Lífsneistinn Lára G. Sigurðardóttir skrifar 10. september 2018 07:00 Í viðtali hjá BBC sagði hin 26 ára gamla Hati frá því að hún hefði reynt að svipta sig lífi 16 ára gömul – þrír vina hennar frömdu sjálfsvíg undir tvítugu. Hati átti erfiða æsku og enginn virtist kæra sig um hvernig henni liði. Þangað til að einn skóladaginn tók kennari eftir að henni leið ekki vel og spurði hvort það væri í lagi með hana. Hati brast í grát og létti á hjarta sínu. Kennarinn hlustaði með athygli og hjálpaði henni að leita sér aðstoðar. Í dag lifir Hati góðu lífi þökk sé inngripi kennarans. Þetta er ein saga af mörgum. Ástæður að baki sjálfsvígshugsunum eru margar. Þær geta bæði litast af umhverfi og erfðum. Engin saga er eins. Það er nauðsynlegt að hafa í huga að sjálfsvíg eru ekki endilega fyrirfram ákveðin örlög heldur eitthvað sem við ættum, í mörgum tilfellum, að geta komið í veg fyrir. Á alþjóðlegum degi sjálfsvígsforvarna er gott að minna sig á að við þurfum alltaf að vera vakandi fyrir því hvernig fólkið í nærumhverfi okkar hefur það. Ljá þeim sem okkur sýnist vansælir eyra og vera til staðar fyrir hvert annað. Það er aldrei að vita nema við getum leitt einhvern út úr myrkrinu í átt að bjartari framtíð. En það þarf meira til. Í velferðarríkinu, sem stjórnmálamenn vilja gjarnan telja okkur trú um að við búum í, þurfa að vera til staðar skýr úrræði og kröftugur stuðningur fagfólks. Yfirvaldið hefur í höndunum aðgerðaáætlun til að fækka sjálfsvígum – það hefur allar burði til að efla geðheilbrigðismál og hjálpa þeim sem glatað hafa lífsneistanum og aðstandendum þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Í viðtali hjá BBC sagði hin 26 ára gamla Hati frá því að hún hefði reynt að svipta sig lífi 16 ára gömul – þrír vina hennar frömdu sjálfsvíg undir tvítugu. Hati átti erfiða æsku og enginn virtist kæra sig um hvernig henni liði. Þangað til að einn skóladaginn tók kennari eftir að henni leið ekki vel og spurði hvort það væri í lagi með hana. Hati brast í grát og létti á hjarta sínu. Kennarinn hlustaði með athygli og hjálpaði henni að leita sér aðstoðar. Í dag lifir Hati góðu lífi þökk sé inngripi kennarans. Þetta er ein saga af mörgum. Ástæður að baki sjálfsvígshugsunum eru margar. Þær geta bæði litast af umhverfi og erfðum. Engin saga er eins. Það er nauðsynlegt að hafa í huga að sjálfsvíg eru ekki endilega fyrirfram ákveðin örlög heldur eitthvað sem við ættum, í mörgum tilfellum, að geta komið í veg fyrir. Á alþjóðlegum degi sjálfsvígsforvarna er gott að minna sig á að við þurfum alltaf að vera vakandi fyrir því hvernig fólkið í nærumhverfi okkar hefur það. Ljá þeim sem okkur sýnist vansælir eyra og vera til staðar fyrir hvert annað. Það er aldrei að vita nema við getum leitt einhvern út úr myrkrinu í átt að bjartari framtíð. En það þarf meira til. Í velferðarríkinu, sem stjórnmálamenn vilja gjarnan telja okkur trú um að við búum í, þurfa að vera til staðar skýr úrræði og kröftugur stuðningur fagfólks. Yfirvaldið hefur í höndunum aðgerðaáætlun til að fækka sjálfsvígum – það hefur allar burði til að efla geðheilbrigðismál og hjálpa þeim sem glatað hafa lífsneistanum og aðstandendum þeirra.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar