Frá konu til konu Björg Sigurðardóttir skrifar 20. júlí 2018 23:21 Opið bréf til forsætisráðherra Íslands: Komdu sæl Katrín Ég skrifa þér sem kona til konu. Ég fagnaði þegar þú komst til áhrifa í VG, og lagði mitt að mörkum til þess að þú hefðir möguleika á að verða forsætisráðherra þjóðarinnar. Það eru því vissulega vonbrigði að fylgjast með fréttum dag eftir dag og sjá hversu lítið störf kvenna, í þágu kvenna, barna og fjölskyldna eru metin í þeirri ríkisstjórn sem þú stjórnar. Ég man vel fund í Reykjanesbæ, á vegum VG í aðdraganda kosninga, fyrir mörgum árum. Þar varst þú og þáverandi formaður flokksins ásamt fleiri gestum. Ég sem ljósmóðir, sá þar unga barnshafandi konu, þreytta og svanga, sem Steingrímur gleymdi alveg að taka tillit til. Ég hafði orð á því, ekki af því að ég treysti ekki þessari ungu konu til að minna á sig, eða krefjast hæfilega langra vinnudaga, heldur miklu fremur vegna þess að ég sem ljósmóðir ber umhyggju fyrir barnshafandi konum, líka utan formlegra vinnudaga. Það er hluti af okkar starfsskyldum, og við vitum að heilsa verðandi móður er mikilvæg heilsu barnsins sem hún gengur með. Þessi unga kona sem ég hitti um árið er nú forsætisráðherra Íslands. Katrín, oft hefur verið þörf, en nú er nauðsyn. Ég bið þig að taka af skarið, sýna fjármálaráðherra hver það er sem ræður. Sýna að þú hafir bein í nefinu, að þú sért rétt kona á réttum stað. Það þarf að semja við ljósmæður, ekki seinna en núna, ef ekki á að verða óafturkræfur skaði á þjónustu við konur. Líf barna og mæðra liggur við. Samningamál þjóðarinnar eru í molum, en þessu verður að bjarga strax. Með vinsemd og virðingu Björg Sigurðardóttir ljósmóðir í 36 ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Skoðun Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Opið bréf til forsætisráðherra Íslands: Komdu sæl Katrín Ég skrifa þér sem kona til konu. Ég fagnaði þegar þú komst til áhrifa í VG, og lagði mitt að mörkum til þess að þú hefðir möguleika á að verða forsætisráðherra þjóðarinnar. Það eru því vissulega vonbrigði að fylgjast með fréttum dag eftir dag og sjá hversu lítið störf kvenna, í þágu kvenna, barna og fjölskyldna eru metin í þeirri ríkisstjórn sem þú stjórnar. Ég man vel fund í Reykjanesbæ, á vegum VG í aðdraganda kosninga, fyrir mörgum árum. Þar varst þú og þáverandi formaður flokksins ásamt fleiri gestum. Ég sem ljósmóðir, sá þar unga barnshafandi konu, þreytta og svanga, sem Steingrímur gleymdi alveg að taka tillit til. Ég hafði orð á því, ekki af því að ég treysti ekki þessari ungu konu til að minna á sig, eða krefjast hæfilega langra vinnudaga, heldur miklu fremur vegna þess að ég sem ljósmóðir ber umhyggju fyrir barnshafandi konum, líka utan formlegra vinnudaga. Það er hluti af okkar starfsskyldum, og við vitum að heilsa verðandi móður er mikilvæg heilsu barnsins sem hún gengur með. Þessi unga kona sem ég hitti um árið er nú forsætisráðherra Íslands. Katrín, oft hefur verið þörf, en nú er nauðsyn. Ég bið þig að taka af skarið, sýna fjármálaráðherra hver það er sem ræður. Sýna að þú hafir bein í nefinu, að þú sért rétt kona á réttum stað. Það þarf að semja við ljósmæður, ekki seinna en núna, ef ekki á að verða óafturkræfur skaði á þjónustu við konur. Líf barna og mæðra liggur við. Samningamál þjóðarinnar eru í molum, en þessu verður að bjarga strax. Með vinsemd og virðingu Björg Sigurðardóttir ljósmóðir í 36 ár.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar