Svíþjóð: Hvað gerist næst? Þorvaldur Gylfason skrifar 30. ágúst 2018 07:00 Stokkhólmur – Svíar ganga til þingkosninga eftir tíu daga. Sænsk stjórnmál hafa verið í föstum skorðum í meira en hundrað ár og skilað góðum árangri þegar alls er gætt. Lengi vel áttu fimm flokkar fulltrúa á þingi og skiptust í tvær andstæðar fylkingar. Þrjú ár af hverjum fjórum eða þar um bil sátu jafnaðarmenn í ríkisstjórn þessi hundrað ár, oftast einir en stundum á fyrri tíð í samsteypustjórnum – með frjálslyndum 1917-1920, með Bændaflokknum 1936-1939, í þjóðstjórn allra flokka nema kommúnista stríðsárin 1939-1945 og síðan aftur með Bændaflokknum 1951-1957.Andstæðar fylkingar Eftir 1957 stirðnaði sambandið milli fylkinganna tveggja og hefur aldrei síðan verið innangengt á milli þeirra. Annars vegar stóðu jafnaðarmenn og kommúnistar, síðar vinstri menn. Þegar þeir náðu meiri hluta þingsæta sem var reglan mynduðu jafnaðarmenn, langstærsti flokkurinn, minnihlutastjórn með þögulu samþykki kommanna sem virtu í reynd þá skoðun allra annarra þingflokka að kommarnir mættu ekki eiga beina aðild að stjórn landsins svo þeir veittu krötunum hlutleysi. Kratarnir stjórnuðu landinu einir nær óslitið frá 1957 til 1976. Þeir hafa aldrei skipt um nafn (Sveriges socialdemokratiska arbetareparti) frá stofnun flokksins 1889, en kommarnir voru alltaf að skipta. Þeir hétu Kommúnistaflokkur Svíþjóðar frá 1921 til 1967 þegar þeir tóku upp nafnið Vänsterpartiet Kommunisterna (VPK) sem þeir styttu síðan í Vänsterpartiet 1990 og heita svo enn. Hina fylkinguna mynduðu þrír borgaraflokkar. Hægri flokkurinn skipti um nafn 1969 og kallaði sig þá Moderata samlingspartiet (Einingarflokkur hófsamra). Bændaflokkurinn (s. Bondeförbundet) skipti um nafn 1957 og hefur síðan þá heitið Centerpartiet (Miðflokkurinn). Frjálslyndir (s. Liberalerna) hafa heitið svo frá 2015, hétu áður Folkpartiet Liberalerna frá 1990 og þar áður Folkpartiet (Þjóðarflokkurinn) frá stofnun flokksins 1934.Nýir flokkar Nokkrir nýir flokkar hafa bætzt í flóruna og eiga þrír þeirra nú fulltrúa á þingi. Umhverfisflokkurinn, flokkur græningja (s. Miljöpartiet de gröna), fékk menn kjörna á þing 1988 og síðan aftur 1994 og æ síðan og skipar sér í lið með jafnaðarmönnum. Kristilegir demókratar (s. Kristdemokraterna) buðu fyrst fram til þings 1964 en eignuðust ekki fulltrúa á þingi fyrr en 1991 og æ síðan. Þeir eru samherjar gömlu borgaraflokkanna og virðast nú eiga á hættu að detta út af þingi. Utan beggja fylkinga standa Svíþjóðardemókratar (s. Sverigedemokraterna, SD) sem buðu fyrst fram til þings 1988 og fengu menn kjörna 2010 með 6% atkvæða og aftur 2014 með 13% atkvæða og urðu þá þriðji stærsti stærsti flokkurinn á þingi. Þeir eiga rætur sínar í hreyfingu sænskra nýnasista 1980-1990. Meðal flokksmanna þá voru gamlir Svíar sem höfðu barizt með nasistum í heimsstyrjöldinni, rasistar og dæmdir ofbeldismenn. Þessa fortíð setja margir Svíar fyrir sig og einnig andúð SD á fjölgun innflytjenda og meintu viljaleysi eða getuleysi gömlu flokkanna til að hemja fjölgunina. Mörgum Svíum brá þegar 163.000 flóttamenn sóttu um hæli í landinu 2015, en straumurinn minnkaði eftir það. Fjöldi hælisleitenda 2016 var 29.000 og 26.000 í fyrra, 2017. Stjórnvöld reikna með 23.000 í ár, 2018. Rösklega sjötti hver íbúi Svíþjóðar (18%) er fæddur utan lands. Það er að vísu ívið hærra hlutfall en í Danmörku (12%), á Íslandi (14%) og í Noregi (15%), en mun lægra en í Sviss (28%). Útlendingar, þ.e. borgarar annarra landa, eru 8% af íbúafjölda Svíþjóðar og Danmerkur borið saman við 9% á Íslandi, 11% í Noregi og 25% í Sviss. Flestir Svíar fagna innflytjendum, minnugir þess hversu vel sænskum innflytjendum var tekið í Ameríku á sinni tíð þegar fjórði hver Svíi, ein milljón af fjórum, flutti vestur um haf.Innflytjendur og mannréttindi Hvernig gat það gerzt að hálfgildingsnasistaflokki tækist að vinna svo mikla hylli sænskra kjósenda? Svíþjóð hefur ekki farið varhluta af þeirri andúð sem gamlir stjórnmálaflokkar vekja meðal kjósenda, nú síðast á Ítalíu þar sem allir „gömlu“ flokkarnir – flokkar sem urðu til eftir 1992! – sitja nú utan stjórnar. Við bætist andúð sumra kjósenda á fjölgun innflytjenda. Allir flokkar setja heilbrigðismál á oddinn þar eð biðlistar spítalanna eru allt of langir. Ýmsir gera umhverfismálum einnig hátt undir höfði eftir hitasvækju og skógarelda sumarsins. Þessar áherzlur kunna að draga úr vægi andúðar SD á fjölgun innflytjenda í kosningabaráttunni. Allir þingflokkar nema Moderaterna (M) þvertaka fyrir samstarf við SD. Líkur á að M og SD geti myndað nýja ríkisstjórn eftir kosningar með stuðningi eða hlutleysi annarra flokka virðast litlar. Flest bendir því til áframhaldandi minnihlutastjórnar sem semur við hluta stjórnarandstöðunnar um einstök mál, annaðhvort undir forustu jafnaðarmanna eins og nú eða bandalags borgaraflokkanna. Meirihlutastjórn flokka úr andstæðum fylkingum í fyrsta sinn í meira en 60 ár virðist ólíkleg að svo stöddu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Norðurlönd Þorvaldur Gylfason Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Árni Sæberg Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Stokkhólmur – Svíar ganga til þingkosninga eftir tíu daga. Sænsk stjórnmál hafa verið í föstum skorðum í meira en hundrað ár og skilað góðum árangri þegar alls er gætt. Lengi vel áttu fimm flokkar fulltrúa á þingi og skiptust í tvær andstæðar fylkingar. Þrjú ár af hverjum fjórum eða þar um bil sátu jafnaðarmenn í ríkisstjórn þessi hundrað ár, oftast einir en stundum á fyrri tíð í samsteypustjórnum – með frjálslyndum 1917-1920, með Bændaflokknum 1936-1939, í þjóðstjórn allra flokka nema kommúnista stríðsárin 1939-1945 og síðan aftur með Bændaflokknum 1951-1957.Andstæðar fylkingar Eftir 1957 stirðnaði sambandið milli fylkinganna tveggja og hefur aldrei síðan verið innangengt á milli þeirra. Annars vegar stóðu jafnaðarmenn og kommúnistar, síðar vinstri menn. Þegar þeir náðu meiri hluta þingsæta sem var reglan mynduðu jafnaðarmenn, langstærsti flokkurinn, minnihlutastjórn með þögulu samþykki kommanna sem virtu í reynd þá skoðun allra annarra þingflokka að kommarnir mættu ekki eiga beina aðild að stjórn landsins svo þeir veittu krötunum hlutleysi. Kratarnir stjórnuðu landinu einir nær óslitið frá 1957 til 1976. Þeir hafa aldrei skipt um nafn (Sveriges socialdemokratiska arbetareparti) frá stofnun flokksins 1889, en kommarnir voru alltaf að skipta. Þeir hétu Kommúnistaflokkur Svíþjóðar frá 1921 til 1967 þegar þeir tóku upp nafnið Vänsterpartiet Kommunisterna (VPK) sem þeir styttu síðan í Vänsterpartiet 1990 og heita svo enn. Hina fylkinguna mynduðu þrír borgaraflokkar. Hægri flokkurinn skipti um nafn 1969 og kallaði sig þá Moderata samlingspartiet (Einingarflokkur hófsamra). Bændaflokkurinn (s. Bondeförbundet) skipti um nafn 1957 og hefur síðan þá heitið Centerpartiet (Miðflokkurinn). Frjálslyndir (s. Liberalerna) hafa heitið svo frá 2015, hétu áður Folkpartiet Liberalerna frá 1990 og þar áður Folkpartiet (Þjóðarflokkurinn) frá stofnun flokksins 1934.Nýir flokkar Nokkrir nýir flokkar hafa bætzt í flóruna og eiga þrír þeirra nú fulltrúa á þingi. Umhverfisflokkurinn, flokkur græningja (s. Miljöpartiet de gröna), fékk menn kjörna á þing 1988 og síðan aftur 1994 og æ síðan og skipar sér í lið með jafnaðarmönnum. Kristilegir demókratar (s. Kristdemokraterna) buðu fyrst fram til þings 1964 en eignuðust ekki fulltrúa á þingi fyrr en 1991 og æ síðan. Þeir eru samherjar gömlu borgaraflokkanna og virðast nú eiga á hættu að detta út af þingi. Utan beggja fylkinga standa Svíþjóðardemókratar (s. Sverigedemokraterna, SD) sem buðu fyrst fram til þings 1988 og fengu menn kjörna 2010 með 6% atkvæða og aftur 2014 með 13% atkvæða og urðu þá þriðji stærsti stærsti flokkurinn á þingi. Þeir eiga rætur sínar í hreyfingu sænskra nýnasista 1980-1990. Meðal flokksmanna þá voru gamlir Svíar sem höfðu barizt með nasistum í heimsstyrjöldinni, rasistar og dæmdir ofbeldismenn. Þessa fortíð setja margir Svíar fyrir sig og einnig andúð SD á fjölgun innflytjenda og meintu viljaleysi eða getuleysi gömlu flokkanna til að hemja fjölgunina. Mörgum Svíum brá þegar 163.000 flóttamenn sóttu um hæli í landinu 2015, en straumurinn minnkaði eftir það. Fjöldi hælisleitenda 2016 var 29.000 og 26.000 í fyrra, 2017. Stjórnvöld reikna með 23.000 í ár, 2018. Rösklega sjötti hver íbúi Svíþjóðar (18%) er fæddur utan lands. Það er að vísu ívið hærra hlutfall en í Danmörku (12%), á Íslandi (14%) og í Noregi (15%), en mun lægra en í Sviss (28%). Útlendingar, þ.e. borgarar annarra landa, eru 8% af íbúafjölda Svíþjóðar og Danmerkur borið saman við 9% á Íslandi, 11% í Noregi og 25% í Sviss. Flestir Svíar fagna innflytjendum, minnugir þess hversu vel sænskum innflytjendum var tekið í Ameríku á sinni tíð þegar fjórði hver Svíi, ein milljón af fjórum, flutti vestur um haf.Innflytjendur og mannréttindi Hvernig gat það gerzt að hálfgildingsnasistaflokki tækist að vinna svo mikla hylli sænskra kjósenda? Svíþjóð hefur ekki farið varhluta af þeirri andúð sem gamlir stjórnmálaflokkar vekja meðal kjósenda, nú síðast á Ítalíu þar sem allir „gömlu“ flokkarnir – flokkar sem urðu til eftir 1992! – sitja nú utan stjórnar. Við bætist andúð sumra kjósenda á fjölgun innflytjenda. Allir flokkar setja heilbrigðismál á oddinn þar eð biðlistar spítalanna eru allt of langir. Ýmsir gera umhverfismálum einnig hátt undir höfði eftir hitasvækju og skógarelda sumarsins. Þessar áherzlur kunna að draga úr vægi andúðar SD á fjölgun innflytjenda í kosningabaráttunni. Allir þingflokkar nema Moderaterna (M) þvertaka fyrir samstarf við SD. Líkur á að M og SD geti myndað nýja ríkisstjórn eftir kosningar með stuðningi eða hlutleysi annarra flokka virðast litlar. Flest bendir því til áframhaldandi minnihlutastjórnar sem semur við hluta stjórnarandstöðunnar um einstök mál, annaðhvort undir forustu jafnaðarmanna eins og nú eða bandalags borgaraflokkanna. Meirihlutastjórn flokka úr andstæðum fylkingum í fyrsta sinn í meira en 60 ár virðist ólíkleg að svo stöddu.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun