Frjálst þungunarrof? Já takk! Þóra Kristín Þórsdóttir skrifar 31. október 2018 14:05 Heilbrigðisráðherra vinnur nú að endurvinnslu frumvarps um þungunarrof sem, ef fram fær að ganga í þeirri mynd sem nú er unnið að, verður eitt róttækasta skref sem tekið hefur verið í jafnréttismálum hérlendis á undanförnum árum. Frumvarpið gerir nefnilega þungunarrof frjálst, en frá 1975 hafa barnshafandi einstaklingar þurft að leita til tveggja heilbrigðisstarfsmanna til að kvitta upp á að aðgerðin sé nauðsynleg, og að fyrir því liggi annað hvort félagslegar eða læknisfræðilegar ástæður. Þó í praxís sé þetta formsatriði hefur þetta valdið mörgum konum kvíða. Eftirleiðis mun sumsé enginn annar þurfa að samþykkja ákvörðunina. Minn líkami, mitt val. Það þarf vart að fjölyrða um það hve löngu tímabær þessi breyting er. Í fyrstu drögum frumvarpsins voru tímamörkin ákvörðuð 18 vikur en nú að gefnum umsögnum og umræðu hefur ráðherra gefið út að í lokadrögum frumvarpsins verði tímamörkin 22 vikur. Fólk mun því geta farið í þungunarrof, óháð ástæðu, og getur þá m.a. tekið ákvörðun út frá upplýsingum sem koma fram í 20 vikna skoðuninni. Á undanförnum dögum hafa ýmsir aðilar farið mikinn út af þessu máli. Sjálfsákvörðunarréttur kvenna þykir sjálfsagður, en einungis í ákveðinn tíma. Styrinn stendur um það að nú geti konur farið í þungunarrof þrátt fyrir að vera gengnar fram yfir hálfa meðgöngu, enda séu (0-10%) líkur á að barn sem fætt er á 23.viku meðgöngu geti lifað utan líkama móðurinnar. Andstæðingar frumvarpsins hafa því gert þetta 22ja vikna mark að algjöru aðalatriði og finnst skelfilegt til þess að hugsa að barnshafandi einstaklingur gæti tekið þessa ákvörðun á þessum tímapunkti án þess að læknisfræðilegar ástæður lægju fyrir. Nú eru Íslendingar ekki að finna upp hjólið, heldur þvert á móti, eru frekar seinir í að endurskoða löggjöfina um þetta mál miðað við nágrannaþjóðirnar. Í Bretlandi hefur þungunarrof verið leyfilegt (að því formsatriði gefnu að tveir læknar skrifi upp á það) fram að 24 vikum síðan árið 1967. Þar eru 4 af hverjum 5 slíkum aðgerðum framkvæmdar innan tíu vikna, og 9 af hverjum 10 á fyrstu 13 vikunum. Aðeins 1-2% aðgerða eru framkvæmdar eftir viku 20 og þá langflestar af læknisfræðilegum ástæðum. Sömu sögu er að segja um reynsluna í Svíþjóð og öðrum ríkjum þar sem rétturinn til þungunarrofs er rúmari en hér. Þá sýnir tölfræði Landlæknis að ríflega 8 af hverjum 10 tilfellum þungunarrofs á Íslandi eiga sér stað innan fyrstu 9 viknanna og aðeins eitt af hverjum hundrað eftir sextándu viku. Það er því ekki í samræmi við nein gögn, og lyktar raunar af gríðarlegu kvenhatri, að mála þá mynd að konur fari hér umvörpum að þramma í þungunarrof langt gengnar. Þegar barnshafandi einstaklingur tekur þá ákvörðun að ganga eða ganga ekki með barn er sú ákvörðun ekki tekin í tómarúmi heldur tekur mið af alls konar þáttum, bæði persónulegum og samfélagslegum. Þar skiptir auðvitað miklu máli hvort viðkomandi langar að verða foreldri, sem og í hvaða aðstæðum viðkomandi getnaður varð, en einnig skipta efnahagslegir þættir eins og fjöldi barna á heimili fyrir, hvort viðkomandi býr í eigin húsnæði, hár daggæslukostnaður fyrstu árin og ótal margt fleira máli. Þar er mikilvægt að hafa í huga að okkur hefur langt í frá tekist að skapa hér samfélag þar sem öll njóta jafnrar virðingar og tækifæra, fötluð og ófötluð, sama hvar á landinu þau búa, og það er við þær aðstæður sem upplýsingar sem koma fram í 20 vikna skoðun eru metnar. Aðalatriðið er að þegar einstaklingur hefur gengið með barn í 20 vikur og ákveður þá að rjúfa meðgöngu er eitthvað sérstakt á seyði, svo sem heimilisofbeldi, fíknivandi, eða að 20 vikna skoðunin hefur leitt í ljós eitthvað óvenjulegt sem viðkomandi treystir sér ekki að takast á við. Fólk sem neyðist til að endurmeta hvort halda eigi meðgöngu áfram á þessum tímapunkti á samúð og stuðning skilið. En réttinn til þungunarrofs verður það að hafa.Höfundur er forynja Kvennahreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þóra Kristín Þórsdóttir Mest lesið Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Þjónusta og greining á börnum með ADHD Elín H. Hinriksdóttir og Sólveig Ásgrímsdóttiir Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigðisráðherra vinnur nú að endurvinnslu frumvarps um þungunarrof sem, ef fram fær að ganga í þeirri mynd sem nú er unnið að, verður eitt róttækasta skref sem tekið hefur verið í jafnréttismálum hérlendis á undanförnum árum. Frumvarpið gerir nefnilega þungunarrof frjálst, en frá 1975 hafa barnshafandi einstaklingar þurft að leita til tveggja heilbrigðisstarfsmanna til að kvitta upp á að aðgerðin sé nauðsynleg, og að fyrir því liggi annað hvort félagslegar eða læknisfræðilegar ástæður. Þó í praxís sé þetta formsatriði hefur þetta valdið mörgum konum kvíða. Eftirleiðis mun sumsé enginn annar þurfa að samþykkja ákvörðunina. Minn líkami, mitt val. Það þarf vart að fjölyrða um það hve löngu tímabær þessi breyting er. Í fyrstu drögum frumvarpsins voru tímamörkin ákvörðuð 18 vikur en nú að gefnum umsögnum og umræðu hefur ráðherra gefið út að í lokadrögum frumvarpsins verði tímamörkin 22 vikur. Fólk mun því geta farið í þungunarrof, óháð ástæðu, og getur þá m.a. tekið ákvörðun út frá upplýsingum sem koma fram í 20 vikna skoðuninni. Á undanförnum dögum hafa ýmsir aðilar farið mikinn út af þessu máli. Sjálfsákvörðunarréttur kvenna þykir sjálfsagður, en einungis í ákveðinn tíma. Styrinn stendur um það að nú geti konur farið í þungunarrof þrátt fyrir að vera gengnar fram yfir hálfa meðgöngu, enda séu (0-10%) líkur á að barn sem fætt er á 23.viku meðgöngu geti lifað utan líkama móðurinnar. Andstæðingar frumvarpsins hafa því gert þetta 22ja vikna mark að algjöru aðalatriði og finnst skelfilegt til þess að hugsa að barnshafandi einstaklingur gæti tekið þessa ákvörðun á þessum tímapunkti án þess að læknisfræðilegar ástæður lægju fyrir. Nú eru Íslendingar ekki að finna upp hjólið, heldur þvert á móti, eru frekar seinir í að endurskoða löggjöfina um þetta mál miðað við nágrannaþjóðirnar. Í Bretlandi hefur þungunarrof verið leyfilegt (að því formsatriði gefnu að tveir læknar skrifi upp á það) fram að 24 vikum síðan árið 1967. Þar eru 4 af hverjum 5 slíkum aðgerðum framkvæmdar innan tíu vikna, og 9 af hverjum 10 á fyrstu 13 vikunum. Aðeins 1-2% aðgerða eru framkvæmdar eftir viku 20 og þá langflestar af læknisfræðilegum ástæðum. Sömu sögu er að segja um reynsluna í Svíþjóð og öðrum ríkjum þar sem rétturinn til þungunarrofs er rúmari en hér. Þá sýnir tölfræði Landlæknis að ríflega 8 af hverjum 10 tilfellum þungunarrofs á Íslandi eiga sér stað innan fyrstu 9 viknanna og aðeins eitt af hverjum hundrað eftir sextándu viku. Það er því ekki í samræmi við nein gögn, og lyktar raunar af gríðarlegu kvenhatri, að mála þá mynd að konur fari hér umvörpum að þramma í þungunarrof langt gengnar. Þegar barnshafandi einstaklingur tekur þá ákvörðun að ganga eða ganga ekki með barn er sú ákvörðun ekki tekin í tómarúmi heldur tekur mið af alls konar þáttum, bæði persónulegum og samfélagslegum. Þar skiptir auðvitað miklu máli hvort viðkomandi langar að verða foreldri, sem og í hvaða aðstæðum viðkomandi getnaður varð, en einnig skipta efnahagslegir þættir eins og fjöldi barna á heimili fyrir, hvort viðkomandi býr í eigin húsnæði, hár daggæslukostnaður fyrstu árin og ótal margt fleira máli. Þar er mikilvægt að hafa í huga að okkur hefur langt í frá tekist að skapa hér samfélag þar sem öll njóta jafnrar virðingar og tækifæra, fötluð og ófötluð, sama hvar á landinu þau búa, og það er við þær aðstæður sem upplýsingar sem koma fram í 20 vikna skoðun eru metnar. Aðalatriðið er að þegar einstaklingur hefur gengið með barn í 20 vikur og ákveður þá að rjúfa meðgöngu er eitthvað sérstakt á seyði, svo sem heimilisofbeldi, fíknivandi, eða að 20 vikna skoðunin hefur leitt í ljós eitthvað óvenjulegt sem viðkomandi treystir sér ekki að takast á við. Fólk sem neyðist til að endurmeta hvort halda eigi meðgöngu áfram á þessum tímapunkti á samúð og stuðning skilið. En réttinn til þungunarrofs verður það að hafa.Höfundur er forynja Kvennahreyfingarinnar.
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar