Umhverfisógn eyris? María Bjarnadóttir skrifar 24. ágúst 2018 07:00 Rafeyrir verður til með því að láta öflugar tölvur leysa flóknar stærðfræðiþrautir á sem skemmstum tíma. Hann er ekki áþreifanlegur eins og seðlar og myntir og er aðeins til á stafrænu formi. Sumum finnst þetta skrýtið, en hérna í nútímanum er ansi margt hálffurðulegt. Frægastur rafauranna er líklega Bitcoin, sem varð fyrst alræmdur fyrir að vera gjaldeyrir í hinum dimmu dölum internetsins og greiðslumáti fyrir vafasöm viðskipti og ólöglegar vörur. Bitcoin hefur þó notið síaukinna vinsælda og öðlast vaxandi virðingu í samfélagi fjármagnsins. Ekki er langt síðan opnaður var Bitcoin-hraðbanki á Íslandi, þó það sé bara hægt að leggja inn en ekki taka út (og því augljóslega ekki partur af Gleðibankasamsteypunni). Ensk úrvaldsdeildarlið í knattspyrnu tilkynntu nýlega um að þau hefðu gert auglýsingasamkomulag við rafeyrismiðlara sem ætlaði að greiða þeim fyrir með Bitcoin og opna á möguleika til að kaupa miða á leiki félaganna með eyrinum. Þó að Bitcoin sé ekki peningar í hefðbundnum skilningi á eyririnn það sameiginlegt með ýmsum verðmætum að hafa veruleg áhrif á umhverfi sitt þegar grafið er eftir honum. Nýlegar áætlanir gera ráð fyrir að raforkunotkun vegna rafeyrisgraftar í heiminum verði á borð við heildarnotkun Argentínu á rafmagni. Ísland með sitt lága raforkuverð og náttúrulega kælingu fyrir öflugar tölvur er að sjálfsögðu orðið eftirsóttur staður fyrir rafeyrisgröft. Það er þó rétt að gæta þess að rafeyrir skapast ekki úr engu. Gröfturinn skapar álag á náttúruauðlindir rétt eins og gröftur eftir kolum eða olíu – þó að áhrifin komi fram með öðrum hætti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Rafmyntir María Bjarnadóttir Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Rafeyrir verður til með því að láta öflugar tölvur leysa flóknar stærðfræðiþrautir á sem skemmstum tíma. Hann er ekki áþreifanlegur eins og seðlar og myntir og er aðeins til á stafrænu formi. Sumum finnst þetta skrýtið, en hérna í nútímanum er ansi margt hálffurðulegt. Frægastur rafauranna er líklega Bitcoin, sem varð fyrst alræmdur fyrir að vera gjaldeyrir í hinum dimmu dölum internetsins og greiðslumáti fyrir vafasöm viðskipti og ólöglegar vörur. Bitcoin hefur þó notið síaukinna vinsælda og öðlast vaxandi virðingu í samfélagi fjármagnsins. Ekki er langt síðan opnaður var Bitcoin-hraðbanki á Íslandi, þó það sé bara hægt að leggja inn en ekki taka út (og því augljóslega ekki partur af Gleðibankasamsteypunni). Ensk úrvaldsdeildarlið í knattspyrnu tilkynntu nýlega um að þau hefðu gert auglýsingasamkomulag við rafeyrismiðlara sem ætlaði að greiða þeim fyrir með Bitcoin og opna á möguleika til að kaupa miða á leiki félaganna með eyrinum. Þó að Bitcoin sé ekki peningar í hefðbundnum skilningi á eyririnn það sameiginlegt með ýmsum verðmætum að hafa veruleg áhrif á umhverfi sitt þegar grafið er eftir honum. Nýlegar áætlanir gera ráð fyrir að raforkunotkun vegna rafeyrisgraftar í heiminum verði á borð við heildarnotkun Argentínu á rafmagni. Ísland með sitt lága raforkuverð og náttúrulega kælingu fyrir öflugar tölvur er að sjálfsögðu orðið eftirsóttur staður fyrir rafeyrisgröft. Það er þó rétt að gæta þess að rafeyrir skapast ekki úr engu. Gröfturinn skapar álag á náttúruauðlindir rétt eins og gröftur eftir kolum eða olíu – þó að áhrifin komi fram með öðrum hætti.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar