Grafið undan réttindum Ólöf Skaftadóttir skrifar 11. júlí 2018 10:00 Svokallaður Roe v. Wade dómur féll í hæstarétti Bandaríkjanna árið 1973 og gerði fóstureyðingar löglegar þar í landi. Í málinu reyndi á hvort lög sem bönnuðu fóstureyðingar og voru sett af löggjafarþingi í Texas stæðust ákvæði um friðhelgi einkalífsins í stjórnarskránni. Meirihluti hæstaréttar komst að þeirri niðurstöðu að svo væri ekki. Lögin skertu um of rétt kvenna til að gangast undir fóstureyðingu. Þessi dómur hefur verið umdeildur síðan hann féll og hefur reynst þrætuepli á milli frjálslyndra og íhaldsmanna í Bandaríkjunum svo áratugum skiptir. Nú virðist sem andstæðingar fóstureyðinga vestanhafs sjái sér leik á borði eftir að Donald Trump tilnefndi hinn hægrisinnaða íhaldsmann Brett Kavanaugh sem dómara við hæstarétt Bandaríkjanna á mánudag. Fjölmiðlar vestanhafs segja einsýnt að látið verði reyna á Roe v. Wade dóminn á allra næstu misserum verði Kavanaugh staðfestur af öldungadeildinni í embætti. Þá sé það morgunljóst að rétturinn muni færast til hægri í niðurstöðum sínum. Dómaraefnið hefur þó ekki lýst yfir afstöðu sinni til fóstureyðinga opinberlega. Dómarar réttarins eru níu talsins. Eins og gefur að skilja hafa ákvarðanir þeirra mikið að segja um réttarfar í landinu öllu. Vægið á milli frjálslyndra dómara og íhaldssamra hefur verið nokkuð jafnt undanfarin misseri. Sá sem nú lætur af störfum, Anthony Kennedy, er alla jafna talinn íhaldssamur í skoðunum. Hann átti það hins vegar til að sveiflast í afstöðu sinni í stórum málum. Þannig dæmdi hann til að mynda með lögum um samkynja hjónabönd og fóstureyðingar. Sjálfur hefur Trump lagst gegn fóstureyðingum, en það gerði hann opinberlega í kosningabaráttu sinni. Afar sjaldgæft er að forseti fái að velja tvo dómara á svo skömmum tíma, líkt og Trump hefur gert, en hann valdi einnig hægrisinnaðan arftaka Antonins Scalia við réttinn, stuttu eftir embættistöku. Sérfræðingar segja að Trump hafi nú gefist fágætt tækifæri til að hafa víðtæk áhrif á bandarískt réttarfar næstu árin eða áratugina. Ekki þarf að hafa mörg orð um þann sjálfsagða rétt kvenna að ráða yfir eigin líkama. Ástæður að baki því að kona vilji binda enda á meðgöngu eru fjölmargar. Ofbeldissambönd, atvinnuleysi, tímasetning, aðstæður, fjárhagur, að vilja ekki eignast börn og ýmislegt fleira getur spilað inn í þá ákvörðun. Okkur kemur það einfaldlega ekki við. Á Íslandi búum við ekki í samfélagi sem skilgreinir frjóvguð egg sem fóstur og fóstur sem manneskju sem njóti sambærilegra réttinda og barn eða fullorðin manneskja. Sem betur fer. Ólíklegt er að slíkt afturhvarf til fortíðar verði hér á landi. En meiriháttar lagasetningar í heimsveldi á borð við Bandaríkin hafa óneitanlega áhrif víðar en í Bandaríkjunum einum. Svo er það hitt, að ákvarðanir og gjörðir þjóðarleiðtogans í Bandaríkjunum undanfarið gefa ekki mikið tilefni til bjartsýni í þessum efnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Svokallaður Roe v. Wade dómur féll í hæstarétti Bandaríkjanna árið 1973 og gerði fóstureyðingar löglegar þar í landi. Í málinu reyndi á hvort lög sem bönnuðu fóstureyðingar og voru sett af löggjafarþingi í Texas stæðust ákvæði um friðhelgi einkalífsins í stjórnarskránni. Meirihluti hæstaréttar komst að þeirri niðurstöðu að svo væri ekki. Lögin skertu um of rétt kvenna til að gangast undir fóstureyðingu. Þessi dómur hefur verið umdeildur síðan hann féll og hefur reynst þrætuepli á milli frjálslyndra og íhaldsmanna í Bandaríkjunum svo áratugum skiptir. Nú virðist sem andstæðingar fóstureyðinga vestanhafs sjái sér leik á borði eftir að Donald Trump tilnefndi hinn hægrisinnaða íhaldsmann Brett Kavanaugh sem dómara við hæstarétt Bandaríkjanna á mánudag. Fjölmiðlar vestanhafs segja einsýnt að látið verði reyna á Roe v. Wade dóminn á allra næstu misserum verði Kavanaugh staðfestur af öldungadeildinni í embætti. Þá sé það morgunljóst að rétturinn muni færast til hægri í niðurstöðum sínum. Dómaraefnið hefur þó ekki lýst yfir afstöðu sinni til fóstureyðinga opinberlega. Dómarar réttarins eru níu talsins. Eins og gefur að skilja hafa ákvarðanir þeirra mikið að segja um réttarfar í landinu öllu. Vægið á milli frjálslyndra dómara og íhaldssamra hefur verið nokkuð jafnt undanfarin misseri. Sá sem nú lætur af störfum, Anthony Kennedy, er alla jafna talinn íhaldssamur í skoðunum. Hann átti það hins vegar til að sveiflast í afstöðu sinni í stórum málum. Þannig dæmdi hann til að mynda með lögum um samkynja hjónabönd og fóstureyðingar. Sjálfur hefur Trump lagst gegn fóstureyðingum, en það gerði hann opinberlega í kosningabaráttu sinni. Afar sjaldgæft er að forseti fái að velja tvo dómara á svo skömmum tíma, líkt og Trump hefur gert, en hann valdi einnig hægrisinnaðan arftaka Antonins Scalia við réttinn, stuttu eftir embættistöku. Sérfræðingar segja að Trump hafi nú gefist fágætt tækifæri til að hafa víðtæk áhrif á bandarískt réttarfar næstu árin eða áratugina. Ekki þarf að hafa mörg orð um þann sjálfsagða rétt kvenna að ráða yfir eigin líkama. Ástæður að baki því að kona vilji binda enda á meðgöngu eru fjölmargar. Ofbeldissambönd, atvinnuleysi, tímasetning, aðstæður, fjárhagur, að vilja ekki eignast börn og ýmislegt fleira getur spilað inn í þá ákvörðun. Okkur kemur það einfaldlega ekki við. Á Íslandi búum við ekki í samfélagi sem skilgreinir frjóvguð egg sem fóstur og fóstur sem manneskju sem njóti sambærilegra réttinda og barn eða fullorðin manneskja. Sem betur fer. Ólíklegt er að slíkt afturhvarf til fortíðar verði hér á landi. En meiriháttar lagasetningar í heimsveldi á borð við Bandaríkin hafa óneitanlega áhrif víðar en í Bandaríkjunum einum. Svo er það hitt, að ákvarðanir og gjörðir þjóðarleiðtogans í Bandaríkjunum undanfarið gefa ekki mikið tilefni til bjartsýni í þessum efnum.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun