Epli og ástarpungar Guðrún Hafsteinsdóttir og Gylfi Jónasson skrifar 18. október 2018 10:00 Epli og appelsínur eru hvort tveggja matvörur og hnöttóttar á að líta. Það er líka hið eina sem þær eiga sameiginlegt. Við frekari samanburð yrði frekar fjallað um það sem ólíkt er með þessum vörum. Lífeyrissjóður opinberra starfsmanna í Nevadaríki í Bandaríkjunum og íslenska lífeyrissjóðakerfið eiga ýmislegt sameiginlegt en við samanburð verður líka að halda til haga öllu því sem ekki er þar sambærilegt í rekstri og starfsemi. Sé þess ekki gætt er stutt í að bera saman epli og appelsínur, jafnvel epli og ástarpunga. Gagnlegt hefði nú verið og fagnaðarefni ef RÚV hefði sett sér markmið um innlegg í upplýsta umræðu með því að senda teymi á vegum þáttarins Kveiks alla leið til Nevada til að kanna starfsemi þessa lífeyrissjóðs og birta niðurstöður skilmerkilega. Því miður var það ekki svo. Að okkur læðist sú tilfinning að meiningin hafi frekar verið sú að tína til punkta við hæfi og skapa þá ímynd að einn maður ræki í dagvinnu lífeyrissjóð á stærð við allt íslenska lífeyrissjóðakerfið og ávaxtaði iðgjöldin miklu betur, fyrir brotabrot af rekstrarkostnaði okkar sjóða. Svo einfalt er nú málið ekki þegar að er gáð. Þarf ekki annað en að glugga í ársskýrslu sjóðsins og bera saman við gögn um íslenska kerfið. Það gerðum við og sama hefði teymi Kveiks betur gert. Einföld „rannsókn“ okkar á aðgengilegum gögnum leiðir margt áhugavert í ljós: l Hrein eign Nevadasjóðsins nam um 4.400 milljörðum króna í lok árs 2017 en hrein eign íslenska kerfisins nam þá um 4.000 milljörðum króna. Um 60% eigna sjóðsins eru í hlutabréfum, 30% í skuldabréfum og annað í fasteignum og framtaksfjárfestingum. l Starfsmenn bandaríska sjóðsins eru alls 78, þar af er einn (Steve Edmundson, viðmælandi RÚV) titlaður forstöðumaður eignastýringar (investment officer). l Tólf ráðgjafarfyrirtæki koma að fjárfestingarákvörðunum og bein fjárfestingargjöld sjóðsins námu um 5,5 milljörðum íslenskra króna árið 2017, sem er miklu hærra en gerist og gengur í íslenska kerfinu. l Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður bandaríska sjóðsins er um einn sjötti hluti af því sem gerist í íslenska kerfinu. Sá bandaríski er einfaldlega lífeyrissjóður sem tekur við iðgjöldum, ávaxtar þau og greiðir út lífeyri en hefur ekki til viðbótar á sinni könnu fjölmörg verkefni íslenska kerfisins: l Hann rekur hvorki séreignardeildir né millifærir iðgjöld inn á lán. l Hann lánar ekki sjóðfélögum. l Launagreiðendur eru fáir opinberir aðilar og því hverfandi umsýsla vegna innheimtu. l Örorkubyrðin er sáralítil og hverfandi umsýsla þar. Engin ákvæði eru um að flýta eða seinka lífeyrisgreiðslum, sem kallar á umtalsverða umsýslu. l Engin innheimta fyrir endurhæfingarsjóð. l Ekki er að sjá af ársskýrslu sjóðsins að bandarískir lífeyrissjóðir ríkisstarfsmanna greiði fyrir fjármálaeftirlit þar í landi. Fjármálakerfið á Íslandi borgar hins vegar rekstur Fjármálaeftirlitsins og sá kostnaður nemur 4-5% af rekstrarkostnaði lífeyrissjóða.Gylfi Jónasson, framkvæmdastjóri Festu lífeyrissjóðsAfkoma sjóðsins hefur verið með ágætum undanfarin ár en þrátt fyrir það vekur tryggingafræðileg staða hans óneitanlega athygli í ljósi krafna sem gerðar eru til íslenskra lífeyrissjóða um að eignir standi undir lífeyrisskuldbindingum. Þannig var halli upp á 13,3 milljarða Bandaríkjadala á Nevadasjóðnum fjárhagsárið 2017 eða sem nemur rúmlega fjórðungi skuldbindinga. Stjórnendur hans gera ráð fyrir að vöxtur eigna og skuldbindinga verði 4,75% umfram verðlagsbreytingar, sem þeir gefa sér að verði 2,75%. Því er miðað við 7,5% ávöxtunarkröfu en sé hún lækkuð í 6,5% færi hallinn í liðlega 20 milljarða dala eða sem svarar til nær 40% af skuldbindingum! Á Íslandi mælir laga- og regluverk fyrir um hvernig brugðist skuli við þegar eignir standa ekki undir skuldbindingum lífeyrissjóða. Það hefði verið fróðlegt að fá svör í Nevada við því hvort til standi að bregðast á einhvern hátt við og þá hvernig. Viðmælandi Kveiks hefur þarna verk að vinna en það passaði sýnilega ekki í þá mynd sem dregin var upp og ætlunin var að draga upp í þættinum. Vinnubrögðin eru RÚV hvorki til sóma né álitsauka. Ekki er til of mikils mælst að vandað sé til verka í þætti sem vill láta taka sig alvarlega og kennir sig við „rannsóknarblaðamennsku“.Guðrún Hafsteinsdóttir er stjórnarformaður Landssamtaka lífeyrissjóða og Gylfi Jónasson er framkvæmdastjóri Festu lífeyrissjóðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðrún Hafsteinsdóttir Mest lesið Halldór 9.11.2024 Halldór Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Epli og appelsínur eru hvort tveggja matvörur og hnöttóttar á að líta. Það er líka hið eina sem þær eiga sameiginlegt. Við frekari samanburð yrði frekar fjallað um það sem ólíkt er með þessum vörum. Lífeyrissjóður opinberra starfsmanna í Nevadaríki í Bandaríkjunum og íslenska lífeyrissjóðakerfið eiga ýmislegt sameiginlegt en við samanburð verður líka að halda til haga öllu því sem ekki er þar sambærilegt í rekstri og starfsemi. Sé þess ekki gætt er stutt í að bera saman epli og appelsínur, jafnvel epli og ástarpunga. Gagnlegt hefði nú verið og fagnaðarefni ef RÚV hefði sett sér markmið um innlegg í upplýsta umræðu með því að senda teymi á vegum þáttarins Kveiks alla leið til Nevada til að kanna starfsemi þessa lífeyrissjóðs og birta niðurstöður skilmerkilega. Því miður var það ekki svo. Að okkur læðist sú tilfinning að meiningin hafi frekar verið sú að tína til punkta við hæfi og skapa þá ímynd að einn maður ræki í dagvinnu lífeyrissjóð á stærð við allt íslenska lífeyrissjóðakerfið og ávaxtaði iðgjöldin miklu betur, fyrir brotabrot af rekstrarkostnaði okkar sjóða. Svo einfalt er nú málið ekki þegar að er gáð. Þarf ekki annað en að glugga í ársskýrslu sjóðsins og bera saman við gögn um íslenska kerfið. Það gerðum við og sama hefði teymi Kveiks betur gert. Einföld „rannsókn“ okkar á aðgengilegum gögnum leiðir margt áhugavert í ljós: l Hrein eign Nevadasjóðsins nam um 4.400 milljörðum króna í lok árs 2017 en hrein eign íslenska kerfisins nam þá um 4.000 milljörðum króna. Um 60% eigna sjóðsins eru í hlutabréfum, 30% í skuldabréfum og annað í fasteignum og framtaksfjárfestingum. l Starfsmenn bandaríska sjóðsins eru alls 78, þar af er einn (Steve Edmundson, viðmælandi RÚV) titlaður forstöðumaður eignastýringar (investment officer). l Tólf ráðgjafarfyrirtæki koma að fjárfestingarákvörðunum og bein fjárfestingargjöld sjóðsins námu um 5,5 milljörðum íslenskra króna árið 2017, sem er miklu hærra en gerist og gengur í íslenska kerfinu. l Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður bandaríska sjóðsins er um einn sjötti hluti af því sem gerist í íslenska kerfinu. Sá bandaríski er einfaldlega lífeyrissjóður sem tekur við iðgjöldum, ávaxtar þau og greiðir út lífeyri en hefur ekki til viðbótar á sinni könnu fjölmörg verkefni íslenska kerfisins: l Hann rekur hvorki séreignardeildir né millifærir iðgjöld inn á lán. l Hann lánar ekki sjóðfélögum. l Launagreiðendur eru fáir opinberir aðilar og því hverfandi umsýsla vegna innheimtu. l Örorkubyrðin er sáralítil og hverfandi umsýsla þar. Engin ákvæði eru um að flýta eða seinka lífeyrisgreiðslum, sem kallar á umtalsverða umsýslu. l Engin innheimta fyrir endurhæfingarsjóð. l Ekki er að sjá af ársskýrslu sjóðsins að bandarískir lífeyrissjóðir ríkisstarfsmanna greiði fyrir fjármálaeftirlit þar í landi. Fjármálakerfið á Íslandi borgar hins vegar rekstur Fjármálaeftirlitsins og sá kostnaður nemur 4-5% af rekstrarkostnaði lífeyrissjóða.Gylfi Jónasson, framkvæmdastjóri Festu lífeyrissjóðsAfkoma sjóðsins hefur verið með ágætum undanfarin ár en þrátt fyrir það vekur tryggingafræðileg staða hans óneitanlega athygli í ljósi krafna sem gerðar eru til íslenskra lífeyrissjóða um að eignir standi undir lífeyrisskuldbindingum. Þannig var halli upp á 13,3 milljarða Bandaríkjadala á Nevadasjóðnum fjárhagsárið 2017 eða sem nemur rúmlega fjórðungi skuldbindinga. Stjórnendur hans gera ráð fyrir að vöxtur eigna og skuldbindinga verði 4,75% umfram verðlagsbreytingar, sem þeir gefa sér að verði 2,75%. Því er miðað við 7,5% ávöxtunarkröfu en sé hún lækkuð í 6,5% færi hallinn í liðlega 20 milljarða dala eða sem svarar til nær 40% af skuldbindingum! Á Íslandi mælir laga- og regluverk fyrir um hvernig brugðist skuli við þegar eignir standa ekki undir skuldbindingum lífeyrissjóða. Það hefði verið fróðlegt að fá svör í Nevada við því hvort til standi að bregðast á einhvern hátt við og þá hvernig. Viðmælandi Kveiks hefur þarna verk að vinna en það passaði sýnilega ekki í þá mynd sem dregin var upp og ætlunin var að draga upp í þættinum. Vinnubrögðin eru RÚV hvorki til sóma né álitsauka. Ekki er til of mikils mælst að vandað sé til verka í þætti sem vill láta taka sig alvarlega og kennir sig við „rannsóknarblaðamennsku“.Guðrún Hafsteinsdóttir er stjórnarformaður Landssamtaka lífeyrissjóða og Gylfi Jónasson er framkvæmdastjóri Festu lífeyrissjóðs.
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar