Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. nóvember 2024 12:02 Frá heimsþinginu í fyrra. sigurjón/stöð 2 Gestir á Heimsþingi kvenleiðtoga segja kominn tími til að grípa til aðgerða til að vinna gegn því bakslagi sem hafi orðið í jafnréttismálum á alþjóðlegri grundu. Þetta segir stjórnarformaður þingsins sem hófst í morgun. Um fjögur hundruð kvenleiðtogar frá ýmsum löngum funda á þinginu sem fer fram í Hörpu í dag og stendur til morguns. Hanna Birna Kristjánsdóttir, stofnandi og stjórnarformaður heimsþingsins segir morguninn hafa byrjað á opnunarumræðum frá Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands og Mary Robinson, fyrrverandi forseta Írlands. „Yfirskriftin á fundinum í ár er að við þurfum að sameinast um aðgerðir og það mótast mjög mikið af því að þetta ár er stærsta kosningaárið í sögunni, helmingur mannkyns gengur til kosninga. Þannig það er mjög litað af því að það sé kominn tími fyrir aðgerðir og það er pínu óþreyja í konum alls staðar að úr heiminum sem finnst hlutirnir ekki vera að ganga nógu hratt. Þannig að þessu sinni tengist yfirskriftin því að fara að grípa til aðgerða sem eru nauðsynlegar til að vinna gegn því bakslagi sem hefur sannarlega orðið í jafnréttismálum alþjóðlega.“ Farið verður yfir árangur þeirra þjóða þar sem jafnréttisbaráttan hefur gengið vel. „Við leggjum sérstaka áherslu á jafnrétti þegar kemur að launum, fæðingarorlofi og þegar kemur að því að vera í leiðtogahlutverkum að það sé jöfn staða karla og kvenna og svo í fjórða lagi leggjum við sérstaka áherslu á að útrýma kynbundnu ofbeldi. Þannig við teljum að þessar fjórar aðgerðir séu það sem getur ýtt þjóðum á betri stað þegar kemur að jafnrétti og kannski geta þau borið sig saman við þjóðina Ísland sem hefur í fimmtán ár verið númer eitt þegar kemur að þessu.“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir. Fylgjast má með viðburðinum í beinu streymi á Vísi. Heimsþing kvenleiðtoga Jafnréttismál Harpa Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Um fjögur hundruð kvenleiðtogar frá ýmsum löngum funda á þinginu sem fer fram í Hörpu í dag og stendur til morguns. Hanna Birna Kristjánsdóttir, stofnandi og stjórnarformaður heimsþingsins segir morguninn hafa byrjað á opnunarumræðum frá Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands og Mary Robinson, fyrrverandi forseta Írlands. „Yfirskriftin á fundinum í ár er að við þurfum að sameinast um aðgerðir og það mótast mjög mikið af því að þetta ár er stærsta kosningaárið í sögunni, helmingur mannkyns gengur til kosninga. Þannig það er mjög litað af því að það sé kominn tími fyrir aðgerðir og það er pínu óþreyja í konum alls staðar að úr heiminum sem finnst hlutirnir ekki vera að ganga nógu hratt. Þannig að þessu sinni tengist yfirskriftin því að fara að grípa til aðgerða sem eru nauðsynlegar til að vinna gegn því bakslagi sem hefur sannarlega orðið í jafnréttismálum alþjóðlega.“ Farið verður yfir árangur þeirra þjóða þar sem jafnréttisbaráttan hefur gengið vel. „Við leggjum sérstaka áherslu á jafnrétti þegar kemur að launum, fæðingarorlofi og þegar kemur að því að vera í leiðtogahlutverkum að það sé jöfn staða karla og kvenna og svo í fjórða lagi leggjum við sérstaka áherslu á að útrýma kynbundnu ofbeldi. Þannig við teljum að þessar fjórar aðgerðir séu það sem getur ýtt þjóðum á betri stað þegar kemur að jafnrétti og kannski geta þau borið sig saman við þjóðina Ísland sem hefur í fimmtán ár verið númer eitt þegar kemur að þessu.“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir. Fylgjast má með viðburðinum í beinu streymi á Vísi.
Heimsþing kvenleiðtoga Jafnréttismál Harpa Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira