Klimatångest Óttar Guðmundsson skrifar 1. september 2018 09:00 Íslendingar hafa alltaf verið uppteknir af veðrinu. Þjóðtrúin hefur að geyma ótal fyrirboða varðandi veðurfarið. Mikil berjaspretta var talin fyrir vondum vetri. Ótal orðtök og málshættir tengjast hversu ófyrirsjáanlegt veðrið er. Veðurfarið er sígilt samræðuefni í öllum heitum og köldum pottum þessa lands. Góðir veðurspámenn hafa alltaf verið í miklum metum. Gott þótti að heita á heilagan Þorlák til veðurs vegna þess að „hann lastaði aldrei veður“. Reykvíkingar hafa vælt stöðugt í allt sumar yfir vætutíð sem ekki er í anda hins forna biskups. Meðan rigndi alla daga á Íslandi skein sólin glatt á frændur okkar Svía. Framan af voru menn kátir með alla þessa sól en smám saman kárnaði gamanið. Gróður eyddist, vatn þraut og miklir eldar loguðu í skraufþurrum skógunum. Sólríkt sumar snerist upp í martröð. Um fátt er meira rætt í Svíþjóð þessa dagana en þessa hitasvækju sumarsins. Nýr geðsjúkdómur er kominn fram, „klimatångest“ eða loftslagskvíði sem er gjörólíkur veðuráhyggjum Íslendinga. Menn óttast að veðurfar heimsins sé að breytast og veröldin smám saman að tortíma sjálfri sér. Hjá mörgum verður þetta að alvarlegri þráhyggju sem rænir fólk gleði daganna. Enginn talar lengur um veðursældina í Svíþjóð heldur um dapra framtíð og hitnun jarðar. Umhverfissinnar sópa að sér pólitísku fylgi með hræðsluáróðri og „heimur á helvegi“ spám. Menn óttast um grunnvatnið og aðrar gjafir jarðar. Íslendingar láta sér þó fátt um finnast enda er hér enginn maður haldinn „klimatångest“. Meðan landinn þráir sól og sumaryl steyta sænskir bændur hnefann til himins framan í sólina. Svona er nú heimsins gæðum misskipt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar hafa alltaf verið uppteknir af veðrinu. Þjóðtrúin hefur að geyma ótal fyrirboða varðandi veðurfarið. Mikil berjaspretta var talin fyrir vondum vetri. Ótal orðtök og málshættir tengjast hversu ófyrirsjáanlegt veðrið er. Veðurfarið er sígilt samræðuefni í öllum heitum og köldum pottum þessa lands. Góðir veðurspámenn hafa alltaf verið í miklum metum. Gott þótti að heita á heilagan Þorlák til veðurs vegna þess að „hann lastaði aldrei veður“. Reykvíkingar hafa vælt stöðugt í allt sumar yfir vætutíð sem ekki er í anda hins forna biskups. Meðan rigndi alla daga á Íslandi skein sólin glatt á frændur okkar Svía. Framan af voru menn kátir með alla þessa sól en smám saman kárnaði gamanið. Gróður eyddist, vatn þraut og miklir eldar loguðu í skraufþurrum skógunum. Sólríkt sumar snerist upp í martröð. Um fátt er meira rætt í Svíþjóð þessa dagana en þessa hitasvækju sumarsins. Nýr geðsjúkdómur er kominn fram, „klimatångest“ eða loftslagskvíði sem er gjörólíkur veðuráhyggjum Íslendinga. Menn óttast að veðurfar heimsins sé að breytast og veröldin smám saman að tortíma sjálfri sér. Hjá mörgum verður þetta að alvarlegri þráhyggju sem rænir fólk gleði daganna. Enginn talar lengur um veðursældina í Svíþjóð heldur um dapra framtíð og hitnun jarðar. Umhverfissinnar sópa að sér pólitísku fylgi með hræðsluáróðri og „heimur á helvegi“ spám. Menn óttast um grunnvatnið og aðrar gjafir jarðar. Íslendingar láta sér þó fátt um finnast enda er hér enginn maður haldinn „klimatångest“. Meðan landinn þráir sól og sumaryl steyta sænskir bændur hnefann til himins framan í sólina. Svona er nú heimsins gæðum misskipt.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun