Vinur er sá er til vamms segir Þórarinn Ævarsson skrifar 15. október 2018 15:09 Síðastliðin 36 ár hef ég starfað við matvælaframleiðslu og sölu á matvælum á einn eða annan hátt og hefur mér gengið betur en flestum að fóta mig í því oft krefjandi umhverfi. Í ljósi reynslu minnar á rekstri og þekkingar á því hvernig viðskiptavinir bregðast við mismunandi verðlagningu ákvað ég að halda fyrirlestur á Landbúnaðarsýningunni sem fram fór í Laugardalshöll nýliðna helgi. Orðum mínum var fyrst og fremst beint til ferðaþjónustubænda, en yfirskrift erindis míns var: Eru ónýttar matarholur hjá ferðaþjónustubændum.Í þessu erindi lýsti ég stuttlega yfir áhyggjum mínum af því sem ég kalla óhóflega verðlagningu eða okur þegar kemur að veitingum og lýsti þar einnig þeim áhyggjum mínum að þetta kæmi á endanum til með að koma í bakið á okkur. Ég benti á staðreyndir sem eru öllum ljósar, t.a.m það að ferðamenn eru farir að versla inn kost í lágvöruverslunum, í stað þess að fara á veitingahús. Ég benti einnig á það að matartúrismi er vaxandi um allan heim, en þessir túristar eru ekki á höttunum eftir innfluttu bakkelsi eða alþjóðlegum skyndibita. Ég eyddi hinsvegar megninu af tímanum í að útskýra fyrir fundargestum hvernig bæta mætti afkomuna með því að framleiða hlutina sjálfir, nýta sér Íslenskar landbúnaðarafurðir í stað innfluttra og síðast en ekki síst með því að snarlækka hjá sér verðið. Ég kom með nokkur reiknidæmi því til staðfestingar. Í stuttu máli sagt, þá var ég að ráðleggja ferðaþjónustubændum heilt, og sá ég það á viðbrögðum eftir fundinn að margir mátu það svo. Það sem nefnt er hér að ofan eru allt saman þættir sem ég hef reynslu af úr mínum eigin rekstri og get staðfest að virka. Eins og við var að búast þá gátu forráðamenn ferðaþjónustunnar ekki setið undir þessu og sendi formaður þeirra Bjarnheiður Hallsdottir frá sér alveg hreint makalausa tilkynningu á fjölmiðla í gær, þar sem allt var gert til að verja verðlagningu ferðamannastaða. Bjarnheiður sat ekki þennan fund og er greinilega ekki kunnugt um allt það sem þar fór fram, en hún hikaði þó ekki við að gera mér upp ýmsar skoðanir, auk þess sem hún fór ansi frjálslega með atriði sem hún hefur ekki minnstu hugmynd um. Þarna er eins og svo oft áður verið að ráðast á sendiboðann og í stað þess að líta í eigin barm, þá er hellt úr skálum reiðinnar. Það er staðreynd að mjög víða er stöðugt rennsli ferðamanna, alla daga ársins. Jafn mikið rennsli og í IKEA í Garðabæ. Það er líka staðreynd að verðlagningin á þessum stöðum er á tíðum allt of há, svo há að það dettur nánast engum íslending til hugar að fara á þessa staði. Það er líka staðreynd að krónan hefur veikst gríðarlega síðustu 15 mánuði, eða um rúm 22% frá því sem var. Það er því ekki hægt að skýla sér endalaust á bak við það hvað krónan sé agalega sterk. Málið er einfalt. Á meðan menn leyfa sér að rukka 5 dollara fyrir kaffibolla og 11 dollara fyrir kökusneið, eða 30 dollara fyrir hamborgara, þá ofbýður ferðamönnum, jafnt innlendum sem erlendum. Menn einfaldlega sleppa því að fá sér að að borða og á endanum tapar veitingamaðurinn. Væri ekki nær að prófa að lækka hressilega, fylla staðinn, fullnýta tæki og mannskap og á endanum hagnast verulega. Þetta voru mín skilaboð til ferðaþjónustubænda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Þórarinn Ævarsson Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Síðastliðin 36 ár hef ég starfað við matvælaframleiðslu og sölu á matvælum á einn eða annan hátt og hefur mér gengið betur en flestum að fóta mig í því oft krefjandi umhverfi. Í ljósi reynslu minnar á rekstri og þekkingar á því hvernig viðskiptavinir bregðast við mismunandi verðlagningu ákvað ég að halda fyrirlestur á Landbúnaðarsýningunni sem fram fór í Laugardalshöll nýliðna helgi. Orðum mínum var fyrst og fremst beint til ferðaþjónustubænda, en yfirskrift erindis míns var: Eru ónýttar matarholur hjá ferðaþjónustubændum.Í þessu erindi lýsti ég stuttlega yfir áhyggjum mínum af því sem ég kalla óhóflega verðlagningu eða okur þegar kemur að veitingum og lýsti þar einnig þeim áhyggjum mínum að þetta kæmi á endanum til með að koma í bakið á okkur. Ég benti á staðreyndir sem eru öllum ljósar, t.a.m það að ferðamenn eru farir að versla inn kost í lágvöruverslunum, í stað þess að fara á veitingahús. Ég benti einnig á það að matartúrismi er vaxandi um allan heim, en þessir túristar eru ekki á höttunum eftir innfluttu bakkelsi eða alþjóðlegum skyndibita. Ég eyddi hinsvegar megninu af tímanum í að útskýra fyrir fundargestum hvernig bæta mætti afkomuna með því að framleiða hlutina sjálfir, nýta sér Íslenskar landbúnaðarafurðir í stað innfluttra og síðast en ekki síst með því að snarlækka hjá sér verðið. Ég kom með nokkur reiknidæmi því til staðfestingar. Í stuttu máli sagt, þá var ég að ráðleggja ferðaþjónustubændum heilt, og sá ég það á viðbrögðum eftir fundinn að margir mátu það svo. Það sem nefnt er hér að ofan eru allt saman þættir sem ég hef reynslu af úr mínum eigin rekstri og get staðfest að virka. Eins og við var að búast þá gátu forráðamenn ferðaþjónustunnar ekki setið undir þessu og sendi formaður þeirra Bjarnheiður Hallsdottir frá sér alveg hreint makalausa tilkynningu á fjölmiðla í gær, þar sem allt var gert til að verja verðlagningu ferðamannastaða. Bjarnheiður sat ekki þennan fund og er greinilega ekki kunnugt um allt það sem þar fór fram, en hún hikaði þó ekki við að gera mér upp ýmsar skoðanir, auk þess sem hún fór ansi frjálslega með atriði sem hún hefur ekki minnstu hugmynd um. Þarna er eins og svo oft áður verið að ráðast á sendiboðann og í stað þess að líta í eigin barm, þá er hellt úr skálum reiðinnar. Það er staðreynd að mjög víða er stöðugt rennsli ferðamanna, alla daga ársins. Jafn mikið rennsli og í IKEA í Garðabæ. Það er líka staðreynd að verðlagningin á þessum stöðum er á tíðum allt of há, svo há að það dettur nánast engum íslending til hugar að fara á þessa staði. Það er líka staðreynd að krónan hefur veikst gríðarlega síðustu 15 mánuði, eða um rúm 22% frá því sem var. Það er því ekki hægt að skýla sér endalaust á bak við það hvað krónan sé agalega sterk. Málið er einfalt. Á meðan menn leyfa sér að rukka 5 dollara fyrir kaffibolla og 11 dollara fyrir kökusneið, eða 30 dollara fyrir hamborgara, þá ofbýður ferðamönnum, jafnt innlendum sem erlendum. Menn einfaldlega sleppa því að fá sér að að borða og á endanum tapar veitingamaðurinn. Væri ekki nær að prófa að lækka hressilega, fylla staðinn, fullnýta tæki og mannskap og á endanum hagnast verulega. Þetta voru mín skilaboð til ferðaþjónustubænda.
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun