Ætlum við virkilega að gefast upp? Þórir Garðarsson skrifar 24. september 2018 12:30 Erlendum fyrirtækjum og þjónustuaðilum fjölgar sem aldrei fyrr í ferðaþjónustunni hér á landi. Stór hluti þeirra starfar fyrir utan íslenska kerfið, skila ekki sköttum og borga ekki laun eftir kjarasamningum. Þannig hafa þau mun lægri kostnað en innlend fyrirtæki og hirða af þeim bein og óbein viðskipti. Þessi erlendu sníkjufyrirtæki breiðast út eins og kerfillinn; skilja eftir sig sviðna jörð líkt sú skaðræðisplanta. Við í ferðaþjónustunni sjáum þessa óskráðu erlendu þjónustuaðila út um allt, þar á meðal eru ferðaskrifstofur, ferðaskipuleggjendur, hópferðafyrirtæki, leiðsögumenn og verktakar. Nýverið hefur heyrst af kínverskum og indverskum ferðafyrirtækjum sem þjónusta landsmenn sína hér á landi með þessum hætti. Íslenska hagkerfið fær lítið sem ekkert út úr þessum fyrirtækjum. Arðurinn af upplifuninni sem Ísland hefur að bjóða fer úr landi. Vegna erlendra undirboða hafa íslensk fyrirtæki verið missa viðskipti og hafa neyðst til að segja upp starfsfólki. Þau eru ekki samkeppnisfær í þessum aðstæðum.Sofið á aðgerðunum Ferðamálaráð og starfshópur á vegum efnahags- og fjármálaráðherra lögðu síðasta sumar fram ítarlegar tillögur um aðgerðir til að taka á útbreiðslu erlendrar brotastarfsemi í ferðaþjónustunni. Meira en ár er liðið, en ekkert bólar á því að ráðherrar leggi fram nauðsynleg lagafrumvörp eða reglugerðir til að uppræta þessi lögbrot. Þetta er fullkomlega óþolandi sofandaháttur. Að sjálfsögðu eru þessi erlendu undirboð og skattsvik ólögleg. En eftirlit og eftirfylgni er í skötulíki. Sektarheimildir og viðurlög eru vart fyrir hendi. Úr því þarf að bæta, en ráðherrar láta bara reka á reiðanum. Erlendu fyrirtækin hafa fyrir löngu áttað sig á að þau hafa ekkert að óttast af hálfu svifaseinna og getulausra íslenskra stjórnvalda. Ágætt væri líka að heyra eitthvað frá SAF, Samtökum ferðaþjónustunnar og SA, Samtökum atvinnulífsins. Þessi samtök eiga að gæta hagsmuna íslenskra fyrirtækja. Við hljótum að geta gert þá kröfu til þeirra að spyrna við af festu og krefjast jafnræðis fyrir íslensk fyrirtæki í ferðaþjónustunni.Lélegri upplifun ferðamanna Lágur launakostnaður og skattaundanskot erlendu fyrirtækjanna skilar sér ekki nema að mjög takmörkuðu leyti til viðskiptavina þeirra. Fyrirtækin hagnast einfaldlega meira enda eru þau ekkert sérstaklega að lækka verðið til ferðamannsins. Vanþekking illa launaðra erlendra starfsmanna á Íslandi bitnar hins vegar á gæðum þjónustunnar. Fyrir ferðamanninn verður kostnaður við Íslandsferðina of hár miðað við gæði.Verðum frekar Singapúr norðursins Íslenska hagkerfið hagnast ekkert á erlendum ferðafyrirtækjum sem stunda félagsleg undirboð og sleppa við réttmætar skattgreiðslur. Ísland er dýrt ferðamannaland og svo hefur alltaf verið. Markmið okkar á að vera að Ísland sé gæðaáfangastaður sem standi undir þvi verði sem Íslandsferðin kostar. Ísland getur auðveldlega orðið Singapúr norðursins, sem fjöldi ferðamanna heimsækir í trausti þess að innviðir og gæði þjónustunnar standi undir hærra verði en margir áfangastaðir í norður og suður Evrópu. Hreint ótrúlegt er ef stjórnvöld ætla bara að leggjast á bakið og gera ekkert til að tryggja að við Íslendingar höldum réttmætum ávinningi af stærstu atvinnugrein þjóðarinnar.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Mest lesið Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Sjá meira
Erlendum fyrirtækjum og þjónustuaðilum fjölgar sem aldrei fyrr í ferðaþjónustunni hér á landi. Stór hluti þeirra starfar fyrir utan íslenska kerfið, skila ekki sköttum og borga ekki laun eftir kjarasamningum. Þannig hafa þau mun lægri kostnað en innlend fyrirtæki og hirða af þeim bein og óbein viðskipti. Þessi erlendu sníkjufyrirtæki breiðast út eins og kerfillinn; skilja eftir sig sviðna jörð líkt sú skaðræðisplanta. Við í ferðaþjónustunni sjáum þessa óskráðu erlendu þjónustuaðila út um allt, þar á meðal eru ferðaskrifstofur, ferðaskipuleggjendur, hópferðafyrirtæki, leiðsögumenn og verktakar. Nýverið hefur heyrst af kínverskum og indverskum ferðafyrirtækjum sem þjónusta landsmenn sína hér á landi með þessum hætti. Íslenska hagkerfið fær lítið sem ekkert út úr þessum fyrirtækjum. Arðurinn af upplifuninni sem Ísland hefur að bjóða fer úr landi. Vegna erlendra undirboða hafa íslensk fyrirtæki verið missa viðskipti og hafa neyðst til að segja upp starfsfólki. Þau eru ekki samkeppnisfær í þessum aðstæðum.Sofið á aðgerðunum Ferðamálaráð og starfshópur á vegum efnahags- og fjármálaráðherra lögðu síðasta sumar fram ítarlegar tillögur um aðgerðir til að taka á útbreiðslu erlendrar brotastarfsemi í ferðaþjónustunni. Meira en ár er liðið, en ekkert bólar á því að ráðherrar leggi fram nauðsynleg lagafrumvörp eða reglugerðir til að uppræta þessi lögbrot. Þetta er fullkomlega óþolandi sofandaháttur. Að sjálfsögðu eru þessi erlendu undirboð og skattsvik ólögleg. En eftirlit og eftirfylgni er í skötulíki. Sektarheimildir og viðurlög eru vart fyrir hendi. Úr því þarf að bæta, en ráðherrar láta bara reka á reiðanum. Erlendu fyrirtækin hafa fyrir löngu áttað sig á að þau hafa ekkert að óttast af hálfu svifaseinna og getulausra íslenskra stjórnvalda. Ágætt væri líka að heyra eitthvað frá SAF, Samtökum ferðaþjónustunnar og SA, Samtökum atvinnulífsins. Þessi samtök eiga að gæta hagsmuna íslenskra fyrirtækja. Við hljótum að geta gert þá kröfu til þeirra að spyrna við af festu og krefjast jafnræðis fyrir íslensk fyrirtæki í ferðaþjónustunni.Lélegri upplifun ferðamanna Lágur launakostnaður og skattaundanskot erlendu fyrirtækjanna skilar sér ekki nema að mjög takmörkuðu leyti til viðskiptavina þeirra. Fyrirtækin hagnast einfaldlega meira enda eru þau ekkert sérstaklega að lækka verðið til ferðamannsins. Vanþekking illa launaðra erlendra starfsmanna á Íslandi bitnar hins vegar á gæðum þjónustunnar. Fyrir ferðamanninn verður kostnaður við Íslandsferðina of hár miðað við gæði.Verðum frekar Singapúr norðursins Íslenska hagkerfið hagnast ekkert á erlendum ferðafyrirtækjum sem stunda félagsleg undirboð og sleppa við réttmætar skattgreiðslur. Ísland er dýrt ferðamannaland og svo hefur alltaf verið. Markmið okkar á að vera að Ísland sé gæðaáfangastaður sem standi undir þvi verði sem Íslandsferðin kostar. Ísland getur auðveldlega orðið Singapúr norðursins, sem fjöldi ferðamanna heimsækir í trausti þess að innviðir og gæði þjónustunnar standi undir hærra verði en margir áfangastaðir í norður og suður Evrópu. Hreint ótrúlegt er ef stjórnvöld ætla bara að leggjast á bakið og gera ekkert til að tryggja að við Íslendingar höldum réttmætum ávinningi af stærstu atvinnugrein þjóðarinnar.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun