Frjálst þungunarrof? Já takk! Þóra Kristín Þórsdóttir skrifar 31. október 2018 14:05 Heilbrigðisráðherra vinnur nú að endurvinnslu frumvarps um þungunarrof sem, ef fram fær að ganga í þeirri mynd sem nú er unnið að, verður eitt róttækasta skref sem tekið hefur verið í jafnréttismálum hérlendis á undanförnum árum. Frumvarpið gerir nefnilega þungunarrof frjálst, en frá 1975 hafa barnshafandi einstaklingar þurft að leita til tveggja heilbrigðisstarfsmanna til að kvitta upp á að aðgerðin sé nauðsynleg, og að fyrir því liggi annað hvort félagslegar eða læknisfræðilegar ástæður. Þó í praxís sé þetta formsatriði hefur þetta valdið mörgum konum kvíða. Eftirleiðis mun sumsé enginn annar þurfa að samþykkja ákvörðunina. Minn líkami, mitt val. Það þarf vart að fjölyrða um það hve löngu tímabær þessi breyting er. Í fyrstu drögum frumvarpsins voru tímamörkin ákvörðuð 18 vikur en nú að gefnum umsögnum og umræðu hefur ráðherra gefið út að í lokadrögum frumvarpsins verði tímamörkin 22 vikur. Fólk mun því geta farið í þungunarrof, óháð ástæðu, og getur þá m.a. tekið ákvörðun út frá upplýsingum sem koma fram í 20 vikna skoðuninni. Á undanförnum dögum hafa ýmsir aðilar farið mikinn út af þessu máli. Sjálfsákvörðunarréttur kvenna þykir sjálfsagður, en einungis í ákveðinn tíma. Styrinn stendur um það að nú geti konur farið í þungunarrof þrátt fyrir að vera gengnar fram yfir hálfa meðgöngu, enda séu (0-10%) líkur á að barn sem fætt er á 23.viku meðgöngu geti lifað utan líkama móðurinnar. Andstæðingar frumvarpsins hafa því gert þetta 22ja vikna mark að algjöru aðalatriði og finnst skelfilegt til þess að hugsa að barnshafandi einstaklingur gæti tekið þessa ákvörðun á þessum tímapunkti án þess að læknisfræðilegar ástæður lægju fyrir. Nú eru Íslendingar ekki að finna upp hjólið, heldur þvert á móti, eru frekar seinir í að endurskoða löggjöfina um þetta mál miðað við nágrannaþjóðirnar. Í Bretlandi hefur þungunarrof verið leyfilegt (að því formsatriði gefnu að tveir læknar skrifi upp á það) fram að 24 vikum síðan árið 1967. Þar eru 4 af hverjum 5 slíkum aðgerðum framkvæmdar innan tíu vikna, og 9 af hverjum 10 á fyrstu 13 vikunum. Aðeins 1-2% aðgerða eru framkvæmdar eftir viku 20 og þá langflestar af læknisfræðilegum ástæðum. Sömu sögu er að segja um reynsluna í Svíþjóð og öðrum ríkjum þar sem rétturinn til þungunarrofs er rúmari en hér. Þá sýnir tölfræði Landlæknis að ríflega 8 af hverjum 10 tilfellum þungunarrofs á Íslandi eiga sér stað innan fyrstu 9 viknanna og aðeins eitt af hverjum hundrað eftir sextándu viku. Það er því ekki í samræmi við nein gögn, og lyktar raunar af gríðarlegu kvenhatri, að mála þá mynd að konur fari hér umvörpum að þramma í þungunarrof langt gengnar. Þegar barnshafandi einstaklingur tekur þá ákvörðun að ganga eða ganga ekki með barn er sú ákvörðun ekki tekin í tómarúmi heldur tekur mið af alls konar þáttum, bæði persónulegum og samfélagslegum. Þar skiptir auðvitað miklu máli hvort viðkomandi langar að verða foreldri, sem og í hvaða aðstæðum viðkomandi getnaður varð, en einnig skipta efnahagslegir þættir eins og fjöldi barna á heimili fyrir, hvort viðkomandi býr í eigin húsnæði, hár daggæslukostnaður fyrstu árin og ótal margt fleira máli. Þar er mikilvægt að hafa í huga að okkur hefur langt í frá tekist að skapa hér samfélag þar sem öll njóta jafnrar virðingar og tækifæra, fötluð og ófötluð, sama hvar á landinu þau búa, og það er við þær aðstæður sem upplýsingar sem koma fram í 20 vikna skoðun eru metnar. Aðalatriðið er að þegar einstaklingur hefur gengið með barn í 20 vikur og ákveður þá að rjúfa meðgöngu er eitthvað sérstakt á seyði, svo sem heimilisofbeldi, fíknivandi, eða að 20 vikna skoðunin hefur leitt í ljós eitthvað óvenjulegt sem viðkomandi treystir sér ekki að takast á við. Fólk sem neyðist til að endurmeta hvort halda eigi meðgöngu áfram á þessum tímapunkti á samúð og stuðning skilið. En réttinn til þungunarrofs verður það að hafa.Höfundur er forynja Kvennahreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þóra Kristín Þórsdóttir Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigðisráðherra vinnur nú að endurvinnslu frumvarps um þungunarrof sem, ef fram fær að ganga í þeirri mynd sem nú er unnið að, verður eitt róttækasta skref sem tekið hefur verið í jafnréttismálum hérlendis á undanförnum árum. Frumvarpið gerir nefnilega þungunarrof frjálst, en frá 1975 hafa barnshafandi einstaklingar þurft að leita til tveggja heilbrigðisstarfsmanna til að kvitta upp á að aðgerðin sé nauðsynleg, og að fyrir því liggi annað hvort félagslegar eða læknisfræðilegar ástæður. Þó í praxís sé þetta formsatriði hefur þetta valdið mörgum konum kvíða. Eftirleiðis mun sumsé enginn annar þurfa að samþykkja ákvörðunina. Minn líkami, mitt val. Það þarf vart að fjölyrða um það hve löngu tímabær þessi breyting er. Í fyrstu drögum frumvarpsins voru tímamörkin ákvörðuð 18 vikur en nú að gefnum umsögnum og umræðu hefur ráðherra gefið út að í lokadrögum frumvarpsins verði tímamörkin 22 vikur. Fólk mun því geta farið í þungunarrof, óháð ástæðu, og getur þá m.a. tekið ákvörðun út frá upplýsingum sem koma fram í 20 vikna skoðuninni. Á undanförnum dögum hafa ýmsir aðilar farið mikinn út af þessu máli. Sjálfsákvörðunarréttur kvenna þykir sjálfsagður, en einungis í ákveðinn tíma. Styrinn stendur um það að nú geti konur farið í þungunarrof þrátt fyrir að vera gengnar fram yfir hálfa meðgöngu, enda séu (0-10%) líkur á að barn sem fætt er á 23.viku meðgöngu geti lifað utan líkama móðurinnar. Andstæðingar frumvarpsins hafa því gert þetta 22ja vikna mark að algjöru aðalatriði og finnst skelfilegt til þess að hugsa að barnshafandi einstaklingur gæti tekið þessa ákvörðun á þessum tímapunkti án þess að læknisfræðilegar ástæður lægju fyrir. Nú eru Íslendingar ekki að finna upp hjólið, heldur þvert á móti, eru frekar seinir í að endurskoða löggjöfina um þetta mál miðað við nágrannaþjóðirnar. Í Bretlandi hefur þungunarrof verið leyfilegt (að því formsatriði gefnu að tveir læknar skrifi upp á það) fram að 24 vikum síðan árið 1967. Þar eru 4 af hverjum 5 slíkum aðgerðum framkvæmdar innan tíu vikna, og 9 af hverjum 10 á fyrstu 13 vikunum. Aðeins 1-2% aðgerða eru framkvæmdar eftir viku 20 og þá langflestar af læknisfræðilegum ástæðum. Sömu sögu er að segja um reynsluna í Svíþjóð og öðrum ríkjum þar sem rétturinn til þungunarrofs er rúmari en hér. Þá sýnir tölfræði Landlæknis að ríflega 8 af hverjum 10 tilfellum þungunarrofs á Íslandi eiga sér stað innan fyrstu 9 viknanna og aðeins eitt af hverjum hundrað eftir sextándu viku. Það er því ekki í samræmi við nein gögn, og lyktar raunar af gríðarlegu kvenhatri, að mála þá mynd að konur fari hér umvörpum að þramma í þungunarrof langt gengnar. Þegar barnshafandi einstaklingur tekur þá ákvörðun að ganga eða ganga ekki með barn er sú ákvörðun ekki tekin í tómarúmi heldur tekur mið af alls konar þáttum, bæði persónulegum og samfélagslegum. Þar skiptir auðvitað miklu máli hvort viðkomandi langar að verða foreldri, sem og í hvaða aðstæðum viðkomandi getnaður varð, en einnig skipta efnahagslegir þættir eins og fjöldi barna á heimili fyrir, hvort viðkomandi býr í eigin húsnæði, hár daggæslukostnaður fyrstu árin og ótal margt fleira máli. Þar er mikilvægt að hafa í huga að okkur hefur langt í frá tekist að skapa hér samfélag þar sem öll njóta jafnrar virðingar og tækifæra, fötluð og ófötluð, sama hvar á landinu þau búa, og það er við þær aðstæður sem upplýsingar sem koma fram í 20 vikna skoðun eru metnar. Aðalatriðið er að þegar einstaklingur hefur gengið með barn í 20 vikur og ákveður þá að rjúfa meðgöngu er eitthvað sérstakt á seyði, svo sem heimilisofbeldi, fíknivandi, eða að 20 vikna skoðunin hefur leitt í ljós eitthvað óvenjulegt sem viðkomandi treystir sér ekki að takast á við. Fólk sem neyðist til að endurmeta hvort halda eigi meðgöngu áfram á þessum tímapunkti á samúð og stuðning skilið. En réttinn til þungunarrofs verður það að hafa.Höfundur er forynja Kvennahreyfingarinnar.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun