Skýrsla FBI virðist engu ætla að breyta Samúel Karl Ólason skrifar 4. október 2018 16:30 Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana á öldungadeildinni, stefnir á að kosið verði um tilnefningu Kavanaugh um helgina. AP/Alex Brandon Demókratar segja skýrslu sem Alríkislögregla Bandaríkjanna gerði um Brett Kavanaugh, sem Donald Trump hefur tilnefnt til Hæstaréttar Bandaríkjanna, vera í raun ókláraða. Repúblikanar segja hana sanna að Kavanaugh hafi ekkert gert af sér. Þrjár konur hafa sakað Kavanaugh um kynferðisárás og alvarlegasta ásökunin kemur án efa frá Christine Blasey Ford, sem sakar Kavanaugh um að hafa reynt að nauðga sér þegar þau voru unglingar. Dianne Feinstein, æðsti Demókratinn í dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings, segir það eftirtektarverðasta við skýrslu FBI vera það sem ekki sé í henni. Svo virðist sem að skýrslan og rannsóknin sé ókláruð. Þá gaf hún í skyn að Hvíta húsið hefði takmarkað rannsóknina til að vernda Kavanaugh. Hún kvartaði yfir því að rannsakendur FBI hefðu hvorki rætt við Kavanaugh sjálfan né Ford. Repúblikanar segja ekkert nýtt koma fram í skýrslunni sem bendi til þess að Kavanaugh hafi brotið á konunum.Þrjú atkvæði skipta máli Það skiptir þó í rauninni ekki miklu máli hvað flestir þingmenn segja um skýrsluna og ljóst er að flestir þeirra hafa þegar ákveðið sig hvort þau muni greiða atkvæði með tilnefningu Kavanaugh. Tveir af þeim þremur þingmönnum Repúblikanaflokksins sem hafa lýst yfir óákveðni með tilnefningu Kavanaugh hafa nú lýst yfir ánægju með skýrsluna. Jeff Flake, þingmaðurinn sem krafðist þess að rannsóknin færi fram, segir ekkert hafa komið fram sem styðji ásakanirnar gegn Kavanaugh. Susan Collins sló á svipaða strengi og þykir því einkar líklegt að meirihluti þingmanna öldungadeildarinnar styðji tilnefningu Kavanaugh.Kosið verður um tilnefninguna á morgun og svo aftur á laugardaginn. Repúblikanar eru með mjög nauman meirihluta, 51-49. Verði jafnt mun Mike Pence, varaforseti, ráða úrslitum, þannig að ef tveir þingmenn veita Kavanaugh ekki atkvæði sitt verður hann ekki tilnefndur. Demókratar hafa kallað eftir því að skýrslan verði opinberuð og enn sem komið er hafa þingmenn ekki geta farið nánar út í deilurnar. Til að lesa skýrsluna hafa þeir þurft að skrá sig niður á sérstakan tíma og hefur þeim verði fylgt inn í sérstakt herbergi til lestursins. Hingað til hafa bakgrunnsskýrslur um tilnefnda aðila verið trúnaðarmál. Repúblikanar segja skýrsluna hreinsa Kavanaugh af ásökununum. Demókratar segja rannsóknina ókláraða og skýrslan er leyndarmál. Svo virðist sem að ekkert muni breytast án þess að hún verði gerð opinber.Snýst ekki bara um meint kynferðisbrot Gagnrýni Demókrata hefur ekki eingöngu snúið að áðurnefndum ásökunum gegn Kavanaugh. Hún hefur einnig snúist að ummælum hans á fundi dómsmálanefndarinnar í síðustu viku.Sjá einnig: Ætlar ekki að láta „þvinga sig“ til að hættaKavanaugh hefur verið sakaður um að segja þingmönnum ósatt um drykkju sína á árum áður og sömuleiðis hefur hafa Demókratar sett út á skapgerð hans. Einn þeirra sem segir Kavanaugh hafa logið að þingmönnum er herbergisfélagi hans í háskóla. Jamie Roche segir dómarann hafa logið „án þess að hika“ og Kavanaugh hafi verið mikill drykkjuhrútur. „Ég umgekkst Brett ekki en þar sem ég deildi svefnherbergi með honum, sá ég hann koma heim og ég sá hann á morgnanna,“ sagði Roche í sjónvarpsviðtali í gær. Roche sagði Kavanaugh oft hafa verið verulega drukkinn og hann hefði oft ælt vegna drykkju.Roche sagði FBI ekki hafa rætt við sig. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Bréf dómaraefnisins gefur innsýn í drykkjuskap á námsárunum Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Trump Bandaríkjaforseti, hefur gert lítið úr drykkju sinni á námsárunum. Í bréfi sem hann skrifaði á þeim tími lýsti hann þó vinahóp sínum sem „háværum og óþolandi fyllibyttum“. 2. október 2018 23:33 „Þetta mun hafa afleiðingar 40 ár fram í tímann“ Á sínu fyrsta kjörtímabili gæti Trump tilnefnt allt að 30 prósent allra alríkisdómara í Bandaríkjunum. 24. nóvember 2017 13:30 Trump hæddist að vitnisburði Blasey Ford Blasey Ford kom fyrir dómsmálanefndina í síðustu viku og bar þar vitni vegna ásakana sem hún hefur sett fram á hendur Brett Kavanaugh, sem Trump hefur tilnefnt í Hæstarétt Bandaríkjanna. 3. október 2018 08:09 Bandaríkjaforseti segir „ógnvekjandi“ að vera ungur karl Donald Trump telur að ungir karlmenn eigi undir högg að sækja vegna þess að þeir geti verið sakaðir um kynferðisbrot. 2. október 2018 18:30 Keppast við að skipa dómara fyrir kosningar Repúblikanar keppast nú við að skipa íhaldssama menn í ævistörf alríkisdómara í Bandaríkjunum ef þeir skyldu missa tökin í öldungadeildinni í nóvember. 20. apríl 2018 13:16 Repúblikanar uggandi yfir komandi kosningum Demókratar hafa sótt á frambjóðendur Repúblikana víða um landið og óvinsældir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa færst í aukana. 12. september 2018 11:45 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Sjá meira
Demókratar segja skýrslu sem Alríkislögregla Bandaríkjanna gerði um Brett Kavanaugh, sem Donald Trump hefur tilnefnt til Hæstaréttar Bandaríkjanna, vera í raun ókláraða. Repúblikanar segja hana sanna að Kavanaugh hafi ekkert gert af sér. Þrjár konur hafa sakað Kavanaugh um kynferðisárás og alvarlegasta ásökunin kemur án efa frá Christine Blasey Ford, sem sakar Kavanaugh um að hafa reynt að nauðga sér þegar þau voru unglingar. Dianne Feinstein, æðsti Demókratinn í dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings, segir það eftirtektarverðasta við skýrslu FBI vera það sem ekki sé í henni. Svo virðist sem að skýrslan og rannsóknin sé ókláruð. Þá gaf hún í skyn að Hvíta húsið hefði takmarkað rannsóknina til að vernda Kavanaugh. Hún kvartaði yfir því að rannsakendur FBI hefðu hvorki rætt við Kavanaugh sjálfan né Ford. Repúblikanar segja ekkert nýtt koma fram í skýrslunni sem bendi til þess að Kavanaugh hafi brotið á konunum.Þrjú atkvæði skipta máli Það skiptir þó í rauninni ekki miklu máli hvað flestir þingmenn segja um skýrsluna og ljóst er að flestir þeirra hafa þegar ákveðið sig hvort þau muni greiða atkvæði með tilnefningu Kavanaugh. Tveir af þeim þremur þingmönnum Repúblikanaflokksins sem hafa lýst yfir óákveðni með tilnefningu Kavanaugh hafa nú lýst yfir ánægju með skýrsluna. Jeff Flake, þingmaðurinn sem krafðist þess að rannsóknin færi fram, segir ekkert hafa komið fram sem styðji ásakanirnar gegn Kavanaugh. Susan Collins sló á svipaða strengi og þykir því einkar líklegt að meirihluti þingmanna öldungadeildarinnar styðji tilnefningu Kavanaugh.Kosið verður um tilnefninguna á morgun og svo aftur á laugardaginn. Repúblikanar eru með mjög nauman meirihluta, 51-49. Verði jafnt mun Mike Pence, varaforseti, ráða úrslitum, þannig að ef tveir þingmenn veita Kavanaugh ekki atkvæði sitt verður hann ekki tilnefndur. Demókratar hafa kallað eftir því að skýrslan verði opinberuð og enn sem komið er hafa þingmenn ekki geta farið nánar út í deilurnar. Til að lesa skýrsluna hafa þeir þurft að skrá sig niður á sérstakan tíma og hefur þeim verði fylgt inn í sérstakt herbergi til lestursins. Hingað til hafa bakgrunnsskýrslur um tilnefnda aðila verið trúnaðarmál. Repúblikanar segja skýrsluna hreinsa Kavanaugh af ásökununum. Demókratar segja rannsóknina ókláraða og skýrslan er leyndarmál. Svo virðist sem að ekkert muni breytast án þess að hún verði gerð opinber.Snýst ekki bara um meint kynferðisbrot Gagnrýni Demókrata hefur ekki eingöngu snúið að áðurnefndum ásökunum gegn Kavanaugh. Hún hefur einnig snúist að ummælum hans á fundi dómsmálanefndarinnar í síðustu viku.Sjá einnig: Ætlar ekki að láta „þvinga sig“ til að hættaKavanaugh hefur verið sakaður um að segja þingmönnum ósatt um drykkju sína á árum áður og sömuleiðis hefur hafa Demókratar sett út á skapgerð hans. Einn þeirra sem segir Kavanaugh hafa logið að þingmönnum er herbergisfélagi hans í háskóla. Jamie Roche segir dómarann hafa logið „án þess að hika“ og Kavanaugh hafi verið mikill drykkjuhrútur. „Ég umgekkst Brett ekki en þar sem ég deildi svefnherbergi með honum, sá ég hann koma heim og ég sá hann á morgnanna,“ sagði Roche í sjónvarpsviðtali í gær. Roche sagði Kavanaugh oft hafa verið verulega drukkinn og hann hefði oft ælt vegna drykkju.Roche sagði FBI ekki hafa rætt við sig.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Bréf dómaraefnisins gefur innsýn í drykkjuskap á námsárunum Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Trump Bandaríkjaforseti, hefur gert lítið úr drykkju sinni á námsárunum. Í bréfi sem hann skrifaði á þeim tími lýsti hann þó vinahóp sínum sem „háværum og óþolandi fyllibyttum“. 2. október 2018 23:33 „Þetta mun hafa afleiðingar 40 ár fram í tímann“ Á sínu fyrsta kjörtímabili gæti Trump tilnefnt allt að 30 prósent allra alríkisdómara í Bandaríkjunum. 24. nóvember 2017 13:30 Trump hæddist að vitnisburði Blasey Ford Blasey Ford kom fyrir dómsmálanefndina í síðustu viku og bar þar vitni vegna ásakana sem hún hefur sett fram á hendur Brett Kavanaugh, sem Trump hefur tilnefnt í Hæstarétt Bandaríkjanna. 3. október 2018 08:09 Bandaríkjaforseti segir „ógnvekjandi“ að vera ungur karl Donald Trump telur að ungir karlmenn eigi undir högg að sækja vegna þess að þeir geti verið sakaðir um kynferðisbrot. 2. október 2018 18:30 Keppast við að skipa dómara fyrir kosningar Repúblikanar keppast nú við að skipa íhaldssama menn í ævistörf alríkisdómara í Bandaríkjunum ef þeir skyldu missa tökin í öldungadeildinni í nóvember. 20. apríl 2018 13:16 Repúblikanar uggandi yfir komandi kosningum Demókratar hafa sótt á frambjóðendur Repúblikana víða um landið og óvinsældir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa færst í aukana. 12. september 2018 11:45 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Sjá meira
Bréf dómaraefnisins gefur innsýn í drykkjuskap á námsárunum Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Trump Bandaríkjaforseti, hefur gert lítið úr drykkju sinni á námsárunum. Í bréfi sem hann skrifaði á þeim tími lýsti hann þó vinahóp sínum sem „háværum og óþolandi fyllibyttum“. 2. október 2018 23:33
„Þetta mun hafa afleiðingar 40 ár fram í tímann“ Á sínu fyrsta kjörtímabili gæti Trump tilnefnt allt að 30 prósent allra alríkisdómara í Bandaríkjunum. 24. nóvember 2017 13:30
Trump hæddist að vitnisburði Blasey Ford Blasey Ford kom fyrir dómsmálanefndina í síðustu viku og bar þar vitni vegna ásakana sem hún hefur sett fram á hendur Brett Kavanaugh, sem Trump hefur tilnefnt í Hæstarétt Bandaríkjanna. 3. október 2018 08:09
Bandaríkjaforseti segir „ógnvekjandi“ að vera ungur karl Donald Trump telur að ungir karlmenn eigi undir högg að sækja vegna þess að þeir geti verið sakaðir um kynferðisbrot. 2. október 2018 18:30
Keppast við að skipa dómara fyrir kosningar Repúblikanar keppast nú við að skipa íhaldssama menn í ævistörf alríkisdómara í Bandaríkjunum ef þeir skyldu missa tökin í öldungadeildinni í nóvember. 20. apríl 2018 13:16
Repúblikanar uggandi yfir komandi kosningum Demókratar hafa sótt á frambjóðendur Repúblikana víða um landið og óvinsældir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa færst í aukana. 12. september 2018 11:45