Hagsmunamat Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 15. september 2018 08:00 Liðin vika hefur verið undirlögð fregnum af skuldabréfaútboði WOW air og framtíð félagsins. Ljóst er að ýmislegt hefur gengið á. Fjármálamarkaðir hafa sveiflast í takt við fréttir fjölmiðla af málinu. Krónan hefur ýmist styrkst eða veikst og hlutabréfaverð sveiflast. Í gær barst svo tilkynning um að fjármögnuninni væri um það bil lokið. Forsvarsmönnum WOW hefur því tekist, að minnsta kosti í bili, að létta því óvissuástandi sem hefur varað. Lengi hefur verið vitað að WOW stæði tæpt ef ekki fengist nýtt fé að félaginu. Fyrir síðustu helgi bárust fregnir af því að forsvarsmenn WOW hefðu fundað með stjórnvöldum. Þá var því lofað að mál myndu skýrast á þriðjudag, svo frestað fram á föstudag þar til tilkynning barst síðdegis í gær. Óvissa er aldrei jákvæð í fyrirtækjarekstri. Ómögulegt er annað en að ástandið hafi haft áhrif á miðapantanir hjá WOW. Venjulegt fólk vill ekki taka áhættu með fríið sitt. Slíkur ótti kann að vera óþarfur, en hann er mannlegur. Birgjar og aðrir sem eiga í viðskiptum við félagið hljóta sömuleiðis að hafa verið órólegir. Mikilvægt er að hraða för þegar svona aðstæður skapast. Óvissan ein og sér getur grandað fyrirtækjum ef ekki er varlega farið. Skera þarf á hnútinn. Af eða á. Það gerðu Skúli Mogensen og félagar í gær. Ekki er óeðlilegt að spyrja hvað beri að gera í stöðu sem þessari þegar óvissa er uppi um rekstrarhæfi félags sem talist getur kerfislega mikilvægt. Í bankahruninu var stærð íslenska bankakerfisins slík að ríkissjóður hefði aldrei ráðið við að bjarga bönkunum. Sennilega varð það okkur til happs. Hvað varðar flugfélögin er staðan önnur, raunar vill það oft gleymast að íslenska ríkið hefur lagt Icelandair og forverum þess félags lið, til dæmis í kjölfar hryðjuverkaárásanna 11. september 2001. Hjá WOW starfa ríflega þúsund manns. Afleidd störf skipta nokkrum þúsundum. Flugfélagið flytur þriðja hvern farþega til landsins. Í tilviki Icelandair eru breyturnar enn stærri, og sveiflur í hlutabréfavirði undanfarna daga og misseri segja okkur að fjárfestar eru langt í frá sannfærðir um að viðsnúnings í rekstri félagsins sé að vænta. Fall annars eða beggja flugfélaganna myndi óhjákvæmilega hafa slæmar efnahagslegar afleiðingar. Að minnsta kosti til skamms tíma. Krónan myndi veikjast verulega. Eignaverð lækka. Efnahagslegum og pólitískum stöðugleika í landinu væri teflt í tvísýnu. Það gæti verið skynsamleg fjárfesting af hálfu ríkisins að veita flugfélagi liðsinni ef út í það færi. Staðreyndin er sú að fjárþörf WOW í tengslum við útboðið var ekki stórkostleg í samhengi við fjármál ríkisins. Nokkurra milljarða framlag til að koma félaginu fyrir horn hefði því getað verið skynsamleg ráðstöfun. Minni hagsmunum fórnað fyrir meiri, jafnvel þótt einhverjir í ríkisstjórninni myndu sennilega sitja eftir með hugmyndafræðilegt óbragð í munni. Vonandi hafa stjórnvöld lagt upp í svipaðar bollaleggingar og gert upp hug sinn ef til kæmi. Eins og svo oft í viðskiptum og lífinu almennt yrði hik sennilega sama og tap í þeim efnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Liðin vika hefur verið undirlögð fregnum af skuldabréfaútboði WOW air og framtíð félagsins. Ljóst er að ýmislegt hefur gengið á. Fjármálamarkaðir hafa sveiflast í takt við fréttir fjölmiðla af málinu. Krónan hefur ýmist styrkst eða veikst og hlutabréfaverð sveiflast. Í gær barst svo tilkynning um að fjármögnuninni væri um það bil lokið. Forsvarsmönnum WOW hefur því tekist, að minnsta kosti í bili, að létta því óvissuástandi sem hefur varað. Lengi hefur verið vitað að WOW stæði tæpt ef ekki fengist nýtt fé að félaginu. Fyrir síðustu helgi bárust fregnir af því að forsvarsmenn WOW hefðu fundað með stjórnvöldum. Þá var því lofað að mál myndu skýrast á þriðjudag, svo frestað fram á föstudag þar til tilkynning barst síðdegis í gær. Óvissa er aldrei jákvæð í fyrirtækjarekstri. Ómögulegt er annað en að ástandið hafi haft áhrif á miðapantanir hjá WOW. Venjulegt fólk vill ekki taka áhættu með fríið sitt. Slíkur ótti kann að vera óþarfur, en hann er mannlegur. Birgjar og aðrir sem eiga í viðskiptum við félagið hljóta sömuleiðis að hafa verið órólegir. Mikilvægt er að hraða för þegar svona aðstæður skapast. Óvissan ein og sér getur grandað fyrirtækjum ef ekki er varlega farið. Skera þarf á hnútinn. Af eða á. Það gerðu Skúli Mogensen og félagar í gær. Ekki er óeðlilegt að spyrja hvað beri að gera í stöðu sem þessari þegar óvissa er uppi um rekstrarhæfi félags sem talist getur kerfislega mikilvægt. Í bankahruninu var stærð íslenska bankakerfisins slík að ríkissjóður hefði aldrei ráðið við að bjarga bönkunum. Sennilega varð það okkur til happs. Hvað varðar flugfélögin er staðan önnur, raunar vill það oft gleymast að íslenska ríkið hefur lagt Icelandair og forverum þess félags lið, til dæmis í kjölfar hryðjuverkaárásanna 11. september 2001. Hjá WOW starfa ríflega þúsund manns. Afleidd störf skipta nokkrum þúsundum. Flugfélagið flytur þriðja hvern farþega til landsins. Í tilviki Icelandair eru breyturnar enn stærri, og sveiflur í hlutabréfavirði undanfarna daga og misseri segja okkur að fjárfestar eru langt í frá sannfærðir um að viðsnúnings í rekstri félagsins sé að vænta. Fall annars eða beggja flugfélaganna myndi óhjákvæmilega hafa slæmar efnahagslegar afleiðingar. Að minnsta kosti til skamms tíma. Krónan myndi veikjast verulega. Eignaverð lækka. Efnahagslegum og pólitískum stöðugleika í landinu væri teflt í tvísýnu. Það gæti verið skynsamleg fjárfesting af hálfu ríkisins að veita flugfélagi liðsinni ef út í það færi. Staðreyndin er sú að fjárþörf WOW í tengslum við útboðið var ekki stórkostleg í samhengi við fjármál ríkisins. Nokkurra milljarða framlag til að koma félaginu fyrir horn hefði því getað verið skynsamleg ráðstöfun. Minni hagsmunum fórnað fyrir meiri, jafnvel þótt einhverjir í ríkisstjórninni myndu sennilega sitja eftir með hugmyndafræðilegt óbragð í munni. Vonandi hafa stjórnvöld lagt upp í svipaðar bollaleggingar og gert upp hug sinn ef til kæmi. Eins og svo oft í viðskiptum og lífinu almennt yrði hik sennilega sama og tap í þeim efnum.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun