Stjórnarskrá Íslands sker sig úr varðandi skort á framsalsheimildum Sighvatur Arnmundsson skrifar 30. ágúst 2018 06:00 Björg Thorarensen prófessor við HÍ. Háskóli Íslands „Það er margt ólíkara í stjórnskipun Norðurlandanna en almennt hefur verið talið. Grunnurinn er sameiginlegur en birtist og hefur þróast með ólíkum hætti,“ segir Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti við HÍ. Björg er önnur tveggja ritstjóra nýrrar bókar sem fjallar um samanburð á stjórnarskrám Norðurlandanna. Bókin er á ensku en auk Bjargar eru fimm höfundar sem eru norrænir fræðimenn á sviði stjórnskipunarréttar. „Við hittumst reglulega á málþingum og höfum haldið ráðstefnur. Þessi hugmynd kviknaði út frá því. Kosturinn við að gefa bókina út á ensku er sá að við erum að opna þetta fyrir öðrum en norrænum fræðimönnum. Á alþjóðavettvangi halda margir að Norðurlöndin séu mjög lík og hugsa jafnvel um þau sem eina heild.“ Björg segir margt binda Norðurlöndin saman en margt sé líka ólíkt. „Það hefur mikil áhrif að þrjú ríkjanna séu í ESB en tvö í EES. Svíþjóð og Finnland hafa breytt sínum stjórnarskrám mikið og þar hafa verið sett inn ákvæði um samspil þjóðþinganna við ESB. Þetta hafa Danir ekki gert en í dönsku stjórnarskránni er þó skýr framsalsheimild.“ Björg bendir á að Ísland skeri sig úr hvað varðar skort á heimildum til framsals valds. „Ákvæði um þjóðréttarsamvinnu er í grunninn frá 1920 og gefur enga vísbendingu um að það megi framselja vald ríkisins. Hér hefur það aldrei verið viðurkennt að það sé verið að framselja ríkisvald til alþjóðastofnana.“ Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Sjá meira
„Það er margt ólíkara í stjórnskipun Norðurlandanna en almennt hefur verið talið. Grunnurinn er sameiginlegur en birtist og hefur þróast með ólíkum hætti,“ segir Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti við HÍ. Björg er önnur tveggja ritstjóra nýrrar bókar sem fjallar um samanburð á stjórnarskrám Norðurlandanna. Bókin er á ensku en auk Bjargar eru fimm höfundar sem eru norrænir fræðimenn á sviði stjórnskipunarréttar. „Við hittumst reglulega á málþingum og höfum haldið ráðstefnur. Þessi hugmynd kviknaði út frá því. Kosturinn við að gefa bókina út á ensku er sá að við erum að opna þetta fyrir öðrum en norrænum fræðimönnum. Á alþjóðavettvangi halda margir að Norðurlöndin séu mjög lík og hugsa jafnvel um þau sem eina heild.“ Björg segir margt binda Norðurlöndin saman en margt sé líka ólíkt. „Það hefur mikil áhrif að þrjú ríkjanna séu í ESB en tvö í EES. Svíþjóð og Finnland hafa breytt sínum stjórnarskrám mikið og þar hafa verið sett inn ákvæði um samspil þjóðþinganna við ESB. Þetta hafa Danir ekki gert en í dönsku stjórnarskránni er þó skýr framsalsheimild.“ Björg bendir á að Ísland skeri sig úr hvað varðar skort á heimildum til framsals valds. „Ákvæði um þjóðréttarsamvinnu er í grunninn frá 1920 og gefur enga vísbendingu um að það megi framselja vald ríkisins. Hér hefur það aldrei verið viðurkennt að það sé verið að framselja ríkisvald til alþjóðastofnana.“
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Sjá meira