Ekkert svar! Þorsteinn Sæmundsson skrifar 12. nóvember 2018 16:23 Hvað hefur félagsmálaráðherra að fela? Síðastliðið vor lagði greinarhöfundur fram tvær fyrirspurnir til félags- og jafnréttisráðherra sem vörðuðu viðskipti með fullnustueignir Íbúðalánasjóðs. Hin fyrri varðaði uppgreiðslu þriggja fyrirtækja á Suðurnesjum á lánum til íbúðakaupa. Lánveitingar sjóðsins til slíkra fyrirtækja eiga að byggjast á því að fyrirtækin reki óhagnaðardrifna starfsemi. Svar ráðherrans var ekkert svar. Þar kom fram að með upplýsingar um fyrirtækin sem í hlut eiga beri að fara sem trúnaðarmál. Ekki er hægt að fallast á að upplýsingar sem varða meðferð opinberra fjármuna séu trúnaðarmál. Því verður áfram leitast við að nálgast upplýsingarnar sem ráðherra neitar að leggja fram. Seinni fyrirspurnin varðaði upplýsingar um sölu fullnustueigna Íbúðarlánasjóðs síðustu 10 ár. Hversu margar íbúðir hefðu verið seldar, hverjum og við hvaða verði. Eftir rúma þrjá mánuði (svarfrestur er 15 dagar) barst svar sem leiddi í ljós að á síðustu 10 árum hefðu alls um 3.600 íbúðir verið seldar fyrir rétt rúma 57 milljarða króna. Gleymum ekki að á bak við hverja sölu er fjölskylda sem missti heimili sitt. Ekki var uppgefið í svarinu hverjir hefðu keypt, einstklingar eða fyrirtæki og var borið við persónuverndarsjónarmiðum. Fyrirspurnin var því endurtekin hvað það varðaði. Hófst þá nokkurra mánaða tafaferli þar sem ráðherra leitaði ásjár hjá Persónuvernd. Persónuvernd hafði ekki skoðun á málinu. Enn tafði ráðherra málið og undir sumarlok sendi hann fjögurra blaðsíðna lista með nöfnum til Alþingis með þeim skilaboðum að Alþingi sjálft mætti meta hvort birta ætti svarið eður ei. Að sjálfsögðu hafnaði Alþingi því að ritskoða svör Framkvæmdavaldsins og endursendi svarið sem ófullnægjandi. Á þessum tímapunkti hafði ráðherrann eytt nógu miklum tíma til að nýtt þing var tekið til starfa og þar af leiðandi þurfti að endurnýja fyrirspurnina. Það var gert í byrjun þings um miðjan september en svarið sem þá lá fullbúið í félags- og jafnréttis/barnamálaráðuneytinu liggur þar enn. Vart vil ég trúa því að ráðherra hafi að nýju lagst á Persónuvernd til að kreista út hagfelldara álit fyrir sig og nánustu vandamenn. Verði reyndin sú að svo hafi verið og að Persónuvernd skipti um skoðun er málið orðið enn alvarlegra. Í örstuttu máli: Ráðherra í ríkisstjórn sem m.a. var stofnuð til að efla Alþingi hefur komist upp með að svara annað hvort ekki eða ófullnægjandi fyrirspurnum þingmanns sem lagðar voru fram fyrir tæpum átta mánuðum síðan. Ráðherra móast enn við að svara. Því er spurt: Hvers vegna er ráðherrann í feluleik með tæpa 60 milljarða af almannafé. Almenningur á rétt, raunar heimtingu á að fá að vita hverjir voru að véla með þessi verðmæti. Hvað hefur ráðherrann að fela?Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Hvað hefur félagsmálaráðherra að fela? Síðastliðið vor lagði greinarhöfundur fram tvær fyrirspurnir til félags- og jafnréttisráðherra sem vörðuðu viðskipti með fullnustueignir Íbúðalánasjóðs. Hin fyrri varðaði uppgreiðslu þriggja fyrirtækja á Suðurnesjum á lánum til íbúðakaupa. Lánveitingar sjóðsins til slíkra fyrirtækja eiga að byggjast á því að fyrirtækin reki óhagnaðardrifna starfsemi. Svar ráðherrans var ekkert svar. Þar kom fram að með upplýsingar um fyrirtækin sem í hlut eiga beri að fara sem trúnaðarmál. Ekki er hægt að fallast á að upplýsingar sem varða meðferð opinberra fjármuna séu trúnaðarmál. Því verður áfram leitast við að nálgast upplýsingarnar sem ráðherra neitar að leggja fram. Seinni fyrirspurnin varðaði upplýsingar um sölu fullnustueigna Íbúðarlánasjóðs síðustu 10 ár. Hversu margar íbúðir hefðu verið seldar, hverjum og við hvaða verði. Eftir rúma þrjá mánuði (svarfrestur er 15 dagar) barst svar sem leiddi í ljós að á síðustu 10 árum hefðu alls um 3.600 íbúðir verið seldar fyrir rétt rúma 57 milljarða króna. Gleymum ekki að á bak við hverja sölu er fjölskylda sem missti heimili sitt. Ekki var uppgefið í svarinu hverjir hefðu keypt, einstklingar eða fyrirtæki og var borið við persónuverndarsjónarmiðum. Fyrirspurnin var því endurtekin hvað það varðaði. Hófst þá nokkurra mánaða tafaferli þar sem ráðherra leitaði ásjár hjá Persónuvernd. Persónuvernd hafði ekki skoðun á málinu. Enn tafði ráðherra málið og undir sumarlok sendi hann fjögurra blaðsíðna lista með nöfnum til Alþingis með þeim skilaboðum að Alþingi sjálft mætti meta hvort birta ætti svarið eður ei. Að sjálfsögðu hafnaði Alþingi því að ritskoða svör Framkvæmdavaldsins og endursendi svarið sem ófullnægjandi. Á þessum tímapunkti hafði ráðherrann eytt nógu miklum tíma til að nýtt þing var tekið til starfa og þar af leiðandi þurfti að endurnýja fyrirspurnina. Það var gert í byrjun þings um miðjan september en svarið sem þá lá fullbúið í félags- og jafnréttis/barnamálaráðuneytinu liggur þar enn. Vart vil ég trúa því að ráðherra hafi að nýju lagst á Persónuvernd til að kreista út hagfelldara álit fyrir sig og nánustu vandamenn. Verði reyndin sú að svo hafi verið og að Persónuvernd skipti um skoðun er málið orðið enn alvarlegra. Í örstuttu máli: Ráðherra í ríkisstjórn sem m.a. var stofnuð til að efla Alþingi hefur komist upp með að svara annað hvort ekki eða ófullnægjandi fyrirspurnum þingmanns sem lagðar voru fram fyrir tæpum átta mánuðum síðan. Ráðherra móast enn við að svara. Því er spurt: Hvers vegna er ráðherrann í feluleik með tæpa 60 milljarða af almannafé. Almenningur á rétt, raunar heimtingu á að fá að vita hverjir voru að véla með þessi verðmæti. Hvað hefur ráðherrann að fela?Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar