Wolfsburg ekki enn fengið á sig mark Hjörvar Ólafsson skrifar 26. september 2018 09:30 Sara Björk Gunnarsdóttir, leikmaður Wolfsburg, einbeitt í fyrri leiknum gegn Þór/KA á Akureyri. Liðin mætast að nýju í Wolfsburg í dag frétablaðið/auðunn Þór/KA sækir Wolfsburg heim í seinni leik liðanna í 32 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu kvenna síðdegis í dag, en leikið verður á AOK Stadion, heimavelli þýska liðsins. Norðankonur fara með ágætis veganesti í leikinn, en fyrri leik liðanna, sem leikinn var á Þórsvellinum fyrir tveimur vikur, lyktaði með 1-0 sigri Wolfsburg. Þar var það danski landsliðsframherjinn Pernille Harder sem skoraði sigurmark Wolfsburg. Það var hins vegar ekki gott veganesti fyrir Þór/KA að mexíkósku landsliðskonurnar Ariana Calderon, Bianca Sierra og Sandra Stephany Mayor geta ekki ferðast með liðinu og spilað þennan leik vegna verkefna sinna með landsliði Mexíkó. Leikmannahópur Þórs/KA er fámennur en góðmennur, en eingöngu 14 leikmenn munu skipa hópinn í leiknum í dag. Það er hins vegar feikinóg þar sem 11 leikmenn hefja leik og aðeins er heimilt að skipta þremur leikmönnum inn á í leiknum. Það má hins vegar lítið sem ekkert út af bregða í undirbúningi liðsins fram að leik. „Undirbúningur hefur bara gengið vel og þær fjórtán sem eru til staðar eru allar leikfærar. Við værum vissulega í vondum málum ef við yrðum fyrir skakkaföllum. Það hefur hins vegar ekki gerst þannig að við mætum til þessa leiks af fullum krafti. Við gerum okkur fulla grein fyrir því að þetta verður mjög erfitt, en við erum fyrst og fremst mjög spenntar fyrir því að mæta einu sterkasta liði heims. Þetta verður mjög lærdómsríkt fyrir leikmannahópinn og það væri geggjað að ná að slá þær út,“ segir Sandra María Jessen, fyrirliði Þórs/KA, í samtali við Fréttablaðið umkomandi verkefni. „Við höfum aðallega verið að fara yfir varnarfærslurnar hérna úti og ætlum að hafa það alveg á hreinu. Það má búast við því að þær verði mun meira með boltann eins og í leiknum á Akureyri, en við náðum að komast í fín færi þar eftir skyndisóknir og stefnan er að gera slíkt hið sama í þessum leik. Við förum inn í þennan leik eins og alla aðra með það að markmiði að vinna,“segir hún enn fremur um stöðu mála hjá liðinu og nálgun liðsins að þeirri miklu áskorun sem það tekst á við. Wolfsburg sem fór alla leið í úrslit keppninnar á síðustu leiktíð, þar sem liðið laut í lægra haldi fyrir Lyon, kemur að öllum líkindum fullt sjálfstrausts inn í þennan leik. Þýska liðið vann 5-0 stórsigur á Essen í síðasta leik sínum, en það var annar deildarleikur liðsins á yfirstandandi leiktíð og spilaði Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, allan tíman í þeim leik. Wolfsburg hefur haft betur í fyrstu fjórum leikjum sínum í öllum keppnum á þessari leiktíð, en liðið hefur aukinheldur ekki fengið á sig mark í þessum leikjum og skorað 20 mörk á andstæðinga sína. Það er því ljóst að verkefni Þórs/KA er ærið og það verður erfitt að snúa taflinu við. Lið hafa hins vegar margoft sýnt fram á það að Davíð geti lagt Golíat að velli í fótboltanum. En ef allt er eðlilegt mun Sara Björk vera með farseðil í 16 liða úrslitin í farteskinu um sexleytið að íslenskum tíma. Birtist í Fréttablaðinu Meistaradeild Evrópu Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Fleiri fréttir „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Í beinni: Tamworth - Tottenham | Skyldusigur hjá Spurs Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Sjá meira
Þór/KA sækir Wolfsburg heim í seinni leik liðanna í 32 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu kvenna síðdegis í dag, en leikið verður á AOK Stadion, heimavelli þýska liðsins. Norðankonur fara með ágætis veganesti í leikinn, en fyrri leik liðanna, sem leikinn var á Þórsvellinum fyrir tveimur vikur, lyktaði með 1-0 sigri Wolfsburg. Þar var það danski landsliðsframherjinn Pernille Harder sem skoraði sigurmark Wolfsburg. Það var hins vegar ekki gott veganesti fyrir Þór/KA að mexíkósku landsliðskonurnar Ariana Calderon, Bianca Sierra og Sandra Stephany Mayor geta ekki ferðast með liðinu og spilað þennan leik vegna verkefna sinna með landsliði Mexíkó. Leikmannahópur Þórs/KA er fámennur en góðmennur, en eingöngu 14 leikmenn munu skipa hópinn í leiknum í dag. Það er hins vegar feikinóg þar sem 11 leikmenn hefja leik og aðeins er heimilt að skipta þremur leikmönnum inn á í leiknum. Það má hins vegar lítið sem ekkert út af bregða í undirbúningi liðsins fram að leik. „Undirbúningur hefur bara gengið vel og þær fjórtán sem eru til staðar eru allar leikfærar. Við værum vissulega í vondum málum ef við yrðum fyrir skakkaföllum. Það hefur hins vegar ekki gerst þannig að við mætum til þessa leiks af fullum krafti. Við gerum okkur fulla grein fyrir því að þetta verður mjög erfitt, en við erum fyrst og fremst mjög spenntar fyrir því að mæta einu sterkasta liði heims. Þetta verður mjög lærdómsríkt fyrir leikmannahópinn og það væri geggjað að ná að slá þær út,“ segir Sandra María Jessen, fyrirliði Þórs/KA, í samtali við Fréttablaðið umkomandi verkefni. „Við höfum aðallega verið að fara yfir varnarfærslurnar hérna úti og ætlum að hafa það alveg á hreinu. Það má búast við því að þær verði mun meira með boltann eins og í leiknum á Akureyri, en við náðum að komast í fín færi þar eftir skyndisóknir og stefnan er að gera slíkt hið sama í þessum leik. Við förum inn í þennan leik eins og alla aðra með það að markmiði að vinna,“segir hún enn fremur um stöðu mála hjá liðinu og nálgun liðsins að þeirri miklu áskorun sem það tekst á við. Wolfsburg sem fór alla leið í úrslit keppninnar á síðustu leiktíð, þar sem liðið laut í lægra haldi fyrir Lyon, kemur að öllum líkindum fullt sjálfstrausts inn í þennan leik. Þýska liðið vann 5-0 stórsigur á Essen í síðasta leik sínum, en það var annar deildarleikur liðsins á yfirstandandi leiktíð og spilaði Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, allan tíman í þeim leik. Wolfsburg hefur haft betur í fyrstu fjórum leikjum sínum í öllum keppnum á þessari leiktíð, en liðið hefur aukinheldur ekki fengið á sig mark í þessum leikjum og skorað 20 mörk á andstæðinga sína. Það er því ljóst að verkefni Þórs/KA er ærið og það verður erfitt að snúa taflinu við. Lið hafa hins vegar margoft sýnt fram á það að Davíð geti lagt Golíat að velli í fótboltanum. En ef allt er eðlilegt mun Sara Björk vera með farseðil í 16 liða úrslitin í farteskinu um sexleytið að íslenskum tíma.
Birtist í Fréttablaðinu Meistaradeild Evrópu Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Fleiri fréttir „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Í beinni: Tamworth - Tottenham | Skyldusigur hjá Spurs Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Sjá meira