Innherjar víða Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 10. nóvember 2018 08:00 Fréttablaðið greindi í október frá skipan starfshóps með fulltrúum forsætis- og fjármálaráðuneytis og Seðlabankans. Starfshópurinn vann svokallaða sviðsmyndagreiningu vegna mögulegra áfalla í rekstri Wow Air. Á mannamáli voru stjórnvöld að skoða hvaða afleiðingar gjaldþrot Wow hefði á þjóðarbúið. Niðurstöðurnar voru að gjaldþrot félagsins gæti leitt til að landsframleiðsla drægist saman um tæp þrjú prósent og gengi krónunnar gæti veikst um allt að 13 prósent á næsta ári. Til samanburðar gerði spá Hagstofunnar og Seðlabankans ráð fyrir 2,7 prósenta hagvexti og að gengi krónunnar héldist stöðugt. Fram kom að fall Wow gæti orðið til þess að útflutningur drægist saman um tíu prósent, verðbólga hækkaði um þrjú prósent – færi hátt í sex prósent – og að um 1.400 manns bættust á atvinnuleysisskrá. Þetta væri grafalvarleg staða. Erfiðleikar Wow hafa verið til umræðu. Framangreindar upplýsingar lýsa hversu mikil áhrif áföll stórra fyrirtækja hafa á okkar litla hagkerfi. Vonandi tekst að koma rekstri íslenskra flugfélaga í skjól og verja þau mikilvægu störf sem þar eru unnin, og þau fjölmörgu afleiddu störf sem þau skapa. Fjölmörgum spurningum er þó ósvarað þegar litið er yfir atburðarásina. Icelandair, sem hefur keypt Wow, er skráð félag í Kauphöllinni. Eigendur þess eru lífeyrissjóðir, fagfjárfestar og almenningur. Hjá skráðum félögum er gert ráð fyrir að allir sem hlut eiga að máli fái sömu upplýsingar á sama tíma. Var það svo? Fréttablaðið greindi nýlega frá fundarhöldum um vanda flugfélaga, sem stjórnmálamenn og embættismenn tóku þátt í. Hvaða upplýsingar voru veittar á þeim fundum? Og hvaða upplýsingar hafði starfshópurinn sem vann sviðsmyndagreininguna? Forsætisráðherra ræddi kaup Icelandair á Wow í viðtali í vikunni og sagðist ekki geta sagt að þetta hefði komið sér á óvart og auðvitað „höfum við fylgst grannt með þessum málum um nokkurt skeið“. Forsætisráðherra verður að upplýsa hvaða upplýsingar hún hafði. Kaupin komu almennum fjárfestum á óvart, en ekki forsætisráðherra. Hlutabréf Icelandair hækkuðu um tæplega 40% á dagsparti. Hverju hafði forsætisráðherra fylgst svona grannt með? Hafði ríkisstjórnin meiri upplýsingar en eigendur fyrirtækisins? Forsætisráðherra segir „við“. Hverjir eru við? Getur verið að innherjaupplýsingar hafi verið meðal fólks sem ekki var skráð sem innherjar? Af fréttum er ljóst að ekki ber öllum saman um aðdraganda og tímalínu kaupanna. Það er umhugsunarefni. Hluthafar Iclandair hljóta að spyrja af hverju opið var fyrir viðskipti með bréf félagsins að morgni 5. nóvember í ljósi þeirra upplýsinga sem nú liggja fyrir. Seðlabankinn tók þátt í sviðsmyndagreiningunni. Bankinn hafði gert ráð fyrir stöðugu gengi íslensku krónunnar í náinni framtíð. Íslenska krónan hefur hins vegar fallið eins og steinn samfara vinnunni við úrlausn vanda flugfélaganna. Því er eðlilegt að spyrja: Var veiking íslensku krónunnar hluti af björgunaraðgerðum stjórnvalda? Frá ágústbyrjun hefur gengi krónunnar fallið yfir 10%. Var það ákvörðun stjórnvalda að fella gengi íslensku krónunnar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Fréttablaðið greindi í október frá skipan starfshóps með fulltrúum forsætis- og fjármálaráðuneytis og Seðlabankans. Starfshópurinn vann svokallaða sviðsmyndagreiningu vegna mögulegra áfalla í rekstri Wow Air. Á mannamáli voru stjórnvöld að skoða hvaða afleiðingar gjaldþrot Wow hefði á þjóðarbúið. Niðurstöðurnar voru að gjaldþrot félagsins gæti leitt til að landsframleiðsla drægist saman um tæp þrjú prósent og gengi krónunnar gæti veikst um allt að 13 prósent á næsta ári. Til samanburðar gerði spá Hagstofunnar og Seðlabankans ráð fyrir 2,7 prósenta hagvexti og að gengi krónunnar héldist stöðugt. Fram kom að fall Wow gæti orðið til þess að útflutningur drægist saman um tíu prósent, verðbólga hækkaði um þrjú prósent – færi hátt í sex prósent – og að um 1.400 manns bættust á atvinnuleysisskrá. Þetta væri grafalvarleg staða. Erfiðleikar Wow hafa verið til umræðu. Framangreindar upplýsingar lýsa hversu mikil áhrif áföll stórra fyrirtækja hafa á okkar litla hagkerfi. Vonandi tekst að koma rekstri íslenskra flugfélaga í skjól og verja þau mikilvægu störf sem þar eru unnin, og þau fjölmörgu afleiddu störf sem þau skapa. Fjölmörgum spurningum er þó ósvarað þegar litið er yfir atburðarásina. Icelandair, sem hefur keypt Wow, er skráð félag í Kauphöllinni. Eigendur þess eru lífeyrissjóðir, fagfjárfestar og almenningur. Hjá skráðum félögum er gert ráð fyrir að allir sem hlut eiga að máli fái sömu upplýsingar á sama tíma. Var það svo? Fréttablaðið greindi nýlega frá fundarhöldum um vanda flugfélaga, sem stjórnmálamenn og embættismenn tóku þátt í. Hvaða upplýsingar voru veittar á þeim fundum? Og hvaða upplýsingar hafði starfshópurinn sem vann sviðsmyndagreininguna? Forsætisráðherra ræddi kaup Icelandair á Wow í viðtali í vikunni og sagðist ekki geta sagt að þetta hefði komið sér á óvart og auðvitað „höfum við fylgst grannt með þessum málum um nokkurt skeið“. Forsætisráðherra verður að upplýsa hvaða upplýsingar hún hafði. Kaupin komu almennum fjárfestum á óvart, en ekki forsætisráðherra. Hlutabréf Icelandair hækkuðu um tæplega 40% á dagsparti. Hverju hafði forsætisráðherra fylgst svona grannt með? Hafði ríkisstjórnin meiri upplýsingar en eigendur fyrirtækisins? Forsætisráðherra segir „við“. Hverjir eru við? Getur verið að innherjaupplýsingar hafi verið meðal fólks sem ekki var skráð sem innherjar? Af fréttum er ljóst að ekki ber öllum saman um aðdraganda og tímalínu kaupanna. Það er umhugsunarefni. Hluthafar Iclandair hljóta að spyrja af hverju opið var fyrir viðskipti með bréf félagsins að morgni 5. nóvember í ljósi þeirra upplýsinga sem nú liggja fyrir. Seðlabankinn tók þátt í sviðsmyndagreiningunni. Bankinn hafði gert ráð fyrir stöðugu gengi íslensku krónunnar í náinni framtíð. Íslenska krónan hefur hins vegar fallið eins og steinn samfara vinnunni við úrlausn vanda flugfélaganna. Því er eðlilegt að spyrja: Var veiking íslensku krónunnar hluti af björgunaraðgerðum stjórnvalda? Frá ágústbyrjun hefur gengi krónunnar fallið yfir 10%. Var það ákvörðun stjórnvalda að fella gengi íslensku krónunnar?
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun