Grafið undan réttindum Ólöf Skaftadóttir skrifar 11. júlí 2018 10:00 Svokallaður Roe v. Wade dómur féll í hæstarétti Bandaríkjanna árið 1973 og gerði fóstureyðingar löglegar þar í landi. Í málinu reyndi á hvort lög sem bönnuðu fóstureyðingar og voru sett af löggjafarþingi í Texas stæðust ákvæði um friðhelgi einkalífsins í stjórnarskránni. Meirihluti hæstaréttar komst að þeirri niðurstöðu að svo væri ekki. Lögin skertu um of rétt kvenna til að gangast undir fóstureyðingu. Þessi dómur hefur verið umdeildur síðan hann féll og hefur reynst þrætuepli á milli frjálslyndra og íhaldsmanna í Bandaríkjunum svo áratugum skiptir. Nú virðist sem andstæðingar fóstureyðinga vestanhafs sjái sér leik á borði eftir að Donald Trump tilnefndi hinn hægrisinnaða íhaldsmann Brett Kavanaugh sem dómara við hæstarétt Bandaríkjanna á mánudag. Fjölmiðlar vestanhafs segja einsýnt að látið verði reyna á Roe v. Wade dóminn á allra næstu misserum verði Kavanaugh staðfestur af öldungadeildinni í embætti. Þá sé það morgunljóst að rétturinn muni færast til hægri í niðurstöðum sínum. Dómaraefnið hefur þó ekki lýst yfir afstöðu sinni til fóstureyðinga opinberlega. Dómarar réttarins eru níu talsins. Eins og gefur að skilja hafa ákvarðanir þeirra mikið að segja um réttarfar í landinu öllu. Vægið á milli frjálslyndra dómara og íhaldssamra hefur verið nokkuð jafnt undanfarin misseri. Sá sem nú lætur af störfum, Anthony Kennedy, er alla jafna talinn íhaldssamur í skoðunum. Hann átti það hins vegar til að sveiflast í afstöðu sinni í stórum málum. Þannig dæmdi hann til að mynda með lögum um samkynja hjónabönd og fóstureyðingar. Sjálfur hefur Trump lagst gegn fóstureyðingum, en það gerði hann opinberlega í kosningabaráttu sinni. Afar sjaldgæft er að forseti fái að velja tvo dómara á svo skömmum tíma, líkt og Trump hefur gert, en hann valdi einnig hægrisinnaðan arftaka Antonins Scalia við réttinn, stuttu eftir embættistöku. Sérfræðingar segja að Trump hafi nú gefist fágætt tækifæri til að hafa víðtæk áhrif á bandarískt réttarfar næstu árin eða áratugina. Ekki þarf að hafa mörg orð um þann sjálfsagða rétt kvenna að ráða yfir eigin líkama. Ástæður að baki því að kona vilji binda enda á meðgöngu eru fjölmargar. Ofbeldissambönd, atvinnuleysi, tímasetning, aðstæður, fjárhagur, að vilja ekki eignast börn og ýmislegt fleira getur spilað inn í þá ákvörðun. Okkur kemur það einfaldlega ekki við. Á Íslandi búum við ekki í samfélagi sem skilgreinir frjóvguð egg sem fóstur og fóstur sem manneskju sem njóti sambærilegra réttinda og barn eða fullorðin manneskja. Sem betur fer. Ólíklegt er að slíkt afturhvarf til fortíðar verði hér á landi. En meiriháttar lagasetningar í heimsveldi á borð við Bandaríkin hafa óneitanlega áhrif víðar en í Bandaríkjunum einum. Svo er það hitt, að ákvarðanir og gjörðir þjóðarleiðtogans í Bandaríkjunum undanfarið gefa ekki mikið tilefni til bjartsýni í þessum efnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Svokallaður Roe v. Wade dómur féll í hæstarétti Bandaríkjanna árið 1973 og gerði fóstureyðingar löglegar þar í landi. Í málinu reyndi á hvort lög sem bönnuðu fóstureyðingar og voru sett af löggjafarþingi í Texas stæðust ákvæði um friðhelgi einkalífsins í stjórnarskránni. Meirihluti hæstaréttar komst að þeirri niðurstöðu að svo væri ekki. Lögin skertu um of rétt kvenna til að gangast undir fóstureyðingu. Þessi dómur hefur verið umdeildur síðan hann féll og hefur reynst þrætuepli á milli frjálslyndra og íhaldsmanna í Bandaríkjunum svo áratugum skiptir. Nú virðist sem andstæðingar fóstureyðinga vestanhafs sjái sér leik á borði eftir að Donald Trump tilnefndi hinn hægrisinnaða íhaldsmann Brett Kavanaugh sem dómara við hæstarétt Bandaríkjanna á mánudag. Fjölmiðlar vestanhafs segja einsýnt að látið verði reyna á Roe v. Wade dóminn á allra næstu misserum verði Kavanaugh staðfestur af öldungadeildinni í embætti. Þá sé það morgunljóst að rétturinn muni færast til hægri í niðurstöðum sínum. Dómaraefnið hefur þó ekki lýst yfir afstöðu sinni til fóstureyðinga opinberlega. Dómarar réttarins eru níu talsins. Eins og gefur að skilja hafa ákvarðanir þeirra mikið að segja um réttarfar í landinu öllu. Vægið á milli frjálslyndra dómara og íhaldssamra hefur verið nokkuð jafnt undanfarin misseri. Sá sem nú lætur af störfum, Anthony Kennedy, er alla jafna talinn íhaldssamur í skoðunum. Hann átti það hins vegar til að sveiflast í afstöðu sinni í stórum málum. Þannig dæmdi hann til að mynda með lögum um samkynja hjónabönd og fóstureyðingar. Sjálfur hefur Trump lagst gegn fóstureyðingum, en það gerði hann opinberlega í kosningabaráttu sinni. Afar sjaldgæft er að forseti fái að velja tvo dómara á svo skömmum tíma, líkt og Trump hefur gert, en hann valdi einnig hægrisinnaðan arftaka Antonins Scalia við réttinn, stuttu eftir embættistöku. Sérfræðingar segja að Trump hafi nú gefist fágætt tækifæri til að hafa víðtæk áhrif á bandarískt réttarfar næstu árin eða áratugina. Ekki þarf að hafa mörg orð um þann sjálfsagða rétt kvenna að ráða yfir eigin líkama. Ástæður að baki því að kona vilji binda enda á meðgöngu eru fjölmargar. Ofbeldissambönd, atvinnuleysi, tímasetning, aðstæður, fjárhagur, að vilja ekki eignast börn og ýmislegt fleira getur spilað inn í þá ákvörðun. Okkur kemur það einfaldlega ekki við. Á Íslandi búum við ekki í samfélagi sem skilgreinir frjóvguð egg sem fóstur og fóstur sem manneskju sem njóti sambærilegra réttinda og barn eða fullorðin manneskja. Sem betur fer. Ólíklegt er að slíkt afturhvarf til fortíðar verði hér á landi. En meiriháttar lagasetningar í heimsveldi á borð við Bandaríkin hafa óneitanlega áhrif víðar en í Bandaríkjunum einum. Svo er það hitt, að ákvarðanir og gjörðir þjóðarleiðtogans í Bandaríkjunum undanfarið gefa ekki mikið tilefni til bjartsýni í þessum efnum.
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun