Facebook, NBC og Fox hætta að sýna auglýsinguna sem CNN neitaði að birta Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. nóvember 2018 23:30 Mexíkóski glæpamaðurinn Luis Bracamontes var dæmdur til dauða fyrir morðin á tveimur lögreglumönnum í Kaliforníu árið 2014. Í auglýsingu Trumps er reynt að tengja glæpi hans við innflytjendur sem eru nú á leið til Bandaríkjanna. Getty/Randy Pench Samfélagsmiðillinn Facebook og bandarísku sjónvarpsstöðvarnar NBC og Fox News hyggjast hætta sýningum á umdeildri auglýsingu Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Auglýsingin fjallar um innflytjendamál og þykir þrungin kynþáttafordómum. Sjónvarpsstöðin CNN hafði áður neitað að sýna auglýsinguna á rásum sínum. Auglýsingunni er ætlað að vekja athygli á harðri og óvæginni afstöðu Bandaríkaforseta í innflytjendamálum. Í henni er reynt að tengja brot mexíkóska glæpamannsins Luis Bracamonte, sem kom ólöglega til Bandaríkjanna og myrti tvo lögreglumenn í Kaliforníuríki árið 2014, við hópa innflytjenda frá Mexíkó sem eru nú á leið til Bandaríkjanna. Enginn fótur virðist vera fyrir þeirri tengingu.CNN refused to run this ad... I guess they only run fake news and won't talk about real threats that don't suit their agenda. Enjoy. Remember this on Tuesday. #vote #voterepublican pic.twitter.com/VyMm7GhPLX— Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) November 3, 2018 Í yfirlýsingu sem Facebook sendi frá sér í dag segir að auglýsingin brjóti í bága við reglur samfélagsmiðilsins. Notendum mun áfram vera leyft að birta auglýsinguna á síðum sínum en þeir munu ekki geta greitt fyrir dreifingu á henni á miðlinum. Þá lýstu sjónvarpsstöðvarnar NBC og Fox News því einnig yfir í dag að þær hygðust hætta sýningum á auglýsingunni. Sú fyrrnefnda, NBC, var harðlega gagnrýnd á sunnudag fyrir að sýna auglýsinguna í leikhléi á leik í bandarísku NFL-deildinni. Á meðal þeirra sem létu í sér heyra voru bandaríska leikkonan Debra Messing og leikstjórinn Judd Apatow.So @nbc and @Comcast aired that racist Trump caravan commercial during the football game. Who made that decision? How did they decide it was ok? I am disgusted that you would air that after @cnn refused to air it because it is explicitly racist. Shame on you. @NBCNews— Judd Apatow (@JuddApatow) November 5, 2018 To our @willandgrace fans—I want you to know that I am ashamed that my network aired this disgusting racist ad. It is the antithesis of everything I personally believe in, and what, I believe, our show is all about. @nbc pic.twitter.com/CLinZKHB47— Debra Messing (@DebraMessing) November 5, 2018 Sonur Bandaríkjaforseta, Donald J. Trump, vakti athygli á áðurnefndri auglýsingu föður síns á Twitter-reikningi sínum um helgina. Hann sagði þar að CNN hefði neitað að sýna auglýsinguna og sakaði stöðina um að birta aðeins falsfréttir. Samskiptadeild CNN svaraði tísti Trumps yngri og sagði það áður hafa komið skýrt fram að auglýsingin yrði ekki birt sökum þess að hún hafi þótt rasísk. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Riveríutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Sjá meira
Samfélagsmiðillinn Facebook og bandarísku sjónvarpsstöðvarnar NBC og Fox News hyggjast hætta sýningum á umdeildri auglýsingu Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Auglýsingin fjallar um innflytjendamál og þykir þrungin kynþáttafordómum. Sjónvarpsstöðin CNN hafði áður neitað að sýna auglýsinguna á rásum sínum. Auglýsingunni er ætlað að vekja athygli á harðri og óvæginni afstöðu Bandaríkaforseta í innflytjendamálum. Í henni er reynt að tengja brot mexíkóska glæpamannsins Luis Bracamonte, sem kom ólöglega til Bandaríkjanna og myrti tvo lögreglumenn í Kaliforníuríki árið 2014, við hópa innflytjenda frá Mexíkó sem eru nú á leið til Bandaríkjanna. Enginn fótur virðist vera fyrir þeirri tengingu.CNN refused to run this ad... I guess they only run fake news and won't talk about real threats that don't suit their agenda. Enjoy. Remember this on Tuesday. #vote #voterepublican pic.twitter.com/VyMm7GhPLX— Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) November 3, 2018 Í yfirlýsingu sem Facebook sendi frá sér í dag segir að auglýsingin brjóti í bága við reglur samfélagsmiðilsins. Notendum mun áfram vera leyft að birta auglýsinguna á síðum sínum en þeir munu ekki geta greitt fyrir dreifingu á henni á miðlinum. Þá lýstu sjónvarpsstöðvarnar NBC og Fox News því einnig yfir í dag að þær hygðust hætta sýningum á auglýsingunni. Sú fyrrnefnda, NBC, var harðlega gagnrýnd á sunnudag fyrir að sýna auglýsinguna í leikhléi á leik í bandarísku NFL-deildinni. Á meðal þeirra sem létu í sér heyra voru bandaríska leikkonan Debra Messing og leikstjórinn Judd Apatow.So @nbc and @Comcast aired that racist Trump caravan commercial during the football game. Who made that decision? How did they decide it was ok? I am disgusted that you would air that after @cnn refused to air it because it is explicitly racist. Shame on you. @NBCNews— Judd Apatow (@JuddApatow) November 5, 2018 To our @willandgrace fans—I want you to know that I am ashamed that my network aired this disgusting racist ad. It is the antithesis of everything I personally believe in, and what, I believe, our show is all about. @nbc pic.twitter.com/CLinZKHB47— Debra Messing (@DebraMessing) November 5, 2018 Sonur Bandaríkjaforseta, Donald J. Trump, vakti athygli á áðurnefndri auglýsingu föður síns á Twitter-reikningi sínum um helgina. Hann sagði þar að CNN hefði neitað að sýna auglýsinguna og sakaði stöðina um að birta aðeins falsfréttir. Samskiptadeild CNN svaraði tísti Trumps yngri og sagði það áður hafa komið skýrt fram að auglýsingin yrði ekki birt sökum þess að hún hafi þótt rasísk.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Riveríutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Sjá meira