Hlutverkaskipti Óttar Guðmundsson skrifar 13. október 2018 08:00 Um aldir voru lífskjör í hinni dönsku nýlendu, Íslandi með þeim lökustu í Evrópu. Verslunareinokun var ríkjandi, efnahagsleg stöðnun og úrræðaleysið algjört. Alþýðan var þrautpínd, yfirvöld ströng og mönnum refsað grimmilega fyrir minnstu yfirsjónir. Ungbarnadauði var ávallt einn hinn hæsti í Evrópu og þjóðinni fjölgaði lítið sem ekkert um aldir. Náttúran var óblíð, vetur harðir og almættið sendi þjóðinni nokkur eldgos af einskærri gamansemi. Danir sem hingað komu lýstu yfir fyrirlitningu sinni á sóðaskap og annarri niðurlægingu þjóðarinnar. Íslendingar í Kaupmannahöfn urðu iðulega fyrir aðkasti reiðra Dana sem töldu þá afætur á samfélaginu. Smám saman risu Íslendingar úr öskustónni og lífskjörin snarbötnuðu. Það fer vel á því að Íslendingar skuli með aukinni velsæld hafa skipt um hlutverk á leiksviði lífsins. Mikil efnahagsleg uppsveifla hefur skolað hingað erlendu verkafólki sem byggir hús, rekur hótel og afgreiðir í Kostkó. Í nýlegum sjónvarpsþáttum voru raktar dapurlegar reynslusögur nokkurra verkamanna sem báru innlendum yfirmönnum sínum og leigusölum illa söguna. Sagt var að menn kappkostuðu að sýna fólki hvar það ætti heima í þjóðfélagsstiganum. Erlent vinnuafl verðskuldaði ekki sömu kjör og innfæddir og gæti gert sér að góðu gömlu baðstofustemminguna þegar mikill fjöldi kúldraðist í kulda og trekki. Afkomendur þrautpíndrar íslenskrar alþýðu hafa nú haft hlutverkaskipti við fyrrum húsbændur sína. Þetta sýnir vel sveigjanleika, kraft og dug þjóðarinnar sem hefur tekist að kasta á ruslahauga sögunnar sögulegu hlutverki sínu en tekið upp siði og framkomu nýlenduherra. Hér rætast spádómar helgrar bókar að hinir síðustu skuli verða fyrstir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Fíkn er sjúkdómur sem rýfur tengsl Sigurður Páll Jónsson Skoðun Höfuðborgin sem þjóðgarður: Arfleifð til komandi kynslóða Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Mjúki penninn Berglind Pétursdóttir Bakþankar Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Um aldir voru lífskjör í hinni dönsku nýlendu, Íslandi með þeim lökustu í Evrópu. Verslunareinokun var ríkjandi, efnahagsleg stöðnun og úrræðaleysið algjört. Alþýðan var þrautpínd, yfirvöld ströng og mönnum refsað grimmilega fyrir minnstu yfirsjónir. Ungbarnadauði var ávallt einn hinn hæsti í Evrópu og þjóðinni fjölgaði lítið sem ekkert um aldir. Náttúran var óblíð, vetur harðir og almættið sendi þjóðinni nokkur eldgos af einskærri gamansemi. Danir sem hingað komu lýstu yfir fyrirlitningu sinni á sóðaskap og annarri niðurlægingu þjóðarinnar. Íslendingar í Kaupmannahöfn urðu iðulega fyrir aðkasti reiðra Dana sem töldu þá afætur á samfélaginu. Smám saman risu Íslendingar úr öskustónni og lífskjörin snarbötnuðu. Það fer vel á því að Íslendingar skuli með aukinni velsæld hafa skipt um hlutverk á leiksviði lífsins. Mikil efnahagsleg uppsveifla hefur skolað hingað erlendu verkafólki sem byggir hús, rekur hótel og afgreiðir í Kostkó. Í nýlegum sjónvarpsþáttum voru raktar dapurlegar reynslusögur nokkurra verkamanna sem báru innlendum yfirmönnum sínum og leigusölum illa söguna. Sagt var að menn kappkostuðu að sýna fólki hvar það ætti heima í þjóðfélagsstiganum. Erlent vinnuafl verðskuldaði ekki sömu kjör og innfæddir og gæti gert sér að góðu gömlu baðstofustemminguna þegar mikill fjöldi kúldraðist í kulda og trekki. Afkomendur þrautpíndrar íslenskrar alþýðu hafa nú haft hlutverkaskipti við fyrrum húsbændur sína. Þetta sýnir vel sveigjanleika, kraft og dug þjóðarinnar sem hefur tekist að kasta á ruslahauga sögunnar sögulegu hlutverki sínu en tekið upp siði og framkomu nýlenduherra. Hér rætast spádómar helgrar bókar að hinir síðustu skuli verða fyrstir.
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar