
Frá konu til konu
Komdu sæl Katrín
Ég skrifa þér sem kona til konu.
Ég fagnaði þegar þú komst til áhrifa í VG, og lagði mitt að mörkum til þess að þú hefðir möguleika á að verða forsætisráðherra þjóðarinnar. Það eru því vissulega vonbrigði að fylgjast með fréttum dag eftir dag og sjá hversu lítið störf kvenna, í þágu kvenna, barna og fjölskyldna eru metin í þeirri ríkisstjórn sem þú stjórnar.
Ég man vel fund í Reykjanesbæ, á vegum VG í aðdraganda kosninga, fyrir mörgum árum. Þar varst þú og þáverandi formaður flokksins ásamt fleiri gestum.
Ég sem ljósmóðir, sá þar unga barnshafandi konu, þreytta og svanga, sem Steingrímur gleymdi alveg að taka tillit til. Ég hafði orð á því, ekki af því að ég treysti ekki þessari ungu konu til að minna á sig, eða krefjast hæfilega langra vinnudaga, heldur miklu fremur vegna þess að ég sem ljósmóðir ber umhyggju fyrir barnshafandi konum, líka utan formlegra vinnudaga. Það er hluti af okkar starfsskyldum, og við vitum að heilsa verðandi móður er mikilvæg heilsu barnsins sem hún gengur með.
Þessi unga kona sem ég hitti um árið er nú forsætisráðherra Íslands.
Katrín, oft hefur verið þörf, en nú er nauðsyn. Ég bið þig að taka af skarið, sýna fjármálaráðherra hver það er sem ræður. Sýna að þú hafir bein í nefinu, að þú sért rétt kona á réttum stað.
Það þarf að semja við ljósmæður, ekki seinna en núna, ef ekki á að verða óafturkræfur skaði á þjónustu við konur. Líf barna og mæðra liggur við.
Samningamál þjóðarinnar eru í molum, en þessu verður að bjarga strax.
Með vinsemd og virðingu
Björg Sigurðardóttir ljósmóðir í 36 ár.
Skoðun

Það er kominn tími til...
Birgir Rúnar Davíðsson skrifar

Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

Er píptest rót alls ills?
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Vertu bandamaður kæri bróðir!
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Frá frammistöðuvæðingu til farsældar
Helga Þórey Júlíudóttir skrifar

Ísland á að verja með íslenskum lögum
Arnar Þór Jónsson skrifar

Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði
Logi Einarsson skrifar

Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna
Bjarni Jónsson skrifar

Göngum í takt
skrifar

Hverju lofar þú?
Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar

Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar
Svava Þ. Hjaltalín skrifar

Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda
Sigurvin Lárus Jónsson skrifar

Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar?
Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar

Allt að vinna, engu að tapa!
Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar

Fiskurinn í blokkunum
Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar

Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað
Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar

Þegar vald óttast þekkingu
Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar

Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Hverjir eiga Ísland?
Jón Baldvin Hannibalsson skrifar

Komum náminu á Höfn í höfn
Halla Hrund Logadóttir skrifar

Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn
Sigríður Gunnarsdóttir skrifar

Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu
Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Tollar – Fyrir hverja?
Valdimar Birgisson skrifar

Þau eru fá en þörfin er stór
Sif Huld Albertsdóttir skrifar

Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri
Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar

Leiðin til helvítis
Jón Pétur Zimsen skrifar

Eitruð kvenmennska
Ása Lind Finnbogadóttir skrifar

Hinn nýi íslenski aðall
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri
Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar