Frá Brasilíu til Lissabon Þorvaldur Gylfason skrifar 25. október 2018 08:00 Lissabon – Hér í Lissabon eru landkönnuðir enn á allra vörum. Það var árið 1492 að Kristófer Kólumbus hélt hann hefði siglt skipi sínu til Vestur-Indía sem við köllum nú Karíbahafseyjar. En það var ekki alls kostar rétt því skipið kastaði akkerum við Bahama-eyjar úti fyrir ströndum Flórída, ekki heldur langt frá Kúbu, og gerði þar stuttan stanz. Kólumbus hafði ekki hugmynd um að Leifur Eiríksson, okkar maður á staðnum, hafði numið land í Ameríku tæpum 500 árum fyrr, nánar tiltekið Vínland þar sem nú heitir Nýfundnaland. Ekki fékk Ameríka að heita í höfuðið á Kristóferi Kólumbusi, heldur eftir Amerigo Vespucci, ítölskum landkönnuði sem var í siglingum þar vestra nokkru síðar. Kaninn má þykjast hafa sloppið vel því álfan hefði getað hlotið heldur nafnið Vespússía eftir þeirri reglu sem tíðkast víðast hvar utan Íslands að kenna lönd og staði við eftirnöfn manna frekar en fornöfn.Síðasta vígi þrælahalds Nokkrum árum eftir síðari fund Ameríku 1492 sigldi portúgalski landkönnuðurinn Vasco da Gama fyrstur manna suður fyrir Góðrarvonarhöfða syðst í Afríku og áfram upp til Indlands. Á leiðinni heim aftur sigldi hann nálægt Brasilíu en nam þar þó ekki land. Það gerðu aðrir landar hans um 1500 og var Brasilía upp frá því portúgölsk nýlenda allar götur til 1822 og gekk á ýmsu. Þrælahald lagðist ekki af í Brasilíu fyrr en 1888 og féll þá síðasta vígi þrælahalds á vesturhveli jarðar. Landeigendur réðu lögum og lofum. Eftir síðari heimsstyrjöldina fékk Brasilía loksins að kynnast lýðræði frá 1946 til 1964 þegar herforingjar hrifsuðu til sín völdin og stjórnuðu landinu með harðri hendi til 1985. Þá komst lýðræði aftur á og stendur sú skipan enn.Blendinn árangur Brasilískir stjórnmálamenn og flokkar hafa ekki farið vel með umboð kjósenda. Brasilía hefur dregizt aftur úr Portúgal í efnahagslegu tilliti og langt aftur úr Argentínu í næsta nágrenni. Brasilía og Argentína stóðu jafnfætis 1990 en nú er að meðaltali fjórðungsmunur á lífskjörum í löndunum tveim Argentínu í hag. Brasilíu hefur samt farið fram að ýmsu öðru leyti. Brasilískur hvítvoðungur gat vænzt þess að lifa 11 árum skemur en argentínskur hvítvoðungur 1960, en nú er munurinn kominn niður í eitt ár, 77 ár í Argentínu og 76 í Brasilíu. Lengri ævir vitna um aukna velsæld. Stjórnmálin eru kafli út af fyrir sig. Einn fv. forseti Brasilíu, Lula da Silva, situr nú í fangelsi vegna aðildar að spillingu. Annar fv. forseti var dæmdur frá embætti fyrir sömu sakir. Hinn þriðji, sá sem nú situr, er í rannsókn. Fáir virðast hafa hreinan skjöld. Kjósendur hugsa margir sem svo: Allt er betra en þetta. Og þá siglir inn í upplausnarástandið fv. hermaður og þingmaður frá 1991, Jair Bolsonaro heitir hann, sveiflar biblíunni og lofar að hreinsa til. Hann formælir með grófu orðalagi blökkumönnum, afkomendum þrælanna, og öðrum minnihlutahópum og mærir herforingjana og pyndingarnar sem þeir voru þekktir fyrir 1964-1985. Hann blæs á alla umhverfisvernd. Hann er kallaður brasilískur Trump og virðist nú líklegur til að ná kjöri í síðari umferð forsetakosninganna á sunnudaginn kemur. Þá getur margt enn farið úrskeiðis.Spilling hefur afleiðingar Hér birtist ein hættan sem stafar af stjórnmálaspillingu. Þegar Ítalar losuðu sig við gerspillta stjórnmálamenn og flokka árin eftir 1990 kusu þeir Silvio Berlusconi, auðmann af sama sauðahúsi, til að taka við taumunum með þeim árangri að Ítalía hefur í efnahagslegu tilliti dregizt aftur úr öðrum Evrópulöndum. Kaupmáttur þjóðartekna á mann á Ítalíu var svipaður 1990 og hann var í hinum þrem stærstu löndum ESB, Bretlandi, Frakklandi og Þýzkalandi, sem hefur öllum vegnað nokkuð vel. Nú er kaupmáttur þjóðartekna á mann á Ítalíu engu meiri en fyrir 20 árum líkt og í Grikklandi, fjórðungi minni en í Þýzkalandi og 10% minni en í Frakklandi. Í sumar leið gerðu ítalskir kjósendur aðra tilraun til landhreinsunar svo af hlauzt ný ríkisstjórn tveggja gerólíkra uppreisnarflokka sem virðast til alls vísir nema ESB setji þeim stólinn fyrir dyrnar. Þá getur hitnað í kolunum. Dæmi Ítalíu og Grikklands vitna um hættuna sem fylgir því að spilling festi rætur.Tíu töpuð ár, og þó ekki Portúgal hefur dregizt lítillega aftur úr Spáni í efnahagslegu tilliti frá því bæði löndin hrundu herforingjastjórnum af höndum sér um miðjan áttunda áratug síðustu aldar og lýðræði komst á og bæði gengu inn í ESB 1986. Kaupmáttur þjóðartekna á mann er nú ívið minni í báðum löndum en hann var 2007. Portúgal hefur þó dregið á Spán að öðru leyti. Nýfæddur Portúgali gat vænzt þess að lifa sex árum skemur en nýfæddur Spánverji 1960, en nú er munurinn kominn niður í tvö ár, 83 ár á Spáni líkt og hér heima og 81 ár í Portúgal. Lengri ævir segja stundum meira en þurrar hagtölur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Lissabon – Hér í Lissabon eru landkönnuðir enn á allra vörum. Það var árið 1492 að Kristófer Kólumbus hélt hann hefði siglt skipi sínu til Vestur-Indía sem við köllum nú Karíbahafseyjar. En það var ekki alls kostar rétt því skipið kastaði akkerum við Bahama-eyjar úti fyrir ströndum Flórída, ekki heldur langt frá Kúbu, og gerði þar stuttan stanz. Kólumbus hafði ekki hugmynd um að Leifur Eiríksson, okkar maður á staðnum, hafði numið land í Ameríku tæpum 500 árum fyrr, nánar tiltekið Vínland þar sem nú heitir Nýfundnaland. Ekki fékk Ameríka að heita í höfuðið á Kristóferi Kólumbusi, heldur eftir Amerigo Vespucci, ítölskum landkönnuði sem var í siglingum þar vestra nokkru síðar. Kaninn má þykjast hafa sloppið vel því álfan hefði getað hlotið heldur nafnið Vespússía eftir þeirri reglu sem tíðkast víðast hvar utan Íslands að kenna lönd og staði við eftirnöfn manna frekar en fornöfn.Síðasta vígi þrælahalds Nokkrum árum eftir síðari fund Ameríku 1492 sigldi portúgalski landkönnuðurinn Vasco da Gama fyrstur manna suður fyrir Góðrarvonarhöfða syðst í Afríku og áfram upp til Indlands. Á leiðinni heim aftur sigldi hann nálægt Brasilíu en nam þar þó ekki land. Það gerðu aðrir landar hans um 1500 og var Brasilía upp frá því portúgölsk nýlenda allar götur til 1822 og gekk á ýmsu. Þrælahald lagðist ekki af í Brasilíu fyrr en 1888 og féll þá síðasta vígi þrælahalds á vesturhveli jarðar. Landeigendur réðu lögum og lofum. Eftir síðari heimsstyrjöldina fékk Brasilía loksins að kynnast lýðræði frá 1946 til 1964 þegar herforingjar hrifsuðu til sín völdin og stjórnuðu landinu með harðri hendi til 1985. Þá komst lýðræði aftur á og stendur sú skipan enn.Blendinn árangur Brasilískir stjórnmálamenn og flokkar hafa ekki farið vel með umboð kjósenda. Brasilía hefur dregizt aftur úr Portúgal í efnahagslegu tilliti og langt aftur úr Argentínu í næsta nágrenni. Brasilía og Argentína stóðu jafnfætis 1990 en nú er að meðaltali fjórðungsmunur á lífskjörum í löndunum tveim Argentínu í hag. Brasilíu hefur samt farið fram að ýmsu öðru leyti. Brasilískur hvítvoðungur gat vænzt þess að lifa 11 árum skemur en argentínskur hvítvoðungur 1960, en nú er munurinn kominn niður í eitt ár, 77 ár í Argentínu og 76 í Brasilíu. Lengri ævir vitna um aukna velsæld. Stjórnmálin eru kafli út af fyrir sig. Einn fv. forseti Brasilíu, Lula da Silva, situr nú í fangelsi vegna aðildar að spillingu. Annar fv. forseti var dæmdur frá embætti fyrir sömu sakir. Hinn þriðji, sá sem nú situr, er í rannsókn. Fáir virðast hafa hreinan skjöld. Kjósendur hugsa margir sem svo: Allt er betra en þetta. Og þá siglir inn í upplausnarástandið fv. hermaður og þingmaður frá 1991, Jair Bolsonaro heitir hann, sveiflar biblíunni og lofar að hreinsa til. Hann formælir með grófu orðalagi blökkumönnum, afkomendum þrælanna, og öðrum minnihlutahópum og mærir herforingjana og pyndingarnar sem þeir voru þekktir fyrir 1964-1985. Hann blæs á alla umhverfisvernd. Hann er kallaður brasilískur Trump og virðist nú líklegur til að ná kjöri í síðari umferð forsetakosninganna á sunnudaginn kemur. Þá getur margt enn farið úrskeiðis.Spilling hefur afleiðingar Hér birtist ein hættan sem stafar af stjórnmálaspillingu. Þegar Ítalar losuðu sig við gerspillta stjórnmálamenn og flokka árin eftir 1990 kusu þeir Silvio Berlusconi, auðmann af sama sauðahúsi, til að taka við taumunum með þeim árangri að Ítalía hefur í efnahagslegu tilliti dregizt aftur úr öðrum Evrópulöndum. Kaupmáttur þjóðartekna á mann á Ítalíu var svipaður 1990 og hann var í hinum þrem stærstu löndum ESB, Bretlandi, Frakklandi og Þýzkalandi, sem hefur öllum vegnað nokkuð vel. Nú er kaupmáttur þjóðartekna á mann á Ítalíu engu meiri en fyrir 20 árum líkt og í Grikklandi, fjórðungi minni en í Þýzkalandi og 10% minni en í Frakklandi. Í sumar leið gerðu ítalskir kjósendur aðra tilraun til landhreinsunar svo af hlauzt ný ríkisstjórn tveggja gerólíkra uppreisnarflokka sem virðast til alls vísir nema ESB setji þeim stólinn fyrir dyrnar. Þá getur hitnað í kolunum. Dæmi Ítalíu og Grikklands vitna um hættuna sem fylgir því að spilling festi rætur.Tíu töpuð ár, og þó ekki Portúgal hefur dregizt lítillega aftur úr Spáni í efnahagslegu tilliti frá því bæði löndin hrundu herforingjastjórnum af höndum sér um miðjan áttunda áratug síðustu aldar og lýðræði komst á og bæði gengu inn í ESB 1986. Kaupmáttur þjóðartekna á mann er nú ívið minni í báðum löndum en hann var 2007. Portúgal hefur þó dregið á Spán að öðru leyti. Nýfæddur Portúgali gat vænzt þess að lifa sex árum skemur en nýfæddur Spánverji 1960, en nú er munurinn kominn niður í tvö ár, 83 ár á Spáni líkt og hér heima og 81 ár í Portúgal. Lengri ævir segja stundum meira en þurrar hagtölur.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar