Í brimróti Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 22. september 2018 09:30 Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að Samkeppniseftirlitið hefði gert fjórar alvarlegar athugasemdir við viðskiptahætti Guðmundar Kristjánssonar, aðaleiganda Brims og HB Granda. Meðal annars fann Samkeppniseftirlitið að því og sagði varhugavert í samkeppnislegu tilliti að sami maður, sem ætti allt hlutafé í einu félagi, væri á sama tíma forstjóri félags á sama markaði og stjórnarmaður í því þriðja. Enn fremur kom fram í máli framkvæmdastjóra Samkeppniseftirlitsins að málinu væri ólokið, enn væri verið að afla frekari upplýsinga. Blaðamaður hafði samband við Guðmund. Hann vildi ekkert láta hafa eftir sér, þegar eftir því var leitað. Eins og svo oft með fréttir, þá eru þær sagðar í rauntíma. Stuðst var við þær heimildir sem fyrir lágu á þeim tíma, sem fréttin var skrifuð, ekkert annað. Málið var reifað, eins og fjölmiðlum ber að gera, og haft var samband við þann sem málið snerti. Guðmundur svaraði svo fréttinni daginn eftir og sagði að aðeins tvö af þeim fjórum atriðum sem nefnd voru væru enn til skoðunar hjá Samkeppniseftirlitinu. Hann reyndi að gera blaðið tortryggilegt með því að benda á að stjórnarformaður Fréttablaðsins væri einnig lögmaður meirihlutaeigenda Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum og varaformaður stjórnar þess fyrirtækis. Stjórnarformaðurinn benti þá réttilega á, að með svari sínu gerði Guðmundur lítið úr öllum blaðamönnum og ritstjórum Fréttablaðsins. Hann hefði vegið að starfsheiðri þeirra og dylgjað um að þeir lytu boðvaldi stjórnar félagsins um fréttaflutning. Viðbrögð Guðmundar eru skólabókardæmi um röng viðbrögð við fjölmiðlaumræðu. Hann kaus að skjóta sendiboðann í stað þess að spyrja sjálfan sig af hverju hann svaraði ekki þegar til hans var leitað. Hann gerði lítið úr blaðamönnum sem ekki gera annað en að spegla samfélagið, og reyna að hafa rétt eftir heimildum og vinna úr þeim gögnum sem fyrir liggja. Með því vóg hann að starfsheiðri þeirra blaðamanna sem í hlut eiga og fjölmiðilsins sem þeir starfa hjá. Því miður gerist það æ oftar, þegar fjölmiðlar segja fréttir, að þeir sem í hlut eiga bregðast við með þessum hætti – reyna að draga úr trúverðugleika miðilsins – líki þeim ekki fréttin. Það er hvorki heiðarlegt né sanngjarnt – en sennilega skaða menn sjálfan sig mest með slíkum málflutningi. Fólk almennt skilur þetta gangverk. Guðmundur í Brimi, eins og hann oftast er kallaður, er einn stærsti útgerðarmaður landsins. Hann er að því leyti til opinber persóna, og fólki kemur við hvað hann er að sýsla. Maður í hans stöðu verður að geta tekið fréttum þegar vel gengur, en líka þegar hann þarf að verjast. Fjölmiðlar eiga ekki að hafa önnur markmið en þau að segja fréttir og vera farvegur fyrir skoðanir og upplýsingar á ábyrgan og sanngjarnan hátt. Það er leiðarstef Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að Samkeppniseftirlitið hefði gert fjórar alvarlegar athugasemdir við viðskiptahætti Guðmundar Kristjánssonar, aðaleiganda Brims og HB Granda. Meðal annars fann Samkeppniseftirlitið að því og sagði varhugavert í samkeppnislegu tilliti að sami maður, sem ætti allt hlutafé í einu félagi, væri á sama tíma forstjóri félags á sama markaði og stjórnarmaður í því þriðja. Enn fremur kom fram í máli framkvæmdastjóra Samkeppniseftirlitsins að málinu væri ólokið, enn væri verið að afla frekari upplýsinga. Blaðamaður hafði samband við Guðmund. Hann vildi ekkert láta hafa eftir sér, þegar eftir því var leitað. Eins og svo oft með fréttir, þá eru þær sagðar í rauntíma. Stuðst var við þær heimildir sem fyrir lágu á þeim tíma, sem fréttin var skrifuð, ekkert annað. Málið var reifað, eins og fjölmiðlum ber að gera, og haft var samband við þann sem málið snerti. Guðmundur svaraði svo fréttinni daginn eftir og sagði að aðeins tvö af þeim fjórum atriðum sem nefnd voru væru enn til skoðunar hjá Samkeppniseftirlitinu. Hann reyndi að gera blaðið tortryggilegt með því að benda á að stjórnarformaður Fréttablaðsins væri einnig lögmaður meirihlutaeigenda Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum og varaformaður stjórnar þess fyrirtækis. Stjórnarformaðurinn benti þá réttilega á, að með svari sínu gerði Guðmundur lítið úr öllum blaðamönnum og ritstjórum Fréttablaðsins. Hann hefði vegið að starfsheiðri þeirra og dylgjað um að þeir lytu boðvaldi stjórnar félagsins um fréttaflutning. Viðbrögð Guðmundar eru skólabókardæmi um röng viðbrögð við fjölmiðlaumræðu. Hann kaus að skjóta sendiboðann í stað þess að spyrja sjálfan sig af hverju hann svaraði ekki þegar til hans var leitað. Hann gerði lítið úr blaðamönnum sem ekki gera annað en að spegla samfélagið, og reyna að hafa rétt eftir heimildum og vinna úr þeim gögnum sem fyrir liggja. Með því vóg hann að starfsheiðri þeirra blaðamanna sem í hlut eiga og fjölmiðilsins sem þeir starfa hjá. Því miður gerist það æ oftar, þegar fjölmiðlar segja fréttir, að þeir sem í hlut eiga bregðast við með þessum hætti – reyna að draga úr trúverðugleika miðilsins – líki þeim ekki fréttin. Það er hvorki heiðarlegt né sanngjarnt – en sennilega skaða menn sjálfan sig mest með slíkum málflutningi. Fólk almennt skilur þetta gangverk. Guðmundur í Brimi, eins og hann oftast er kallaður, er einn stærsti útgerðarmaður landsins. Hann er að því leyti til opinber persóna, og fólki kemur við hvað hann er að sýsla. Maður í hans stöðu verður að geta tekið fréttum þegar vel gengur, en líka þegar hann þarf að verjast. Fjölmiðlar eiga ekki að hafa önnur markmið en þau að segja fréttir og vera farvegur fyrir skoðanir og upplýsingar á ábyrgan og sanngjarnan hátt. Það er leiðarstef Fréttablaðsins.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun