Heilbrigðiskerfi þar sem ríkir heildarsýn Svandís Svavarsdóttir skrifar 13. september 2018 13:30 Íslenska heilbrigðiskerfið hefur í alltof langan tíma einkennst af skorti á yfirsýn. Sá skortur á yfirsýn er hvorki góður fyrir sjúklingana né samfélagið í heild, og leiðir af sér of mikla þjónustu á sumum sviðum og biðlista á öðrum stöðum. Móta þarf stefnu fyrir heilbrigðiskerfið allt. Ábendingar þess efnis komu meðal annars fram í skýrslu McKinsey frá árinu 2016 (Lykill að fullnýtingu tækifæra Landspítalans) og í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá því í febrúar 2018 (Sjúkratryggingar Íslands sem kaupandi heilbrigðisþjónustu frá febrúar), auk þess sem gerð heilbrigðisstefnu felur í sér viðbrögð við ákalli samfélagsins um skýra heildarsýn í heilbrigðismálum. Með gerð heilbrigðisstefnu svörum við spurningum á borð við þær hvernig heilbrigðiskerfi við viljum að í boði sé á Íslandi, hverjir veiti þjónustu, hvenær og hvar og hvaða gildi við viljum að heilbrigðiskerfið okkar endurspegli. Hingað til hefur þessum spurningum verið ósvarað, og kerfið þar af leiðandi verið brotakennt. Nú er unnið að gerð heilbrigðisstefnu innan velferðarráðuneytisins, sem ég hyggst leggja fyrir Alþingi á komandi vetri. Brátt líður að endalokum gildistíma rammasamninga Sjúkratrygginga Íslands um kaup á þjónustu sérgreinalækna utan sjúkrahúsa, en rammasamningurinn gildir til 31. desember 2018. Vinna við endurskoðun samninganna stendur nú yfir innan velferðarráðuneytisins. Í þeirri vinnu skiptir heildarsýnin meginmáli, líkt og við gerð heilbrigðisstefnu. Í fyrrnefndri McKinsey-skýrslu kemur einmitt fram að skilgreina þurfi hlutverk ólíkra veitenda heilbrigðisþjónustu og í skýrslu Ríkisendurskoðunar segir meðal annars að velferðarráðuneyti þurfi að marka heildstæða stefnu um heilbrigðisþjónustu sem Sjúkratryggingar Íslands geta byggt á við samninga um kaup á heilbrigðisþjónustu. Ákveða þurfi hvaða þjónustu heilbrigðisstofnanir ríkisins eiga að veita og hvaða þjónustu eigi að kaupa af öðrum aðilum og í hvaða magni. Endurskoðun rammasamninga við sérfræðilækna mun einmitt taka mið af þessum athugasemdum. Við þurfum að fara úr brotakenndu kerfi, þar sem tilviljun ein ræður því hvaða þjónusta er veitt hvar og af hverjum, og yfir í kerfi þar sem heildarsýn ríkir. Með því að skýra samninga um kaup á heilbrigðisþjónustu gegnum SÍ og gæta þess að markmið samninganna, árangur þeirra og gæðakröfur séu öllum ljós, og kveða á um það hvaða þjónustu skuli veita og hvar skuli inna hana af hendi nálgumst við heildstæðara kerfi og markvissari og betri þjónustu fyrir alla, þar sem aðgengi að heilbrigðisþjónustu er jafnt; óháð efnahag og búsetu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenska heilbrigðiskerfið hefur í alltof langan tíma einkennst af skorti á yfirsýn. Sá skortur á yfirsýn er hvorki góður fyrir sjúklingana né samfélagið í heild, og leiðir af sér of mikla þjónustu á sumum sviðum og biðlista á öðrum stöðum. Móta þarf stefnu fyrir heilbrigðiskerfið allt. Ábendingar þess efnis komu meðal annars fram í skýrslu McKinsey frá árinu 2016 (Lykill að fullnýtingu tækifæra Landspítalans) og í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá því í febrúar 2018 (Sjúkratryggingar Íslands sem kaupandi heilbrigðisþjónustu frá febrúar), auk þess sem gerð heilbrigðisstefnu felur í sér viðbrögð við ákalli samfélagsins um skýra heildarsýn í heilbrigðismálum. Með gerð heilbrigðisstefnu svörum við spurningum á borð við þær hvernig heilbrigðiskerfi við viljum að í boði sé á Íslandi, hverjir veiti þjónustu, hvenær og hvar og hvaða gildi við viljum að heilbrigðiskerfið okkar endurspegli. Hingað til hefur þessum spurningum verið ósvarað, og kerfið þar af leiðandi verið brotakennt. Nú er unnið að gerð heilbrigðisstefnu innan velferðarráðuneytisins, sem ég hyggst leggja fyrir Alþingi á komandi vetri. Brátt líður að endalokum gildistíma rammasamninga Sjúkratrygginga Íslands um kaup á þjónustu sérgreinalækna utan sjúkrahúsa, en rammasamningurinn gildir til 31. desember 2018. Vinna við endurskoðun samninganna stendur nú yfir innan velferðarráðuneytisins. Í þeirri vinnu skiptir heildarsýnin meginmáli, líkt og við gerð heilbrigðisstefnu. Í fyrrnefndri McKinsey-skýrslu kemur einmitt fram að skilgreina þurfi hlutverk ólíkra veitenda heilbrigðisþjónustu og í skýrslu Ríkisendurskoðunar segir meðal annars að velferðarráðuneyti þurfi að marka heildstæða stefnu um heilbrigðisþjónustu sem Sjúkratryggingar Íslands geta byggt á við samninga um kaup á heilbrigðisþjónustu. Ákveða þurfi hvaða þjónustu heilbrigðisstofnanir ríkisins eiga að veita og hvaða þjónustu eigi að kaupa af öðrum aðilum og í hvaða magni. Endurskoðun rammasamninga við sérfræðilækna mun einmitt taka mið af þessum athugasemdum. Við þurfum að fara úr brotakenndu kerfi, þar sem tilviljun ein ræður því hvaða þjónusta er veitt hvar og af hverjum, og yfir í kerfi þar sem heildarsýn ríkir. Með því að skýra samninga um kaup á heilbrigðisþjónustu gegnum SÍ og gæta þess að markmið samninganna, árangur þeirra og gæðakröfur séu öllum ljós, og kveða á um það hvaða þjónustu skuli veita og hvar skuli inna hana af hendi nálgumst við heildstæðara kerfi og markvissari og betri þjónustu fyrir alla, þar sem aðgengi að heilbrigðisþjónustu er jafnt; óháð efnahag og búsetu.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun