.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar