Núll Guðmundur Brynjólfsson skrifar 12. nóvember 2018 08:00 Nú skrifa ég pistil sem meiðir ekki, særir ekki nokkurn mann (hefði ég átt að skrifa, manneskju? – er ég strax kominn í vandræði?). Öll málefni sem varða nokkru verða því látin lönd og leið í þetta sinn (eða, er ég þá um leið að útiloka vissa jaðarhópa? Er þetta að klikka hjá mér?). Gott og vel (ég tek bara svona til orða, „gott og vel“ ég geri mér grein fyrir því að það hafa það ekki allir jafn gott og fólki líður misvel). Pistlar sem þessir eiga ekki að vera ögrandi. Þeir eiga ekki að vekja til umhugsunar og alls ekki hrista upp í neinum (hér er ég ekki að tala um bókstaflega hristingu, ekki um líkamlegt ofbeldi – íslenska tungumálið hefur bara þennan möguleika að tala um „að hrista upp í“, þetta er óskylt því sem átt er við með t.d. „shaken baby syndrome“ sem svo er kallað á útlensku – það er ofbeldi sem ber að fordæma). „Bakþankar“ heita einmitt svo því þar eiga að birtast þankar sem eiga heima bakatil, og fólk á því ekki að leiða hugann að (ég tek fram að þegar ég segi að þankar „eigi heima bakatil“ er ég ekki með neinum hætti að niðra rassa og alls ekki að veitast að þeim sem hafa þá líkamshluta í hávegum (kannski var þetta heldur ekki passandi?)). Þegar ég ákvað að kalla þennan pistil Núll vissi ég að ég gæti átt það á hættu að einhver sæi út úr því orði tölustafinn núll, og því um leið farið að túlka það gat með klámfengnum hætti, en ég verð bara að viðurkenna þá dirfsku að ég tók áhættuna og lét slag standa (með standa er ég ekki að vísa til …). Það er vandlifað – og skrifað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Brynjólfsson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Nú skrifa ég pistil sem meiðir ekki, særir ekki nokkurn mann (hefði ég átt að skrifa, manneskju? – er ég strax kominn í vandræði?). Öll málefni sem varða nokkru verða því látin lönd og leið í þetta sinn (eða, er ég þá um leið að útiloka vissa jaðarhópa? Er þetta að klikka hjá mér?). Gott og vel (ég tek bara svona til orða, „gott og vel“ ég geri mér grein fyrir því að það hafa það ekki allir jafn gott og fólki líður misvel). Pistlar sem þessir eiga ekki að vera ögrandi. Þeir eiga ekki að vekja til umhugsunar og alls ekki hrista upp í neinum (hér er ég ekki að tala um bókstaflega hristingu, ekki um líkamlegt ofbeldi – íslenska tungumálið hefur bara þennan möguleika að tala um „að hrista upp í“, þetta er óskylt því sem átt er við með t.d. „shaken baby syndrome“ sem svo er kallað á útlensku – það er ofbeldi sem ber að fordæma). „Bakþankar“ heita einmitt svo því þar eiga að birtast þankar sem eiga heima bakatil, og fólk á því ekki að leiða hugann að (ég tek fram að þegar ég segi að þankar „eigi heima bakatil“ er ég ekki með neinum hætti að niðra rassa og alls ekki að veitast að þeim sem hafa þá líkamshluta í hávegum (kannski var þetta heldur ekki passandi?)). Þegar ég ákvað að kalla þennan pistil Núll vissi ég að ég gæti átt það á hættu að einhver sæi út úr því orði tölustafinn núll, og því um leið farið að túlka það gat með klámfengnum hætti, en ég verð bara að viðurkenna þá dirfsku að ég tók áhættuna og lét slag standa (með standa er ég ekki að vísa til …). Það er vandlifað – og skrifað.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar