Bandaríkjastjórn íhugar að þurrka út skilgreininguna um transfólk Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. október 2018 16:21 Ríkisstjórn Donalds Trump er nú með það til skoðunar að taka til baka ýmsar breytingar á réttindum þeirra sem vilja fá að skilgreina kyn sitt öðruvísi en líffræðilegt kyn þeirra. Vísir/Getty Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta skoðar nú að breyta því á hvaða vegu kyn einstaklinga skilgreinist. Endurskilgreiningin myndi fela í sér að allir Bandaríkjamenn skilgreindust sem annað hvort karlar eða konur, í samræmi við líffræðilegt kyn þeirra við fæðingu. Breytingin myndi hafa víðtæk áhrif á fjölda manns, en talið er að um ein og hálf milljón Bandaríkjamanna kjósi að skilgreina sig sem annað kyn en líffræðilegt kyn þeirra gefur til kynna. Samkvæmt minnisblaði frá heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna, sem New York Times hefur undir höndum, mun lagalegri skilgreiningu kyns verða breytt á þann veg að allir Bandaríkjamenn teljist til þess kyns sem kynfæri þeirra gefa til kynna við fæðingu. Ekki verði hægt að breyta þeirri skilgreiningu nema með óyggjandi niðurstöðum erfðafræðiprófana. Í minnisblaðinu, sem skrifað var í vor, er kyn skilgreint sem „staða einstaklings sem annað hvort karl eða kona sem byggist á óbreytilegum líffræðilegum eiginleikum, greinanlegum fyrir eða við fæðingu.“ Á síðasta ári tjáði Bandaríkjaforseti sig um málefni transfólks í hernum, en þá tísti hann því að ekki megi leggja „gríðarlegan lækniskostnað og truflun“ sem transfólk hefði í för með sér á herðar hernum. Þá staðfesti Trump bannið fyrr á þessu ári.Sjá einnig: Trump: Transfólk má ekki gegna herþjónustuÁ undanförnum árum hafa ýmsar breytingar orðið á réttindum þeirra sem skilgreina sig sem annað en sitt líffræðilega kyn, en það var í stjórnartíð Baracks Obama. Þá var transfólki gert mun auðveldara að skilgreina eigið kyn. Stefna stjórnar Obama vakti upp miklar og heitar umræður í Bandaríkjunum um rétt transfólks á sviðum þar sem litið var á kyn sem val á milli tveggja kosta, það er karlkyns og kvenkyns. Meðal þess sem bar hæst í þeirri umræðu var réttur fólks til þess að nota almenningssalerni og búningsklefa sem samræmdist þeirra skilgreinda kyni. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Enn leggur Trump til takmarkanir á herþjónustu transfólks Transfólki verður formlega bannað að gegna herþjónustu en varnarmálaráðuneytið fær víðtæka heimild til að gera undantekningar. 24. mars 2018 08:23 Transfólk í Norður-Karólínu fær að velja salerni sem samræmist eigin kynvitund Í dómsorði segir að trans einstaklingar við háskólann hafi fært sannfærandi rök fyrir því að þeir muni hljóta óbætanlega skaða af því að vera þvingaðir til að nota almenningsklósett þvert á eigin kynvitund. 27. ágúst 2016 12:22 Leiðbeiningar gefnar út um bann við transfólki í Bandaríkjaher Bandaríska varnarmálaráðuneytið á að líta til hæfni transfólks til að gegna herþjónustu þegar það ákveður að leysa það frá störfum samkvæmt leiðbeiningum Hvíta hússins. 24. ágúst 2017 10:14 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta skoðar nú að breyta því á hvaða vegu kyn einstaklinga skilgreinist. Endurskilgreiningin myndi fela í sér að allir Bandaríkjamenn skilgreindust sem annað hvort karlar eða konur, í samræmi við líffræðilegt kyn þeirra við fæðingu. Breytingin myndi hafa víðtæk áhrif á fjölda manns, en talið er að um ein og hálf milljón Bandaríkjamanna kjósi að skilgreina sig sem annað kyn en líffræðilegt kyn þeirra gefur til kynna. Samkvæmt minnisblaði frá heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna, sem New York Times hefur undir höndum, mun lagalegri skilgreiningu kyns verða breytt á þann veg að allir Bandaríkjamenn teljist til þess kyns sem kynfæri þeirra gefa til kynna við fæðingu. Ekki verði hægt að breyta þeirri skilgreiningu nema með óyggjandi niðurstöðum erfðafræðiprófana. Í minnisblaðinu, sem skrifað var í vor, er kyn skilgreint sem „staða einstaklings sem annað hvort karl eða kona sem byggist á óbreytilegum líffræðilegum eiginleikum, greinanlegum fyrir eða við fæðingu.“ Á síðasta ári tjáði Bandaríkjaforseti sig um málefni transfólks í hernum, en þá tísti hann því að ekki megi leggja „gríðarlegan lækniskostnað og truflun“ sem transfólk hefði í för með sér á herðar hernum. Þá staðfesti Trump bannið fyrr á þessu ári.Sjá einnig: Trump: Transfólk má ekki gegna herþjónustuÁ undanförnum árum hafa ýmsar breytingar orðið á réttindum þeirra sem skilgreina sig sem annað en sitt líffræðilega kyn, en það var í stjórnartíð Baracks Obama. Þá var transfólki gert mun auðveldara að skilgreina eigið kyn. Stefna stjórnar Obama vakti upp miklar og heitar umræður í Bandaríkjunum um rétt transfólks á sviðum þar sem litið var á kyn sem val á milli tveggja kosta, það er karlkyns og kvenkyns. Meðal þess sem bar hæst í þeirri umræðu var réttur fólks til þess að nota almenningssalerni og búningsklefa sem samræmdist þeirra skilgreinda kyni.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Enn leggur Trump til takmarkanir á herþjónustu transfólks Transfólki verður formlega bannað að gegna herþjónustu en varnarmálaráðuneytið fær víðtæka heimild til að gera undantekningar. 24. mars 2018 08:23 Transfólk í Norður-Karólínu fær að velja salerni sem samræmist eigin kynvitund Í dómsorði segir að trans einstaklingar við háskólann hafi fært sannfærandi rök fyrir því að þeir muni hljóta óbætanlega skaða af því að vera þvingaðir til að nota almenningsklósett þvert á eigin kynvitund. 27. ágúst 2016 12:22 Leiðbeiningar gefnar út um bann við transfólki í Bandaríkjaher Bandaríska varnarmálaráðuneytið á að líta til hæfni transfólks til að gegna herþjónustu þegar það ákveður að leysa það frá störfum samkvæmt leiðbeiningum Hvíta hússins. 24. ágúst 2017 10:14 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Enn leggur Trump til takmarkanir á herþjónustu transfólks Transfólki verður formlega bannað að gegna herþjónustu en varnarmálaráðuneytið fær víðtæka heimild til að gera undantekningar. 24. mars 2018 08:23
Transfólk í Norður-Karólínu fær að velja salerni sem samræmist eigin kynvitund Í dómsorði segir að trans einstaklingar við háskólann hafi fært sannfærandi rök fyrir því að þeir muni hljóta óbætanlega skaða af því að vera þvingaðir til að nota almenningsklósett þvert á eigin kynvitund. 27. ágúst 2016 12:22
Leiðbeiningar gefnar út um bann við transfólki í Bandaríkjaher Bandaríska varnarmálaráðuneytið á að líta til hæfni transfólks til að gegna herþjónustu þegar það ákveður að leysa það frá störfum samkvæmt leiðbeiningum Hvíta hússins. 24. ágúst 2017 10:14