Skýrsla FBI virðist engu ætla að breyta Samúel Karl Ólason skrifar 4. október 2018 16:30 Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana á öldungadeildinni, stefnir á að kosið verði um tilnefningu Kavanaugh um helgina. AP/Alex Brandon Demókratar segja skýrslu sem Alríkislögregla Bandaríkjanna gerði um Brett Kavanaugh, sem Donald Trump hefur tilnefnt til Hæstaréttar Bandaríkjanna, vera í raun ókláraða. Repúblikanar segja hana sanna að Kavanaugh hafi ekkert gert af sér. Þrjár konur hafa sakað Kavanaugh um kynferðisárás og alvarlegasta ásökunin kemur án efa frá Christine Blasey Ford, sem sakar Kavanaugh um að hafa reynt að nauðga sér þegar þau voru unglingar. Dianne Feinstein, æðsti Demókratinn í dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings, segir það eftirtektarverðasta við skýrslu FBI vera það sem ekki sé í henni. Svo virðist sem að skýrslan og rannsóknin sé ókláruð. Þá gaf hún í skyn að Hvíta húsið hefði takmarkað rannsóknina til að vernda Kavanaugh. Hún kvartaði yfir því að rannsakendur FBI hefðu hvorki rætt við Kavanaugh sjálfan né Ford. Repúblikanar segja ekkert nýtt koma fram í skýrslunni sem bendi til þess að Kavanaugh hafi brotið á konunum.Þrjú atkvæði skipta máli Það skiptir þó í rauninni ekki miklu máli hvað flestir þingmenn segja um skýrsluna og ljóst er að flestir þeirra hafa þegar ákveðið sig hvort þau muni greiða atkvæði með tilnefningu Kavanaugh. Tveir af þeim þremur þingmönnum Repúblikanaflokksins sem hafa lýst yfir óákveðni með tilnefningu Kavanaugh hafa nú lýst yfir ánægju með skýrsluna. Jeff Flake, þingmaðurinn sem krafðist þess að rannsóknin færi fram, segir ekkert hafa komið fram sem styðji ásakanirnar gegn Kavanaugh. Susan Collins sló á svipaða strengi og þykir því einkar líklegt að meirihluti þingmanna öldungadeildarinnar styðji tilnefningu Kavanaugh.Kosið verður um tilnefninguna á morgun og svo aftur á laugardaginn. Repúblikanar eru með mjög nauman meirihluta, 51-49. Verði jafnt mun Mike Pence, varaforseti, ráða úrslitum, þannig að ef tveir þingmenn veita Kavanaugh ekki atkvæði sitt verður hann ekki tilnefndur. Demókratar hafa kallað eftir því að skýrslan verði opinberuð og enn sem komið er hafa þingmenn ekki geta farið nánar út í deilurnar. Til að lesa skýrsluna hafa þeir þurft að skrá sig niður á sérstakan tíma og hefur þeim verði fylgt inn í sérstakt herbergi til lestursins. Hingað til hafa bakgrunnsskýrslur um tilnefnda aðila verið trúnaðarmál. Repúblikanar segja skýrsluna hreinsa Kavanaugh af ásökununum. Demókratar segja rannsóknina ókláraða og skýrslan er leyndarmál. Svo virðist sem að ekkert muni breytast án þess að hún verði gerð opinber.Snýst ekki bara um meint kynferðisbrot Gagnrýni Demókrata hefur ekki eingöngu snúið að áðurnefndum ásökunum gegn Kavanaugh. Hún hefur einnig snúist að ummælum hans á fundi dómsmálanefndarinnar í síðustu viku.Sjá einnig: Ætlar ekki að láta „þvinga sig“ til að hættaKavanaugh hefur verið sakaður um að segja þingmönnum ósatt um drykkju sína á árum áður og sömuleiðis hefur hafa Demókratar sett út á skapgerð hans. Einn þeirra sem segir Kavanaugh hafa logið að þingmönnum er herbergisfélagi hans í háskóla. Jamie Roche segir dómarann hafa logið „án þess að hika“ og Kavanaugh hafi verið mikill drykkjuhrútur. „Ég umgekkst Brett ekki en þar sem ég deildi svefnherbergi með honum, sá ég hann koma heim og ég sá hann á morgnanna,“ sagði Roche í sjónvarpsviðtali í gær. Roche sagði Kavanaugh oft hafa verið verulega drukkinn og hann hefði oft ælt vegna drykkju.Roche sagði FBI ekki hafa rætt við sig. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Bréf dómaraefnisins gefur innsýn í drykkjuskap á námsárunum Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Trump Bandaríkjaforseti, hefur gert lítið úr drykkju sinni á námsárunum. Í bréfi sem hann skrifaði á þeim tími lýsti hann þó vinahóp sínum sem „háværum og óþolandi fyllibyttum“. 2. október 2018 23:33 „Þetta mun hafa afleiðingar 40 ár fram í tímann“ Á sínu fyrsta kjörtímabili gæti Trump tilnefnt allt að 30 prósent allra alríkisdómara í Bandaríkjunum. 24. nóvember 2017 13:30 Trump hæddist að vitnisburði Blasey Ford Blasey Ford kom fyrir dómsmálanefndina í síðustu viku og bar þar vitni vegna ásakana sem hún hefur sett fram á hendur Brett Kavanaugh, sem Trump hefur tilnefnt í Hæstarétt Bandaríkjanna. 3. október 2018 08:09 Bandaríkjaforseti segir „ógnvekjandi“ að vera ungur karl Donald Trump telur að ungir karlmenn eigi undir högg að sækja vegna þess að þeir geti verið sakaðir um kynferðisbrot. 2. október 2018 18:30 Keppast við að skipa dómara fyrir kosningar Repúblikanar keppast nú við að skipa íhaldssama menn í ævistörf alríkisdómara í Bandaríkjunum ef þeir skyldu missa tökin í öldungadeildinni í nóvember. 20. apríl 2018 13:16 Repúblikanar uggandi yfir komandi kosningum Demókratar hafa sótt á frambjóðendur Repúblikana víða um landið og óvinsældir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa færst í aukana. 12. september 2018 11:45 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Demókratar segja skýrslu sem Alríkislögregla Bandaríkjanna gerði um Brett Kavanaugh, sem Donald Trump hefur tilnefnt til Hæstaréttar Bandaríkjanna, vera í raun ókláraða. Repúblikanar segja hana sanna að Kavanaugh hafi ekkert gert af sér. Þrjár konur hafa sakað Kavanaugh um kynferðisárás og alvarlegasta ásökunin kemur án efa frá Christine Blasey Ford, sem sakar Kavanaugh um að hafa reynt að nauðga sér þegar þau voru unglingar. Dianne Feinstein, æðsti Demókratinn í dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings, segir það eftirtektarverðasta við skýrslu FBI vera það sem ekki sé í henni. Svo virðist sem að skýrslan og rannsóknin sé ókláruð. Þá gaf hún í skyn að Hvíta húsið hefði takmarkað rannsóknina til að vernda Kavanaugh. Hún kvartaði yfir því að rannsakendur FBI hefðu hvorki rætt við Kavanaugh sjálfan né Ford. Repúblikanar segja ekkert nýtt koma fram í skýrslunni sem bendi til þess að Kavanaugh hafi brotið á konunum.Þrjú atkvæði skipta máli Það skiptir þó í rauninni ekki miklu máli hvað flestir þingmenn segja um skýrsluna og ljóst er að flestir þeirra hafa þegar ákveðið sig hvort þau muni greiða atkvæði með tilnefningu Kavanaugh. Tveir af þeim þremur þingmönnum Repúblikanaflokksins sem hafa lýst yfir óákveðni með tilnefningu Kavanaugh hafa nú lýst yfir ánægju með skýrsluna. Jeff Flake, þingmaðurinn sem krafðist þess að rannsóknin færi fram, segir ekkert hafa komið fram sem styðji ásakanirnar gegn Kavanaugh. Susan Collins sló á svipaða strengi og þykir því einkar líklegt að meirihluti þingmanna öldungadeildarinnar styðji tilnefningu Kavanaugh.Kosið verður um tilnefninguna á morgun og svo aftur á laugardaginn. Repúblikanar eru með mjög nauman meirihluta, 51-49. Verði jafnt mun Mike Pence, varaforseti, ráða úrslitum, þannig að ef tveir þingmenn veita Kavanaugh ekki atkvæði sitt verður hann ekki tilnefndur. Demókratar hafa kallað eftir því að skýrslan verði opinberuð og enn sem komið er hafa þingmenn ekki geta farið nánar út í deilurnar. Til að lesa skýrsluna hafa þeir þurft að skrá sig niður á sérstakan tíma og hefur þeim verði fylgt inn í sérstakt herbergi til lestursins. Hingað til hafa bakgrunnsskýrslur um tilnefnda aðila verið trúnaðarmál. Repúblikanar segja skýrsluna hreinsa Kavanaugh af ásökununum. Demókratar segja rannsóknina ókláraða og skýrslan er leyndarmál. Svo virðist sem að ekkert muni breytast án þess að hún verði gerð opinber.Snýst ekki bara um meint kynferðisbrot Gagnrýni Demókrata hefur ekki eingöngu snúið að áðurnefndum ásökunum gegn Kavanaugh. Hún hefur einnig snúist að ummælum hans á fundi dómsmálanefndarinnar í síðustu viku.Sjá einnig: Ætlar ekki að láta „þvinga sig“ til að hættaKavanaugh hefur verið sakaður um að segja þingmönnum ósatt um drykkju sína á árum áður og sömuleiðis hefur hafa Demókratar sett út á skapgerð hans. Einn þeirra sem segir Kavanaugh hafa logið að þingmönnum er herbergisfélagi hans í háskóla. Jamie Roche segir dómarann hafa logið „án þess að hika“ og Kavanaugh hafi verið mikill drykkjuhrútur. „Ég umgekkst Brett ekki en þar sem ég deildi svefnherbergi með honum, sá ég hann koma heim og ég sá hann á morgnanna,“ sagði Roche í sjónvarpsviðtali í gær. Roche sagði Kavanaugh oft hafa verið verulega drukkinn og hann hefði oft ælt vegna drykkju.Roche sagði FBI ekki hafa rætt við sig.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Bréf dómaraefnisins gefur innsýn í drykkjuskap á námsárunum Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Trump Bandaríkjaforseti, hefur gert lítið úr drykkju sinni á námsárunum. Í bréfi sem hann skrifaði á þeim tími lýsti hann þó vinahóp sínum sem „háværum og óþolandi fyllibyttum“. 2. október 2018 23:33 „Þetta mun hafa afleiðingar 40 ár fram í tímann“ Á sínu fyrsta kjörtímabili gæti Trump tilnefnt allt að 30 prósent allra alríkisdómara í Bandaríkjunum. 24. nóvember 2017 13:30 Trump hæddist að vitnisburði Blasey Ford Blasey Ford kom fyrir dómsmálanefndina í síðustu viku og bar þar vitni vegna ásakana sem hún hefur sett fram á hendur Brett Kavanaugh, sem Trump hefur tilnefnt í Hæstarétt Bandaríkjanna. 3. október 2018 08:09 Bandaríkjaforseti segir „ógnvekjandi“ að vera ungur karl Donald Trump telur að ungir karlmenn eigi undir högg að sækja vegna þess að þeir geti verið sakaðir um kynferðisbrot. 2. október 2018 18:30 Keppast við að skipa dómara fyrir kosningar Repúblikanar keppast nú við að skipa íhaldssama menn í ævistörf alríkisdómara í Bandaríkjunum ef þeir skyldu missa tökin í öldungadeildinni í nóvember. 20. apríl 2018 13:16 Repúblikanar uggandi yfir komandi kosningum Demókratar hafa sótt á frambjóðendur Repúblikana víða um landið og óvinsældir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa færst í aukana. 12. september 2018 11:45 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Bréf dómaraefnisins gefur innsýn í drykkjuskap á námsárunum Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Trump Bandaríkjaforseti, hefur gert lítið úr drykkju sinni á námsárunum. Í bréfi sem hann skrifaði á þeim tími lýsti hann þó vinahóp sínum sem „háværum og óþolandi fyllibyttum“. 2. október 2018 23:33
„Þetta mun hafa afleiðingar 40 ár fram í tímann“ Á sínu fyrsta kjörtímabili gæti Trump tilnefnt allt að 30 prósent allra alríkisdómara í Bandaríkjunum. 24. nóvember 2017 13:30
Trump hæddist að vitnisburði Blasey Ford Blasey Ford kom fyrir dómsmálanefndina í síðustu viku og bar þar vitni vegna ásakana sem hún hefur sett fram á hendur Brett Kavanaugh, sem Trump hefur tilnefnt í Hæstarétt Bandaríkjanna. 3. október 2018 08:09
Bandaríkjaforseti segir „ógnvekjandi“ að vera ungur karl Donald Trump telur að ungir karlmenn eigi undir högg að sækja vegna þess að þeir geti verið sakaðir um kynferðisbrot. 2. október 2018 18:30
Keppast við að skipa dómara fyrir kosningar Repúblikanar keppast nú við að skipa íhaldssama menn í ævistörf alríkisdómara í Bandaríkjunum ef þeir skyldu missa tökin í öldungadeildinni í nóvember. 20. apríl 2018 13:16
Repúblikanar uggandi yfir komandi kosningum Demókratar hafa sótt á frambjóðendur Repúblikana víða um landið og óvinsældir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa færst í aukana. 12. september 2018 11:45