Þessir leikir tóku á andlega Kristinn Páll Teitsson skrifar 14. ágúst 2018 10:30 Sandra María Jessen er fyrirliði Þórs/KA liðsins. vísir/eyþór Þór/KA komst í 32-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í gær eftir markalaust jafntefli gegn Ajax í lokaleik Akureyringa í undankeppninni. Er þetta í annað sinn í sögu félagsins sem norðankonur komast í útsláttarkeppnina. Fóru þær upp úr riðli sínum með sjö stig úr þremur leikjum þrátt fyrir að lenda í öðru sæti sem eitt af tveimur stigahæstu liðunum í öðru sæti. Örlögin voru í höndum norðankvenna fyrir leikinn sem voru öruggar áfram með sigri en líklegt var að jafntefli myndi duga. Andstæðingurinn, Ajax frá Hollandi var að sögn Söndru Maríu Jessen, fyrirliða Þórs/KA, gríðarlega sterkur og innihélt fjölmargar landsliðskonur. „Ajax er með gífurlega sterkt lið, margar landsliðskonur frá Hollandi og eina frá Danmörku. Við getum verið stoltar af þessum úrslitum og að hafa haldið hreinu allan riðilinn og við komum fullar sjálfstrausts aftur í Pepsi-deildina,“ sagði Sandra og bætti við: „Þessir leikir tóku á andlegu hliðina, það voru margar sem höfðu ekki leikið Evrópuleiki og við þurftum að vera agaðar og reiða okkur á að liðsandinn myndi nýtast okkur. Við gerðum vel að stíga upp og það var ekki að sjá að þetta væru fyrstu leikirnir hjá mörgum í Meistaradeildinni.“ Akureyringar urðu fyrir áfalli þegar þær misstu Ariana Calderon af velli á 78. mínútu með rautt spjald. „Þetta var varla brot að mínu mati, hún rekst í hana og fær dæmda á sig aukaspyrnu en dómarinn var búinn að vara hana við að hún væri á síðasta séns. Þrátt fyrir að vera manni færri á lokakaflanum héldum við áfram að sækja í leit að sigurmarkinu,“ sagði Sandra og hélt áfram: „Það var svakaleg spenna undir lokin, ég var með hnút í maganum síðustu mínúturnar en stuðningsmenn Þórs/KA í stúkunni voru duglegir að láta okkur vita. Við ætluðum að klára þetta með sigri í dag en jafnteflið dugði til og þá var gott að fá þessar upplýsingar úr stúkunni.“ Meistaradeild Evrópu Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Sjá meira
Þór/KA komst í 32-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í gær eftir markalaust jafntefli gegn Ajax í lokaleik Akureyringa í undankeppninni. Er þetta í annað sinn í sögu félagsins sem norðankonur komast í útsláttarkeppnina. Fóru þær upp úr riðli sínum með sjö stig úr þremur leikjum þrátt fyrir að lenda í öðru sæti sem eitt af tveimur stigahæstu liðunum í öðru sæti. Örlögin voru í höndum norðankvenna fyrir leikinn sem voru öruggar áfram með sigri en líklegt var að jafntefli myndi duga. Andstæðingurinn, Ajax frá Hollandi var að sögn Söndru Maríu Jessen, fyrirliða Þórs/KA, gríðarlega sterkur og innihélt fjölmargar landsliðskonur. „Ajax er með gífurlega sterkt lið, margar landsliðskonur frá Hollandi og eina frá Danmörku. Við getum verið stoltar af þessum úrslitum og að hafa haldið hreinu allan riðilinn og við komum fullar sjálfstrausts aftur í Pepsi-deildina,“ sagði Sandra og bætti við: „Þessir leikir tóku á andlegu hliðina, það voru margar sem höfðu ekki leikið Evrópuleiki og við þurftum að vera agaðar og reiða okkur á að liðsandinn myndi nýtast okkur. Við gerðum vel að stíga upp og það var ekki að sjá að þetta væru fyrstu leikirnir hjá mörgum í Meistaradeildinni.“ Akureyringar urðu fyrir áfalli þegar þær misstu Ariana Calderon af velli á 78. mínútu með rautt spjald. „Þetta var varla brot að mínu mati, hún rekst í hana og fær dæmda á sig aukaspyrnu en dómarinn var búinn að vara hana við að hún væri á síðasta séns. Þrátt fyrir að vera manni færri á lokakaflanum héldum við áfram að sækja í leit að sigurmarkinu,“ sagði Sandra og hélt áfram: „Það var svakaleg spenna undir lokin, ég var með hnút í maganum síðustu mínúturnar en stuðningsmenn Þórs/KA í stúkunni voru duglegir að láta okkur vita. Við ætluðum að klára þetta með sigri í dag en jafnteflið dugði til og þá var gott að fá þessar upplýsingar úr stúkunni.“
Meistaradeild Evrópu Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Sjá meira